þriðjudagur, júní 10, 2008

Pistill úr færeyska Vikublaðinu

Bárður á Lakjuni 14.05.2008 - 08:50
Henrik Larsson ger comeback
’Henke’, sum hann eisini verður nevndur, hevur avgørt at gera eitt comeback á svenska landsliðnum.

Tað kom rættiliga óvæntað, fyri ikki at siga heilt óvæntað, tá svenski landsliðsvenjarin, Lars Lagerbãck, týsdagin kunngjørdi, at Henrik Larsson verður við í svenska landsliðshópinum, sum skal til EM í Schweiz/Eysturríki í summarHenrik Larsson, sum nú er vorðin 36 ár, hevur umboðað fleiri stórfeløg í Europa. Hann hevði nógv góð ár í Celtic í Skotlandi, áðrenn hann fór til Barcelona, har hann eisini kláraði seg sera væl. Eitt stutt skifti spældi hann eisini við Manchester United. Nú spælir hann so við Helsingborg í bestu svensku deildini, Allsvenskan. Larsson hevur ikki einas játtað at vera við í summar, hann vil eisini fegin vera við í komandi HM-undankapping.EM endaspælið í summar verður tað sætta hjá Henrik Larsson, og tað er svenskt met.

Hahahaha, færeyska er best í heimi! Linkinn á fréttina má finna hér

fimmtudagur, júní 05, 2008

Gústiminn

Það er eitthvað að honum Gústa mínum, hann er bólginn á hausnum og ekki eins og hann á að sér að vera. Hefur líklega krambúlerast eitthvað í slagsmálum eða eitthvað. Hann þarf víst að fara að hitta hann Dagfinn á morgun.........vonandi verður allt í lagi með hann.

Grey Gústi minn, hef eila bara miklar áhyggjur af honum litla skinninu.

föstudagur, maí 30, 2008

Nú er mér allri lokið....!!!

Ja hérna hér....úff!

Ég á það til að tárast aðeins, eða já hreinlega skæla, yfir bókum, bíómyndum, sjónvarpsþáttum og öðru. Þessi undarlega heðgun hefur reyndar færst heldur í aukana nú á seinni árum og svo sem ekki mikið við því að gera.....

......en í kvöld stóð ég sjálfa mig að því að skæla yfir bíómynd sem heitir "Húrra hóra" eða "Hurrah Hora" uppá sænsku......



....ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um það....???


p.s. ég hló sko alveg líka að myndinni, en samt...

miðvikudagur, maí 21, 2008

Af bjútíkvíns

Las frétt á visir.is í dag sem ber titilinn: "Fegurðardrottningar geta ekki verið fullkomnar" en þar er rætt við þá stúlku sem hafnaði í 2.sæti í Ungfrú Ísland keppninni 2006 og hún beðin um að um að gefa keppendum í ár góð ráð. Eitthvað er verið að spjalla við hana um hvað hún hafi verið að aðhafast undanfarið og segir hún meðal annars að hún hafi ekki nennt í útskriftarferðina sína og hefði frekar viljað fara og hitta vinkonu sína erlendis og ferðast aðeins með henni. Í lokin segir hún svo: „Við fórum til dæmis í dag til Parísar að skoða Effel turninn og Monu Lisu safnið sem var með eindæmum gaman."

Monu Lisu safnið???

hahahahha, fyndin stúlka

föstudagur, maí 09, 2008

Sturta óttans!

Varúð!!!

Tæplega 30 klukkustunda vaka, heitt vatn og sápa getur verið lífshættuleg blanda.

Note to self: leggja sig fyrst, sturta sig svo!

fimmtudagur, maí 08, 2008

Sennilega besta grín í heimi....

......er að ganga um götur Reykjavíkurborgar og breyta hliðaspeglum á bílum sem verða á förnum vegi þannig að þeir snúi alveg inn að bílrúðunum! Arg, ég einmitt andast alltaf úr hlátri þegar ég sest inn í bílinn minn og ætla að líta í hliðarspegilinn áður en ég keyri út úr stæðinu og sé þá ekkert nema smettið á sjálfri mér......EKKI, hlæ barasta ekki neitt heldur andvarpa, stíg út úr bílnum og laga speglana mínum.

Get ekki ímyndað mér að hliðarspeglagrínarinn sitji í felum og fylgist með (og hlær að) gremju bílstjóranna þegar þeitt uppgötva að þeir hafa orðið fyrir barðinu á honum.

Ég hef nebbla orðið fyrir barðinu á hliðarspeglagrínaranum, er samt ánægðari með hann heldur en hoppaonábílþakagrínaranum sem ég varð fyrir barðinu á síðasta sumar en sá óprúttningi náungi skemmdi bara sæta litla bílinn minn á meðan ég var fjarri góðu gamni í útlöndunum.

