fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Hellir eða Lög?

Ég sá Nick Cave á Bonnie Prince Billy tónleikunum, hann gekk rétt framhjá mér. Hann býr í Brighton og ég veit um mann sem veit hvar NC kaupir beyglurnar sínar. Nick Cave er meira töff en Jude Law (þó ég hefði nú alveg viljað hitta hann líka) en Hellirinn er samt meira töff. Það er miklu meira töff að drekka og dópa óxla mikið heldur en að halda framhjá með barnfóstrunni.

mánudagur, febrúar 12, 2007

Hæ elskurnar, þið fáu en yndislegu hræður sem nennið að lesa mig

Smá rapport.
Nú er ég stödd heima hjá Kidda í Brighton. Við systur flugum í gær frá París til London og áttum notalegt kvöld í gær heima á Kingsland Road með Ósk og Toby og svo kom Sunnslan seint í gærkvöldi heim frá Danmörku. París var yndisleg, ég held það sé óhætt að segja að við höfum gengið í það minnsta um 50 kílómetra á meðan á dvöl okkar stóð þar, bókstaflega tókum borgina á labbinu. Ég vil nýta tækifærið og þakka Helgu Soffíu og Sölva fyrir dásamlega gestrisni, frábæra leiðsögn um borgina en þó umfram allt yndislegan og mjög svo þarfan félagsskap. Við elskum ykkur. Æðislegt var einnig að hitta Ragnar og Ying sem komu frá Lux til að vera með okkur, það var frábært að eyða tíma með ykkur öllum. Um hádegisbilið í dag tókum við frænkur okkur svo til og skelltum okkur í lest til Brighton. Eftir rölt meðfram sjónum þar, borgara og bjór stendur nú til að fara í fína dressið og gíra sig upp fyrir tónleika. Erum nebbla á leið á tónleika með Bonnie Prince Billy hér í kvöld, ætlum svo að crasha heima hjá Kidda og koma okkur aftur til London einhverntímann á morgun. Á miðvikudaginn (valentínusardaginn) förum við systur svo aftur norður til Edinborgar og næ ég nokkrum dögum þar með henni áður en ég snáfa aftur heim en Ásta verður eftir heima hjá sér. Hlakka til að sjá ykkur og sendi ykkur ástarkveðjur, maður er nú eitthvað orðinn svo voðalega væminn og viðkvæmur þessa dagana. Það er amk ekki erfitt að gera sér grein fyrir því góða og þeim góðu sem maður á að eftir allt sem gengið hefur á.

Friður

xxxxx

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Tilraun til endurlifgun salar

Jæja þá, eftir atburði síðastliðins rúms mánaðar eða svo þá tókum við systur þá ákvörðun að drífa okkur í ferðalag. Markmiðið með þessari ferð var og er að komast burt frá öllu því sem við höfum verið að standa í heima og burt frá því sem enn bíður okkar þar. Aðalmarkmiðið er að reyna að láta okkur líða vel, hafa það gott og gaman og ekki síst að vera innan um gott fólk sem okkur þykir afskaplega vænt um. Í morgun flugum við því til Glasgow eftir 1 klukkustundar svefn og frá Glasgow tókum við rútu beinustu leið til hinnar yndislegu borgar Edinborgar. Hér höfum við verið að dúlla okkur við ýmislegt í dag og stijum nú í íbúðinni hennar Ástu fyrir framan tv í afslappelsi með pizzu á leið í ofninn og heljarinnar umpökkun í gangi fyrir næsta ferðalag. Stefnan er nefnilega tekin til Parísar á morgun. Við byrjum á því að taka lest frá Waverley til Newcastle þaðan sem við eigum pantað flug til Parísar síðdegis á morgun. Þar munu taka á móti okkur Helga Soffía og Sölvi Björn vinir okkar og komum við til með að eiga næstu 6 dagana með þeim og hlökkum mikið til. Þá verður stefnan tekin næst til London, Brighton og Edinborgar aftur. Meira seinna, þegar ég hef eitthvað að segja.

xxx