mánudagur, desember 04, 2006
Landið sem gleymdist.....
....Gínea-Bissá eins og það útleggst á íslensku, hér kem ég. Já góðir hálsar, ég ætla þangað í lok janúar og ætla að eyða þar rúmlega 2 mánuðum af ævi minni. Ég er glöð með það, eftir að hafa veriið að reyna við ýmis Afríkulönd þá loksins er það staðfest.........ég er að fara. Er í það minnsta búin að fjárfesta í flugmiða. Veit hins vegar ekkert hvað bíður mín þar og þarf að hafa hraðann á að reyna að læra eitthvað í Crioluo eða hreinlega portúgölsku svo ég geti kannski gert mig á einhvern hátt pínulítið skiljanlega. Hlakka alla vega til langþráðs ævintýris sem verður líklega í senn erfitt en ánægjulegt. Nú er það bara Félag Læknanema sem þarf að fresta fyrirhugaðri árshátíð svo ég (ásamt fjölmörgum öðrum) geti tekið þátt í henni en ekki verið fjarri góðu gamni. Það er ekki hægt að missa af síðustu árshátíðinni sinni í deildinni. RECOGNIZE!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
svindl að mín fyrsta árshátíð verður án þin!
Ekki láta þá komast upp með neitt múður þarna - ættir að fara í smá sjálfsvörn hjá honum Reynsa áður en þú ferð ...
Skrifa ummæli