Þá kýs ég hliðarspeglagrínarann miklu frekar.

Afsakið færsluna, er bara að nálgast 24 tímana í vöku og sit heima hjá mér að berjast við að sofna ekki því ég þarf að mæta á mjög svo leynilegan og mikilvægan fund áður en ég get fengið mér eftirvaktalúrinn minn. Er alveg orðin stjörf og er að reyna að drepa tímann, sökum andleysis datt mér ekkert sniðugra í hug til að setja hér inn.

Leiter

sunnudagur, maí 04, 2008

Fransk Löksoppa

Súpur sem eru tilbúnar í bréfum og maður blandar bara vatni eða vatni og mjólk við geta oft verið alveg ágætur kvöldverður. Það er hins vegar ekki Franska lauksúpan frá Knorr, þvílíkur viðbjóður. Æltaði að fá mér voða góðan kvöldmat, súpu, salat og bollur en þessi lauksúpa var bara alls ekkert góð.

Nema það sé bara reginmisskilningur hjá mér að mér finnist frönsk lauksúpa góð!!! Ég held mér finnist hún góð en man samt bara eftir því að hafa borðað slíkt þrisvar sinnum og hefur bara fundist hún góð í eitt af þeim skiptum. Ég hugsa að ég gefi lauksúpunni samt fleiri sénsa því 1 af þessum 3 skiptum var núna áðan, ofannefnd pakkasúpa, og eitt var í Lettlandi og þá var búið að hella heilli dós af dilli út í súpuna því það er víst eina kryddið sem þeir eiga nóg af þar og nota því óspart.
Hlakka til næstu frönsku lauksúpureynslu............ætla samt að bíða aðeins, er enn með óbragðið af þeirri síðustu í munninum

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Hmmmmmmmmmmm

Nú vel ég alltaf kassa nr.2 og þá er glaðningurinn alltaf í kassa nr.1

Þetta er bara svindliprump!!

laugardagur, apríl 19, 2008

Kassi 2, en ekki 3, eða 1, eða 2 eða????

Ég hef síðastliðnar vikur eða mánuði tekið þátt í einhverri vitleysu á nuid.is þar sem maður á að velja einn kassa af 3, velja svo já takk, nei takk eða kýsa að svara ekki og svo fær maður að vita hvort maður hefur unnið eitthvað. Samkvæmt núinu hefur maður alltaf séns á að vinna einhverja utanlandsferð og er það eingöngu vegna þess sem ég nenni að standa í þessu. Ég hins vegar, líkt og Guðrún Lilja vinkona mín, hef aldrie unnið neitt slíkt en fæ stundum glaðning, eins og þeir kalla það, sem iðulega er afsláttur annað hvort af einhverri grennandi snyrtimeðferð á snyrtistofum bæjarins eða afsláttur af einhverju ruslfæði á búllum bæjarins.............þeir ættu kannski aðeins að hugsa þetta til enda.


Alla veg þá vel ég alltaf.............já alltaf............kassa nr 3...........og iðulega kemur svarið, því miður eniginn glaðningur í þetta skiptið, glaðningurinn var í kassa nr 2, ekki nr 3. (Glaðningurinn er nátturúlega ekki alveg alltaf utanlandsferð sko en oftast einhver afsláttur). Svo þurfa þeir alltaf að tilkynna mér það að í síðustu viku hafi einhver random manneskja, sem þeir nefna á nafn, valið einhvern ákveðinn kassa og unnið ferð til Prag/Barcelona/London etc........einsog mér sé ekki skítsama þó að María einhver eða Jóna einhver hafi unnið eitthvað sem mig langar í.

Alltaf segja þeir samt að glaðningurinn hafi verið í kassa 2 en ekki 3. Núna ætla ég að breyta um taktík...........ég ætla núna alltaf að velja kassa 2 og aldrei kassa 3...........sjáum hvað setur............kannski segja þeir mér nú að glaðningurinn hafi alltaf verið í kassa 1 en ekki 2, sjáum til............ég leyfi ykkur að fylgjast með. Og já, ég geri ráð fyrir því að þið séuð agalega spennt að vita um framvindu mála!

