Svo fékk Ásta ekki töskuna sína þegar komið var til Riga og eftir nokkra eftirgrennslan komst starfsfólk flugvallarins þar að því að taskan hafði orðið eftir í Hollandi, hún skilaði sér þó sem betur fer strax daginn eftir svo þetta var ekki svo slæmt
Skelltum okkur á Cuba-barinn eftir nuddið og fengum okkur einn ískaldan
Extreme close-up af Huldu í Riga
Eftir 3 daga í Riga sem við notuðum til að vera pínu veikar, ganga helling um og skoða, sötra Lettneskan bjór og borða tælenskan mat skelltum við okkur svo á Sky-bar á laugardagskvöldið til að fá að smakka besta Mojito borgarinnar sem var bara búinn!! Fengum samt bara einhverja aðra ljúffenga kokkteila og ekki skemmdi útsýnið fyrir en barinn er á efstu hæð á hóteli í miðborg Riga og þar er hægt að sjá panoramic útsýni yfir alla borgina. Slöppuðum svo af á sunnudaginn og á mánudagsmorgun lögðum við í langferðalag og keyrðum til Vilnius, Litháen.
Meira um næsta land í næstu færslu