Jæja þá, eftir atburði síðastliðins rúms mánaðar eða svo þá tókum við systur þá ákvörðun að drífa okkur í ferðalag. Markmiðið með þessari ferð var og er að komast burt frá öllu því sem við höfum verið að standa í heima og burt frá því sem enn bíður okkar þar. Aðalmarkmiðið er að reyna að láta okkur líða vel, hafa það gott og gaman og ekki síst að vera innan um gott fólk sem okkur þykir afskaplega vænt um. Í morgun flugum við því til Glasgow eftir 1 klukkustundar svefn og frá Glasgow tókum við rútu beinustu leið til hinnar yndislegu borgar Edinborgar. Hér höfum við verið að dúlla okkur við ýmislegt í dag og stijum nú í íbúðinni hennar Ástu fyrir framan tv í afslappelsi með pizzu á leið í ofninn og heljarinnar umpökkun í gangi fyrir næsta ferðalag. Stefnan er nefnilega tekin til Parísar á morgun. Við byrjum á því að taka lest frá Waverley til Newcastle þaðan sem við eigum pantað flug til Parísar síðdegis á morgun. Þar munu taka á móti okkur Helga Soffía og Sölvi Björn vinir okkar og komum við til með að eiga næstu 6 dagana með þeim og hlökkum mikið til. Þá verður stefnan tekin næst til London, Brighton og Edinborgar aftur. Meira seinna, þegar ég hef eitthvað að segja.
xxx
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Vona thid eigid godan tima systurnar! Eg hefdi att ad hringja i thig a laugardaginn, mig er buid ad dreyma thig svo mikid ad eg ætladi ad bjalla og heyra i ther hljodid...Risaknus fra gleymnu konunni i odense, Sigga
Hafið það gott elskurnar. Heyrumst þegar þú kemur tilbaka.
Koss og knús
Jóhanna
Ég vona líka að þið hafið það gott í ferðalaginu ykkar !
Jättekram
Sveinbjörg
Hæ Hulda mín, við London búar hlökkum ekkert smá mikið til að fá ykkur til okkar. Við eigim eftir að borða mikið gott og drekka og spjalla.
Miss you.
Ósk.
xxx
Hafið það gott og gaman...
Rosalega líst mér vel á þetta hjá þér! Hafðu það sem allra best í þessu ferðalagi.
Hafið það gott systur. Leiðinlegt að hafa ekki náð að kveðja Ástu. Það eru miklar speglúrasjónir um survaklúbbinn... erum að spá í að teipa bara og bíða eftir þér og taka mega surva kvöld þegar þú kemur aftur
Skrifa ummæli