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Barcelona hér kem ég

Ég er til allrar hamingju að leggja land undir fót og ætla til Barcelona á næstunni. Það finnst mér gott. Ég hef nokkrum sinnum komið til borgar þessarar og alltaf fundist stórfínt að vera þar, síðast var ég þar sumarið 2001 en þá bæði hóf ég og lauk interrail-ferðalagi mínu á heimsókn til Barca þar sem ég ásamt ferðafélgögum mínum fékk gistingu þar hjá Helgu Soffíu vinkonu minni sem þá bjó þar. Nú býr Helga þar aftur ásamt sínum ektamanni Sölva og það er einmitt það besta við þessa ferð mína sem brátt kemur að, að ég er að fara að heimsækja þau bestu og ekki síður að hitta systur mína bestu sem einnig er á leið til Barcelona bestu. Er einhvern veginn alveg farin að sjá dagana fyrir mér og það heldur mér gangandi núna. Ekki skemmir svo staðsetningin fyrir en í öllum sannleika sagt þá held ég að tilhlökkunin væri alveg jafn mikil ef þau byggju á Kópaskeri, því annars ágæta þorpi. Rólegheit, sötur, spjall, afslappelsi, góður matur og smá vorfílingur í besta hugsanlega félagsskap er semsagt það sem koma skal hjá mér.
Mér er farið að þykja færsla þessi vera heldur háfleyg og hef því hug á að fleygja mér í bólið, það eru víst nokkrir vinnudagar til stefnu áður en herlegheitin hefjast.

Lifið heil.........og.........."Recognize!!!!!!!!"

fimmtudagur, apríl 03, 2008

Daft Punk - Harder Bodies Faster Stronger. HAhahahahahaha, fyndar píur og ótrulega hæfileikaríkar að mínu mati

Mér finnst þetta algjör snilld, velti því samt stundum fyrir mér hvað þurfti margar tilraunir til að ná þessu í einni rimmu. Núna er vandamálið hins vegar að um leið og ég heyri þetta lag fer ég að flissa eins og asni!! LOVIT!
Samt ótrúlegt að detta þetta í hug, álhauspokarnir fullkomna alveg dæmið. hahahahaha

þriðjudagur, mars 25, 2008

Af verðbólgu, vöxtum og gengisfellingu

Jón Ásgeir segir að bankarnir séu súrefnið inn í atvinnulífið.
Jón Ásgeir virðist vita hvað hann syngur þegar verðbólgan er annars vegar.

Ég er að hugsa um að hringja í'ann..........ætla samt sko ekki að syngja í'ann (fyrir þá sem vita hvað það þýðir)

Ég ætla að spyrja hann: Heyrðu, Jón Ásgeir, hvað er verðbólga? Og hvernig minnkar það verðbólgu að hækka vexti? Hvað eru stýrivextir? Étur verðbólgan litlu börnin sín? Hvað ertu með í laun á mánuði?

Við erum að tala um 20% verðhækkun á matvælum......verst að það er eiginlega ekki hægt að hætta bara að borða.

föstudagur, mars 14, 2008

Þetta er algjört möst sí - Ken Lee - Bulgarian Idol (WITH ENGLISH TRANSLATION)

Smá viðbót svona á föstudegi, súra hausnum mínum fannst þetta amk rosalega fyndið. Andaðist úr hlátri alveg

Svar við óskum um bloggfærslur

Sælar, ég lofa því að ég mun blogga meira þegar ég hætti að vera súr í hausnum. Er á vaktaviku núna og er ótrúlega rugluð eitthvað. Ósk gisti hjá mér í nótt og hún var að segja mér að í morgun hefði ég legið með opin augun, verið að horfa undarlega í kringum mig og flissa alltaf annað slagið, flissa svona letilega, og á meðan var Gústi að labba á hausnum á mér.
Ég man nú ekkert eftir þessu, vildi að ég vissi hvað mig var að dreyma því það virðist hafa verið fyndið og skemmtilegt.

Næturvaktaviku minni lýkur á mánudagsmorgun og í framhaldi af því hlýtur að fara að rofa eitthvað til í kollinum á mér.

Ég mun snúa aftur.

Hasta la Vista beibí...........eða eins og skáldið spænska Terminator sagði: Sayonara beibí!!

mánudagur, mars 03, 2008

Vó maður

Var að sjá að Evran er komin í hundraðkallinn.......er það kannski búið að vera solleis lengi eða?
Ég er svo aldeilis hlessa og hlussa.

hahahahahhahaha

laugardagur, mars 01, 2008

Humm....?

Ég er eggjamaðurinn, þeir eru eggjamennirnir
Ég er rostungurinn, goo goo g'joob

eða á það að vera:

Ég er eggmaðurinn, þeir eru eggmennirnir
Ég er etc.........

.............og þetta er alls ekki það skrítnasta í þessum texta. Hef aldrei almennilega pælt í því en ég eiginlega skil ekki neitt um hvað þetta lag er eiginlega...........held ég..........

Please clarify

sunnudagur, febrúar 17, 2008

AB

Vinkona mín á tvíbura sem ganga undir nöfnunum A og B. Ætli vinkona mín framleiði AB-mjólk í sínum brjóstum?

laugardagur, febrúar 09, 2008

Vá....

