mánudagur, október 09, 2006

Ég hef engu gleymt þó að ég tali ekki um það....

.....og láti sem ekkert sé......

Jæja góðir hálsar, nú er ég sem stendur á krossgötum. Ég er að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að halda áfram með þetta blessaða blogg eður ei. Finnst eitthvað svo hjákátlegt að vera að reyna að finna eitthvað að segja til að pósta hérna á þessa forláta síðu. Samt er eitthvað skemmtilegt við þetta.

Krít var yndisleg, var samt rænd, en einhverntímann er allt fyrst er það ekki? Fer þangað aftur seinna og hefni mín. Kom heim beint í fullt af asnalegum prófum og hef síðan verið í heilsugæslu. Er sem stendur á Selfossi og fór meira að segja á Hraunið í dag, aldrei komið þangað áður.

Hef ekki fengið svör frá Tanzaníu enn, vonandi fer eitthvað að skýrast í þeim málum sem fyrst, er samt svo nýbúin að senda umsóknina og þetta getur tekið tímann sinn.

Jæja nóg í bili, sjáum til hvort færslurnar verða fleiri :)


......það er víst best geymt sem er tengt sorg eða trega, þögnin mitt eina vé.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú mátt endilega halda áfram að blogga mín vegna. Mér finnst þú skemmtó!

Það verður líka alger nauðsyn þegar þú ferð til Afríku ;)

Nafnlaus sagði...

hverju hefuru ekki gleymt? Ekki gleyma mér á miðvikudaginn! Vertu dugleg að lesa.
Langar að gera eitthvað skemmtilegt með þér...

Nafnlaus sagði...

ég hef engu gleymt....

Hulda

Nafnlaus sagði...

Heeeyy, ekki hætta sætust!!

Sveinbjorg sagði...

Ég myndi kvarta yfir að þú værir að hætta ef ég væri ekki sjálf lélegasti bloggari ársfjórðungsins.... en mér finnst að þú eigir að blogga áfram af því að mér finnst þú líka skemmtó!