föstudagur, mars 16, 2007

Hugleiðangur

Hugleiðangur, hugarangur, hugleiðingar, leiðangur.

Úti er hrikalega fallegt núna, það er dimmt og kyrrt og það kyngir niður snjó. Svona flottum stórum snjókornum sem fá að falla í friði. Á morgun finnst mér þetta samt örugglega ekkert svo fallegt þegar ég þarf að vaða í gegnum snjó og slabb til að fara í vinnuna :) .......en akkúrat núna er fallegt og þá um að gera að njóta þess.

Á sunnudaginn næsta, 18.mars, er afmælisdagur mömmu. Á sunnudaginn er líka Mother's day í Bretlandi, ekki í Ameríku samt og þ.a.l. ekki á Íslandi heldur því samkvæmt upplýsingum á netinu höldum við mæðradag hér á sama tíma og Kaninn, sem er annan sunnudag í maí. En í Bretlandi er Mother's day á næsta sunnudag, og ég er líka Breti skilst mér, þó að ég sé Íslendingur. Þegar ég heyrði í Ástu systir um daginn sagði hún mér frá því að hún hefur verið að segja vinum sínum að vera extra góðir við mæður sínar á sunnudaginn. Mér finnst þetta fallegur boðskapur og ætla því að taka undir það sem systir mín bestasta segir. Við fáum víst ekki að óska mömmu til hamingju með daginn á sunnudaginn og úr því að það er nú líka Mother's day í Bretlandi þá skulu allir sem eiga mömmur vera extra góðir við þær og gera eitthvað sérstakt fyrir þær, hversu stórt eða smátt sem það kann að vera. Mömmur eru yndislegar verur, það borgar sig að láta þær vita af því öðru hverju því þá verða þær svo ofsalega glaðar. Það er nú alltaf þess virði að gleðja mömmuna sína.

Lofið okkur því........næsti sunnudagur........mömmudagur..........ok?


Svo fá þær bara annan mæðradag í maí ;)


xxxxxxx

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki spurning elskan, mömmudagur á sunnudaginn. Samt sérstaklega til heiðurs yndislegu mömmu ykkar systra.
Koss og knús :*

Nafnlaus sagði...

Thad er einmitt snjor herna lika, nema hann er ekki fallegur, meira svona slabb. Thad var oged heitt i gaer, 18 stig og svo snjor i dag, merkilegt!!!
Sigrun

Unknown sagði...

snjórinn er fallegastur meðan hann er að falla svo þegar hann er búinn að breytast í slabb er hann ekki alveg jafn fallegur :)


Ég ætla líka að vera góð við mömmu mína á sunnudaginn til heiðurs mömmu ykkar mínar elskulegu vinur :)
Vonandi hafiði það gott.

Sveinbjorg sagði...

Ég setti inn nýtt ormamyndband, vona að múttan mín og þú verðið glaðar að sjá það :)