þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Bobby beibí Ewing

Var að horfa á sjónvarpsþátt um daginn þar sem menn voru að rífast og ýmislegt var sagt í hita augnabliksins. Aðstæður voru semsagt þannig að maður A og maður B áttu í einhverjum erjum og maður C lenti eiginlega á milli. Maður A var svo að rífast við mann C úr því hann hafði átt að hafa stanðið með manni B í stað þess að vera manni A hliðhollur og maður A var ósáttur og sagði við mann C um mann B: "And who do you choose? You choose a man that looks like a gay Bobby Ewing!"

..........Bíddu nú við hugsaði ég þá, hefur maður A aldrei séð Bobby Ewing, það er nú ekki eins og hann líti út fyrir að vera æðislega þráðbeinn!!!! Dveljum aðeins við þessa hugsun, ég læt hérna fylgja mynd af hinum umrædda Bobby


Obb, bobb, Bobby!!!

Good times, Hulda

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

við lestur fyrstu línunnar var ég viss í hvaða sjónvarpsþátt var vitnað og viti menn barasta rétt hjá mér...
Hvernig er helgin hjá þér?

Nafnlaus sagði...

hefði hann ekki átt að standa með manni A í stað þess að vera manni B hliðhollur?

Nafnlaus sagði...

Hvaða þáttur var þetta eiginlega? Hann hljómar alveg brilljant!

Hulda sagði...

Þetta er þátturinn Bodies, hann er sýndur á RÚV á fimmtudagskvöldum. Hver er annars anonymous hér, það er skylda að kvitta fyrir sig