mánudagur, október 08, 2007

Riga, Vilnius og Edinborg


Kannski ekki alveg London, París, Róm en engu að síður mjög ánægjuleg ferð í þetta skiptið. Flugum út þann örlagadag 11.september til Edinborgar og svo þaðan til Riga þann 13.sept. Við fengum að sjálfsögðu höfðinglegar móttökur hjá Ragnari og Ying í höfuðborg Lettlands og vorum ekki lengi að koma okkur vel fyrir. Fengum reyndar báðar einhverja fjárans magapest fyrsta daginn okkar í Riga og kennum um flugvélamatnum sem við fengum í KLM vélinni fá Amsterdam til Riga.

Það var nefnilega þannig að það var yfirbókað í þá vél svo við gátum ekki tékkað okkur alla leið frá Edinborg heldur þurftum að hlaupa um eins og hauslausar hænum á Schiphol í leit að einhverjum til að tékka okkur inn svo við kæmumst örugglega með og einhver annar en við yrði að sitja eftir í Amsterdam. Við sátum í 3 og 4 röð í flugvélinni og það var víst einhvers konar business class, fannst þó sætin bara vera venjuleg sæti en við fengum annan mat þarna fremst heldur en restin af farþegunum. Það fylgdi máltíðinni meira að segja matseðill sem ég ætla að láta fylgja hér:



Savoury pastries filled with humus, date wrapped in bacon and Parmesan cream accompanied by green pesto


Black current (ég hélt reyndar alltaf að það ætti að vera blackcurrant en hvað um það) and raspberry dessert served with a mango and red pepper chutney.


Ég veit þetta hljómar voða fansí en þetta var ekkert svo spes á bragðið (hefði frekar viljað samlokuna sem hinir fengu) og svo var þetta ÓGEÐSLEGA EITRAÐ!!!

Svo fékk Ásta ekki töskuna sína þegar komið var til Riga og eftir nokkra eftirgrennslan komst starfsfólk flugvallarins þar að því að taskan hafði orðið eftir í Hollandi, hún skilaði sér þó sem betur fer strax daginn eftir svo þetta var ekki svo slæmt
Ojæja, jöfnuðum okkur nú á endanum af þessu og létum smá magapest ekki stoppa okkur, skoðuðum okkur aðeins um í Riga og fórum líka í tælenskt nudd. Fyndið að ég var í Tælandi í rúmlega 2 vikur í vor og fór aldrei í nudd en svo skelli ég mér bara til Lettlands til að fá thai-massage.


Nokkrar myndir frá fyrstu dögunum í Riga, sem er þekkt fyrir Art Nouvou enda er þar að finna margar mjög flottar byggingar og líka fullt af missmart konum með aubergine-litað hár, í hlébarðamunstursfötum og fullt af pleðri (á því miður engar myndir af þeim)




Veðrið var mjög gott fyrsta daginn, sól og hiti bara.

Skelltum okkur á Cuba-barinn eftir nuddið og fengum okkur einn ískaldan




Extreme close-up af Huldu í Riga


Eftir 3 daga í Riga sem við notuðum til að vera pínu veikar, ganga helling um og skoða, sötra Lettneskan bjór og borða tælenskan mat skelltum við okkur svo á Sky-bar á laugardagskvöldið til að fá að smakka besta Mojito borgarinnar sem var bara búinn!! Fengum samt bara einhverja aðra ljúffenga kokkteila og ekki skemmdi útsýnið fyrir en barinn er á efstu hæð á hóteli í miðborg Riga og þar er hægt að sjá panoramic útsýni yfir alla borgina. Slöppuðum svo af á sunnudaginn og á mánudagsmorgun lögðum við í langferðalag og keyrðum til Vilnius, Litháen.


Meira um næsta land í næstu færslu