....Þóru minni fyrir að hafa loksins komið því inn í sæta hausinn sinn að Prison Break eru fáránlega góðir þættir (og ávanabindandi) og hafa setið við í um 15 klst í gær og einhverjar til viðbótar í dag til að komast yfir alla seríuna áður en við þurftum að skila diskunum. Samhryggist þó rassinum hennar fyrir að hafa fórnað sér og fengið near-legusár við iðjuna.
....Guðrúnu Lilji vinkonu fyrir ótrúlega fallegu nýju íbúðina og þakka henni um leið fyrir yndislegt nostalgíukvöldstund sem ég, hún og Ásta systir áttum um daginn í Safamýrinni.
....fótunum mínum fyrir nýjasta skóbúnaðinn en fallegu Crocs skórnir mínir eru það allra þægilegasta sem til er í öllum heiminum fyrir þreytta vinnandi fætur.
....myrkrinu fyrir að vera komið aftur til landsins. Ég var farin að sakna þess mjöööög mikið, það er bara ónáttúrulegt að lifa í svona endalausri birtu. Því fylgir bara eirðarleysi og njálgur í rassi, manni finnst alltaf eins og maður eigi að vera að gera eitthvað annað en að lummast. Nú er loks hægt að slaka betur á og tappa inn í dimmustu hugasfylgsni sín á ný þá að það geti hins vegar verið misjákvætt.
....Ástu systur fyrir að hafa fundið leigjanda að íbúðinni sinni og yndislegu kisunum tveimur, Magga og Lísu.
....sjálfri mér og Sigrúnu vinkonu fyrir að hafa í einhverju skyndibríaríi í dag alltíeinu bókað okkur ferð til útlanda í haust..........jibbí vei vei............að slaka loksins á í hausinn sinn verður guðdómlegt!
....óprúttna náunganum sem kýldi niður Möggu frænku og stal peningum úr kassanum hjá henni fyrir að hafa drifið sig í meðferð og hringt í hana til að biðjast afsökunar.
....Reyni fyrir að eiga afmæli á ekkiámorgunheldurhinn.
....Guðrúnu Lilju fyrir að eiga afmæli á ekkiámorgunekkihinnekkihinnekkihinnekkihinnheldurhinn.
....Öldu og Gauja fyrir að ætla að hnýta hnútinn.
....Írisi og Þresti fyrir að ætla líka að hnýta sinn hnút.
....Guðrúnu og Gumma fyrir að hafa líka fundið leigjanda og að vera að fara í smá útlandaferðalag saman.
....sjálfri mér fyrir að ætla loksins að lesa Góða dátann Svejk en það hefur verið á stefnuskránni allt frá því ég kom fyrst til Prag árið sautjánhudruðogsúrkál og spilaði þar með Kammerblásarasveitinni á miðju torginu í Stárometsky Nám (man ekki alveg hvernig það er skifað, allavega gamla miðbænum þiðvitið).
....og fleiru og fleiru og fleiru og fleiru
Luv
Hulda
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ég samgleðst þér að vera á útrásinni - vona að ég komi með!
Endilega komdu við í kaffi á amlinu mínu.... I wish.
Ég sakna þín og hlakka til að gera fullt skemmtilegt í vetur með þér.
Svo þarf ég að drífa mig í heimsókn núna í ágúst til þín...
xxx
GL
Hæ rokkari - hvað ertu að gera um verslunarmannahelgina? Kemurðu eitthvað suður? Ég verð á Laugarvatni alla helgina og þú bara kíkir ef þú ert laus!
ég bara varð - kíktu á blogsíðuna sem ég hefði fengið mér ... þetta er nú bara sóun á blogspeisi maður lifandi
Djísús, þetta er ein skitin bloggfærsla og svo ekkert meir!!!
Halló Hulduskott. Ég samgleðst þér innilega með farmiðann til útlanda.
Skrifa ummæli