miðvikudagur, júlí 26, 2006

Ég samgleðst....

....Þóru minni fyrir að hafa loksins komið því inn í sæta hausinn sinn að Prison Break eru fáránlega góðir þættir (og ávanabindandi) og hafa setið við í um 15 klst í gær og einhverjar til viðbótar í dag til að komast yfir alla seríuna áður en við þurftum að skila diskunum. Samhryggist þó rassinum hennar fyrir að hafa fórnað sér og fengið near-legusár við iðjuna.

....Guðrúnu Lilji vinkonu fyrir ótrúlega fallegu nýju íbúðina og þakka henni um leið fyrir yndislegt nostalgíukvöldstund sem ég, hún og Ásta systir áttum um daginn í Safamýrinni.

....fótunum mínum fyrir nýjasta skóbúnaðinn en fallegu Crocs skórnir mínir eru það allra þægilegasta sem til er í öllum heiminum fyrir þreytta vinnandi fætur.

....myrkrinu fyrir að vera komið aftur til landsins. Ég var farin að sakna þess mjöööög mikið, það er bara ónáttúrulegt að lifa í svona endalausri birtu. Því fylgir bara eirðarleysi og njálgur í rassi, manni finnst alltaf eins og maður eigi að vera að gera eitthvað annað en að lummast. Nú er loks hægt að slaka betur á og tappa inn í dimmustu hugasfylgsni sín á ný þá að það geti hins vegar verið misjákvætt.

....Ástu systur fyrir að hafa fundið leigjanda að íbúðinni sinni og yndislegu kisunum tveimur, Magga og Lísu.

....sjálfri mér og Sigrúnu vinkonu fyrir að hafa í einhverju skyndibríaríi í dag alltíeinu bókað okkur ferð til útlanda í haust..........jibbí vei vei............að slaka loksins á í hausinn sinn verður guðdómlegt!

....óprúttna náunganum sem kýldi niður Möggu frænku og stal peningum úr kassanum hjá henni fyrir að hafa drifið sig í meðferð og hringt í hana til að biðjast afsökunar.

....Reyni fyrir að eiga afmæli á ekkiámorgunheldurhinn.

....Guðrúnu Lilju fyrir að eiga afmæli á ekkiámorgunekkihinnekkihinnekkihinnekkihinnheldurhinn.

....Öldu og Gauja fyrir að ætla að hnýta hnútinn.

....Írisi og Þresti fyrir að ætla líka að hnýta sinn hnút.

....Guðrúnu og Gumma fyrir að hafa líka fundið leigjanda og að vera að fara í smá útlandaferðalag saman.

....sjálfri mér fyrir að ætla loksins að lesa Góða dátann Svejk en það hefur verið á stefnuskránni allt frá því ég kom fyrst til Prag árið sautjánhudruðogsúrkál og spilaði þar með Kammerblásarasveitinni á miðju torginu í Stárometsky Nám (man ekki alveg hvernig það er skifað, allavega gamla miðbænum þiðvitið).

....og fleiru og fleiru og fleiru og fleiru

Luv
Hulda

mánudagur, júlí 24, 2006

Tóm í hausnum!

Er að farast úr andleysi og skoðanaskorti, hef eitthvað ofurlítið að segja þessa dagana. Er mest bara hissa á hvað þetta sumar virðist hafa flogið frá mér og ég hef ekki gert fjórðung af því sem ég ætlaði mér. En jæja, hvað um það. Næsta fríhelgi hjá mér er verslunarmannahelgin og ég er alvarlega að spá í að taka stefnuna á Ásbyrgi til að hlusta á Sigurrós, ef veðrið verður decent þá er þetta náttúrulegasta magnaðasti tónleikastaður á landinu held ég bara. Hverjir vilja koma með? Látið í ykkur heyra ef þið hafið áhuga, það gæti orðið gaman að gera úr þessu skemmtilega ferð. Meira seinna.......out.

xxx
Hulda

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Home sweet home

Ég er að koma heim um helgina, vibbí. Búin að panta flug og allt. Hlakka ógeðis mikið til. Bleble

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Grínað í sveitinni, LOL

Baby Fart

Aðeins of mikið Talcum! híhíhí

Svartasta Frakkland, eða Afríka eða?

Jæja smá update

Alda og Melkorka Mist komu í heimsókn til okkar um síðustu helgi og það var æðislegt að fá þær. Melkorka er sætust í heimi. Þóra var reyndar að vinna alla helgina greyið en ég og mæðgurnar gengum um allt hér á Akureyrisss, dunduðum okkur hitt og þetta, grilluðum fínan mat og drukkum ótæpilega af hvítvíni og bjór J Það var ósköp notalegt. Svo tók náttúrulega bara alvara lífsins við og vinnan góða. Við Þóra höfum svo verið reglulegir gestir á Rocco síðastliðin 2 kvöld til að fylgjast með boltanum, sjitt hvað þetta er búið að vera spennandi. Og svo átti ég línu kvöldsins núna áðan, Þóra minntist eitthvað á það að nær allir í franska liðinu væru þeldökkir þar sem við horfðum á þá uppstillta yfir þjóðsöngnum áður en leikurinn hófst og þá sagði ég:

“Já, það er nefnilega alveg ótrúlega mikið af svörtu fólki í Afríku” !!!%#!&..........smá mis hjá mér bara.

Annars er bara minnst að frétta af okkur, við ætlum nú að sjálfsögðu að tékka á Rock Star Supernova í kvöld úr því að hann Magni “okkar” (eins og hann er skyndilega orðinn, bara eins og handboltastrákarnir okkar) er að taka þátt. Það verður forvitnilegt að vita hvort hann missir titilinn ef honum gengur ekki nægilega vel. Um helgina erum við svo að spá í að kíkja í Ásbyrgi á frjálsíþróttamót og skreppa í Hljóðakletta og að Dettifossi. Við erum samt ekki alveg búnar að gera það upp við okkur því Þóra er að vinna á laugardaginn og svo eigum við svolítið erfitt með tilhugsunina að missa af úrslitaleiknum í HM.

Á döfinni hjá mér er svo menningarferð, þ.e.a.s. skreppiferð heim í höfuðborgina. Ásta systir kemur til landsins á sunnudaginn næsta og ég ætla að koma að hitta hana helgina 15/16 júlí, ætla meira að segja að reyna að kría út frí á föstudeginum svo að ég fái langa helgi, sjáum til hvernig það gengur. Það væri alla vega gaman að ná að hitta sem flesta, við Ásta erum búnar að ákveða það að sólin verður fyrir sunnan þessa helgi (ég tek hana með mér að norðan) og við ætlum að halda mikið til á svölunum heima hjá mömmu með bjór í hendi og yl í hjarta.

Yfir og út

Ég er alveg á lífi

Halló halló

Mikið að gera í vinnunni minni og fótbolti á kvöldin. Hef ekki skrifað lengi en ég mun bæta úr því um helgina, maður þarf nebbla að gefa sér tíma í svona lagað. Sakna allra og kem bráðum heim í heimsókn..........heim í heimsókn.......hljómar asnalega!

Tala meira seinna