.....Paula Abdul er snargeðveik, eða snardópuð!
Það er þáttur á ITV sem heitir Hey Paula! og hún er bara alltaf full....eða eitthvað. Crazy lady!!!

Vetrarþögn

Ég er enn á lífi, ég hef bara ekkert að segja, eða alla nenni ekki að skrifa það niður þegar ég hef eitthvað að segja. Er í bloggpásu um óákveðinn tíma, kannski ég hafi eitthvað að segja einhvern tímann seinna. Er orðinn Landspítalastarfsmaður núna fyrir þá sem ekki vita það, oft mikið að gera. Líf mitt í hnotskurn þessa dagana í vonda veðrinu: Vinna, sofa, vinna, sofa, vinna, sofa.......svo kannski er það bara alveg skiljanlegt að ég hafi ekki mikið að segja.
Bæ í bili

mánudagur, október 08, 2007

Riga, Vilnius og Edinborg


Kannski ekki alveg London, París, Róm en engu að síður mjög ánægjuleg ferð í þetta skiptið. Flugum út þann örlagadag 11.september til Edinborgar og svo þaðan til Riga þann 13.sept. Við fengum að sjálfsögðu höfðinglegar móttökur hjá Ragnari og Ying í höfuðborg Lettlands og vorum ekki lengi að koma okkur vel fyrir. Fengum reyndar báðar einhverja fjárans magapest fyrsta daginn okkar í Riga og kennum um flugvélamatnum sem við fengum í KLM vélinni fá Amsterdam til Riga.

Það var nefnilega þannig að það var yfirbókað í þá vél svo við gátum ekki tékkað okkur alla leið frá Edinborg heldur þurftum að hlaupa um eins og hauslausar hænum á Schiphol í leit að einhverjum til að tékka okkur inn svo við kæmumst örugglega með og einhver annar en við yrði að sitja eftir í Amsterdam. Við sátum í 3 og 4 röð í flugvélinni og það var víst einhvers konar business class, fannst þó sætin bara vera venjuleg sæti en við fengum annan mat þarna fremst heldur en restin af farþegunum. Það fylgdi máltíðinni meira að segja matseðill sem ég ætla að láta fylgja hér:



Savoury pastries filled with humus, date wrapped in bacon and Parmesan cream accompanied by green pesto


Black current (ég hélt reyndar alltaf að það ætti að vera blackcurrant en hvað um það) and raspberry dessert served with a mango and red pepper chutney.


Ég veit þetta hljómar voða fansí en þetta var ekkert svo spes á bragðið (hefði frekar viljað samlokuna sem hinir fengu) og svo var þetta ÓGEÐSLEGA EITRAÐ!!!

Svo fékk Ásta ekki töskuna sína þegar komið var til Riga og eftir nokkra eftirgrennslan komst starfsfólk flugvallarins þar að því að taskan hafði orðið eftir í Hollandi, hún skilaði sér þó sem betur fer strax daginn eftir svo þetta var ekki svo slæmt
Ojæja, jöfnuðum okkur nú á endanum af þessu og létum smá magapest ekki stoppa okkur, skoðuðum okkur aðeins um í Riga og fórum líka í tælenskt nudd. Fyndið að ég var í Tælandi í rúmlega 2 vikur í vor og fór aldrei í nudd en svo skelli ég mér bara til Lettlands til að fá thai-massage.


Nokkrar myndir frá fyrstu dögunum í Riga, sem er þekkt fyrir Art Nouvou enda er þar að finna margar mjög flottar byggingar og líka fullt af missmart konum með aubergine-litað hár, í hlébarðamunstursfötum og fullt af pleðri (á því miður engar myndir af þeim)




Veðrið var mjög gott fyrsta daginn, sól og hiti bara.

Skelltum okkur á Cuba-barinn eftir nuddið og fengum okkur einn ískaldan




Extreme close-up af Huldu í Riga


Eftir 3 daga í Riga sem við notuðum til að vera pínu veikar, ganga helling um og skoða, sötra Lettneskan bjór og borða tælenskan mat skelltum við okkur svo á Sky-bar á laugardagskvöldið til að fá að smakka besta Mojito borgarinnar sem var bara búinn!! Fengum samt bara einhverja aðra ljúffenga kokkteila og ekki skemmdi útsýnið fyrir en barinn er á efstu hæð á hóteli í miðborg Riga og þar er hægt að sjá panoramic útsýni yfir alla borgina. Slöppuðum svo af á sunnudaginn og á mánudagsmorgun lögðum við í langferðalag og keyrðum til Vilnius, Litháen.


Meira um næsta land í næstu færslu