Sælir góðir hálsar
Ég er komin í vetrarríkið ógurlega Akureyrisss. Skrítið hvað er einhvern veginn miklu meiri vetur hér en heima. Er hér bara í nokkra daga að leysa af á FSA, það var nú ósköp gott að koma aftur á spítalann og vinna, sjá kunnuleg og vinaleg andlit og njóta þess svo að sitja ein á kaffi Amor með tölvuna mína og rauðvínsglas og reyna að finna eitthvað sniðugt á netinu að lesa. Kvíði því reyndar að koma mér aftur heim í Stekk, í snjóþyngslunum og upp allar brekkurnar með matarinnkaupin. Fékk nebbla heila stóra íbúð í húsi sem spítalinn á undir litlu mig. Annars er lítið að frétta af mér annað en Afríkuferðin er nú staðfest. Flugið keypt og búið að hrúga bóluefnunum í upphandleggina á mér. Nú er því bara að reyna að fá sem mesta vinnu hérna til að ég geti fjármagnað þetta einhvern veginn. Þetta verður ævintýri.
Meira seinna
xxxx
Hulda
miðvikudagur, desember 13, 2006
mánudagur, desember 04, 2006
Landið sem gleymdist.....
....Gínea-Bissá eins og það útleggst á íslensku, hér kem ég. Já góðir hálsar, ég ætla þangað í lok janúar og ætla að eyða þar rúmlega 2 mánuðum af ævi minni. Ég er glöð með það, eftir að hafa veriið að reyna við ýmis Afríkulönd þá loksins er það staðfest.........ég er að fara. Er í það minnsta búin að fjárfesta í flugmiða. Veit hins vegar ekkert hvað bíður mín þar og þarf að hafa hraðann á að reyna að læra eitthvað í Crioluo eða hreinlega portúgölsku svo ég geti kannski gert mig á einhvern hátt pínulítið skiljanlega. Hlakka alla vega til langþráðs ævintýris sem verður líklega í senn erfitt en ánægjulegt. Nú er það bara Félag Læknanema sem þarf að fresta fyrirhugaðri árshátíð svo ég (ásamt fjölmörgum öðrum) geti tekið þátt í henni en ekki verið fjarri góðu gamni. Það er ekki hægt að missa af síðustu árshátíðinni sinni í deildinni. RECOGNIZE!!!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)