föstudagur, ágúst 22, 2008

Klympíuveisla

Ahhhhhhhhh

Ég elska Ólympíuleikana with a passion!!!
Er búin að vera í sumarfríi í ágúst og hef náð að horfa á næstum alla dagskrá ólymíuleikanna, nema kannski skotfimi, badminton og eitthvað svoleiðis sem mér finnst ekkert skemmtilegt. Hér er vaknað klukkan 6 á morgnana til að missa örugglega ekki af neinu.

Í hléum á Klympíuleikunum eins og leikarnir hafa verið kallaðir á Hólunum er svo múrað og málað og unnið í garðinum.

Ég er líka alveg búin að ákveða það að 2012 þegar Klympíuleikarnir verða í London þá ætla ég að mæta á svæðið!!!