Er búin að vera að spekúlera í hvaða bók ég á að lesa næst og fór því inn á Kistuna til að skoða hriflur þar. Alltíeinu var ég komin með bókalista upp á margar blaðsíður. Margt sem ég ætla mér að lesa en ég er samt í alveg sama bobba og ég var áður. Ég veit nebbla ekkert hvað ég á að lesa næst sko þó ég viti hvað ég ætli að lesa einhverntímann og nú er úr svo mörgu að velja. Síðast las ég Flugdrekahlauparann og hann lét mig gráta, nú er ég að lesa Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku og hún er að láta mig hlæja. Þarf að minna nýja tilfinningu fyrir næstu bók.
Gæti ég setið heima allan daginn undir sæng og úti væri rok og rigning og rosa læti og ég ætti alltaf heitt á könnunni yrði ég agalega glöð og notaleg kona.
Endilega komið með ábendingar um næstu lesningu mína því eins og þið vitið þá þjáist ég af valkvíða in extremis.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli