þriðjudagur, júní 10, 2008
Pistill úr færeyska Vikublaðinu
Henrik Larsson ger comeback
’Henke’, sum hann eisini verður nevndur, hevur avgørt at gera eitt comeback á svenska landsliðnum.
Tað kom rættiliga óvæntað, fyri ikki at siga heilt óvæntað, tá svenski landsliðsvenjarin, Lars Lagerbãck, týsdagin kunngjørdi, at Henrik Larsson verður við í svenska landsliðshópinum, sum skal til EM í Schweiz/Eysturríki í summarHenrik Larsson, sum nú er vorðin 36 ár, hevur umboðað fleiri stórfeløg í Europa. Hann hevði nógv góð ár í Celtic í Skotlandi, áðrenn hann fór til Barcelona, har hann eisini kláraði seg sera væl. Eitt stutt skifti spældi hann eisini við Manchester United. Nú spælir hann so við Helsingborg í bestu svensku deildini, Allsvenskan. Larsson hevur ikki einas játtað at vera við í summar, hann vil eisini fegin vera við í komandi HM-undankapping.EM endaspælið í summar verður tað sætta hjá Henrik Larsson, og tað er svenskt met.
Hahahaha, færeyska er best í heimi! Linkinn á fréttina má finna hér
fimmtudagur, júní 05, 2008
Gústiminn
Grey Gústi minn, hef eila bara miklar áhyggjur af honum litla skinninu.
föstudagur, maí 30, 2008
Nú er mér allri lokið....!!!
Ég á það til að tárast aðeins, eða já hreinlega skæla, yfir bókum, bíómyndum, sjónvarpsþáttum og öðru. Þessi undarlega heðgun hefur reyndar færst heldur í aukana nú á seinni árum og svo sem ekki mikið við því að gera.....
......en í kvöld stóð ég sjálfa mig að því að skæla yfir bíómynd sem heitir "Húrra hóra" eða "Hurrah Hora" uppá sænsku......
....ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um það....???
p.s. ég hló sko alveg líka að myndinni, en samt...
miðvikudagur, maí 21, 2008
Af bjútíkvíns
Monu Lisu safnið???
hahahahha, fyndin stúlka
föstudagur, maí 09, 2008
Sturta óttans!
Tæplega 30 klukkustunda vaka, heitt vatn og sápa getur verið lífshættuleg blanda.
Note to self: leggja sig fyrst, sturta sig svo!
fimmtudagur, maí 08, 2008
Sennilega besta grín í heimi....
Get ekki ímyndað mér að hliðarspeglagrínarinn sitji í felum og fylgist með (og hlær að) gremju bílstjóranna þegar þeitt uppgötva að þeir hafa orðið fyrir barðinu á honum.
Ég hef nebbla orðið fyrir barðinu á hliðarspeglagrínaranum, er samt ánægðari með hann heldur en hoppaonábílþakagrínaranum sem ég varð fyrir barðinu á síðasta sumar en sá óprúttningi náungi skemmdi bara sæta litla bílinn minn á meðan ég var fjarri góðu gamni í útlöndunum.
Þá kýs ég hliðarspeglagrínarann miklu frekar.
Afsakið færsluna, er bara að nálgast 24 tímana í vöku og sit heima hjá mér að berjast við að sofna ekki því ég þarf að mæta á mjög svo leynilegan og mikilvægan fund áður en ég get fengið mér eftirvaktalúrinn minn. Er alveg orðin stjörf og er að reyna að drepa tímann, sökum andleysis datt mér ekkert sniðugra í hug til að setja hér inn.
Leiter
sunnudagur, maí 04, 2008
Fransk Löksoppa
Nema það sé bara reginmisskilningur hjá mér að mér finnist frönsk lauksúpa góð!!! Ég held mér finnist hún góð en man samt bara eftir því að hafa borðað slíkt þrisvar sinnum og hefur bara fundist hún góð í eitt af þeim skiptum. Ég hugsa að ég gefi lauksúpunni samt fleiri sénsa því 1 af þessum 3 skiptum var núna áðan, ofannefnd pakkasúpa, og eitt var í Lettlandi og þá var búið að hella heilli dós af dilli út í súpuna því það er víst eina kryddið sem þeir eiga nóg af þar og nota því óspart.
Hlakka til næstu frönsku lauksúpureynslu............ætla samt að bíða aðeins, er enn með óbragðið af þeirri síðustu í munninum
þriðjudagur, apríl 29, 2008
Hmmmmmmmmmmm
Þetta er bara svindliprump!!
laugardagur, apríl 19, 2008
Kassi 2, en ekki 3, eða 1, eða 2 eða????
Alla veg þá vel ég alltaf.............já alltaf............kassa nr 3...........og iðulega kemur svarið, því miður eniginn glaðningur í þetta skiptið, glaðningurinn var í kassa nr 2, ekki nr 3. (Glaðningurinn er nátturúlega ekki alveg alltaf utanlandsferð sko en oftast einhver afsláttur). Svo þurfa þeir alltaf að tilkynna mér það að í síðustu viku hafi einhver random manneskja, sem þeir nefna á nafn, valið einhvern ákveðinn kassa og unnið ferð til Prag/Barcelona/London etc........einsog mér sé ekki skítsama þó að María einhver eða Jóna einhver hafi unnið eitthvað sem mig langar í.
Alltaf segja þeir samt að glaðningurinn hafi verið í kassa 2 en ekki 3. Núna ætla ég að breyta um taktík...........ég ætla núna alltaf að velja kassa 2 og aldrei kassa 3...........sjáum hvað setur............kannski segja þeir mér nú að glaðningurinn hafi alltaf verið í kassa 1 en ekki 2, sjáum til............ég leyfi ykkur að fylgjast með. Og já, ég geri ráð fyrir því að þið séuð agalega spennt að vita um framvindu mála!
miðvikudagur, apríl 16, 2008
Barcelona hér kem ég
Mér er farið að þykja færsla þessi vera heldur háfleyg og hef því hug á að fleygja mér í bólið, það eru víst nokkrir vinnudagar til stefnu áður en herlegheitin hefjast.
Lifið heil.........og.........."Recognize!!!!!!!!"
fimmtudagur, apríl 03, 2008
Daft Punk - Harder Bodies Faster Stronger. HAhahahahahaha, fyndar píur og ótrulega hæfileikaríkar að mínu mati
Mér finnst þetta algjör snilld, velti því samt stundum fyrir mér hvað þurfti margar tilraunir til að ná þessu í einni rimmu. Núna er vandamálið hins vegar að um leið og ég heyri þetta lag fer ég að flissa eins og asni!! LOVIT!
Samt ótrúlegt að detta þetta í hug, álhauspokarnir fullkomna alveg dæmið. hahahahaha
þriðjudagur, mars 25, 2008
Af verðbólgu, vöxtum og gengisfellingu
Jón Ásgeir virðist vita hvað hann syngur þegar verðbólgan er annars vegar.
Ég er að hugsa um að hringja í'ann..........ætla samt sko ekki að syngja í'ann (fyrir þá sem vita hvað það þýðir)
Ég ætla að spyrja hann: Heyrðu, Jón Ásgeir, hvað er verðbólga? Og hvernig minnkar það verðbólgu að hækka vexti? Hvað eru stýrivextir? Étur verðbólgan litlu börnin sín? Hvað ertu með í laun á mánuði?
Við erum að tala um 20% verðhækkun á matvælum......verst að það er eiginlega ekki hægt að hætta bara að borða.
föstudagur, mars 14, 2008
Þetta er algjört möst sí - Ken Lee - Bulgarian Idol (WITH ENGLISH TRANSLATION)
Smá viðbót svona á föstudegi, súra hausnum mínum fannst þetta amk rosalega fyndið. Andaðist úr hlátri alveg
Svar við óskum um bloggfærslur
Ég man nú ekkert eftir þessu, vildi að ég vissi hvað mig var að dreyma því það virðist hafa verið fyndið og skemmtilegt.
Næturvaktaviku minni lýkur á mánudagsmorgun og í framhaldi af því hlýtur að fara að rofa eitthvað til í kollinum á mér.
Ég mun snúa aftur.
Hasta la Vista beibí...........eða eins og skáldið spænska Terminator sagði: Sayonara beibí!!
mánudagur, mars 03, 2008
laugardagur, mars 01, 2008
Humm....?
Ég er rostungurinn, goo goo g'joob
eða á það að vera:
Ég er eggmaðurinn, þeir eru eggmennirnir
Ég er etc.........
.............og þetta er alls ekki það skrítnasta í þessum texta. Hef aldrei almennilega pælt í því en ég eiginlega skil ekki neitt um hvað þetta lag er eiginlega...........held ég..........
Please clarify
sunnudagur, febrúar 17, 2008
laugardagur, febrúar 09, 2008
Vá....
Það er þáttur á ITV sem heitir Hey Paula! og hún er bara alltaf full....eða eitthvað. Crazy lady!!!
Vetrarþögn
Bæ í bili
mánudagur, október 08, 2007
Riga, Vilnius og Edinborg
Svo fékk Ásta ekki töskuna sína þegar komið var til Riga og eftir nokkra eftirgrennslan komst starfsfólk flugvallarins þar að því að taskan hafði orðið eftir í Hollandi, hún skilaði sér þó sem betur fer strax daginn eftir svo þetta var ekki svo slæmt
Extreme close-up af Huldu í Riga
Eftir 3 daga í Riga sem við notuðum til að vera pínu veikar, ganga helling um og skoða, sötra Lettneskan bjór og borða tælenskan mat skelltum við okkur svo á Sky-bar á laugardagskvöldið til að fá að smakka besta Mojito borgarinnar sem var bara búinn!! Fengum samt bara einhverja aðra ljúffenga kokkteila og ekki skemmdi útsýnið fyrir en barinn er á efstu hæð á hóteli í miðborg Riga og þar er hægt að sjá panoramic útsýni yfir alla borgina. Slöppuðum svo af á sunnudaginn og á mánudagsmorgun lögðum við í langferðalag og keyrðum til Vilnius, Litháen.
Meira um næsta land í næstu færslu