miðvikudagur, maí 17, 2006
Sólin, geðrof og kalli kanína - 16/05 2006
Mikið hefur þessi dagur 16 maí verið undarlegur, og því lengra sem liðið hefur á hann því undarlegri hefur hann orðið. Ég ætla ekkert að vera að útlista fyrripart dagsins og hef því söguna um klukkan hálfáttaleytið þegar ég kom heim til mín. Byrjaði fyrst á því að rembast eitthvað við að læra um leið og ég dáðist að nýju buxunum mínum sem ég fjárfesti í fyrr í dag. Þetta gekk allt saman eitthvað ofurbrösuglega svo ég ákvað að skella mér út úr húsi. Já ég ætlaði í powergöngu, göngu sem hafði tvíþættan tilgang. Annars vegar til að losa mig við einhverja sálarspennu sem ég var farin að finna fyrir og hins vegar til að hreyfa á mér botninn. Ok svo ég geng af stað og þar sem ég geng meðfram sjónum á leið út í Gróttu sé ég alltíeinu Snæfellsjökul blasa við mér. Sjaldan hefur hann verið jafn fallegur svo skýr og flottur með setjandi sólina sér við hlið. Hann var eins og eitthvað ómótstæðilega girnilegt sælgæti sem mig langaði til að háma í mig. Eins og bersýnilega hefur komið fram fannst mér þetta fögur sjón svo ég held áfram göngu minni þarna meðfram sjónum og sólin kemur meira og meira í ljós þar sem hún sígur undan skýjunum til að leggjast til náðar í sjónum. Svo ég staldra við og horfi á þessa fögru sjón með einhverja melankólíska melódíu í eyrunum (var sko með mp3 spilarann með mér). Svo er þetta skyndilega allt eyðilagt fyrir mér þar sem eitthvað vibbapar stendur beint í sjónlínu minni og kyssist og kjammsast eitthvað voða rómó að horfa saman á sólsetrið. Ég hugsa bara "oj, fáið ykkur herbergi", þurfti ekki á þessu að halda og varð eitthvað pirruð á þessum ósóma svo ég sneri við í fússi mínu. Og þá fór að rigna. Og svo var ég með fullt af blindum blettum í augunum eftir að hafa horft svona mikið í sólina og sá varla hvert ég var að fara. Hugsaði bara, þetta kennir þér Hulda að fara ekki eftir því sem þér var kennt, maður verður jú blindur af því að horfa beint í sólina ekki satt? Ég sá semsagt sýnir, sem titillinn hér að ofan (geðrof) á að vitna til, verð þó að viðurkenna að einu raddirnar sem ég heyrði voru þær sem hljómuðu í mp3 spilaranum mínum en það er ekki laust við að ég hafi samt haft einverjar ranghugmyndir og klárlega var einhver veruleikafirring í gangi eða í þvað minnska óraunveruleikatilfinning. Jæja ég sný alla vega við og legg af stað aftur heim og nú er kannski mál að segja frá því að einu sinni setti ég fullt af ótrúlega skrítnum lögum inn á spilarann minn en síðan hef ég aðallega verið að hlaða inn einhverju drama og rólyndismúsík. Og ég geng áfram. Þegar ég er svo að nálgast Grandaskóla í mínum pirringi og mínum melankólíska fíling hlustandi á Jeff Buckley, Tom Waits, CocoRosie eða eitthvað álíka gerist tvennt mjög skrítið, eða ég upplifði það amk þannig. Næsta lag á mp3 spilaranum mínum er súrmjólk í hádeginu með honum Bjartmari og honum þarna Eiríki eitthvað, rauða eða heppna eða Hauks eða hvað hann nú hét þarna Laddakarakterinn með gítarinn og hárið og um leið og það lag byrjar að spila þá geng ég fram á litla sæta kanínu sem situr í ró og næði á leiksvæði Grandaskóla. Ég bara varð að stoppa aðeins og brosa pínu, svei mér þá ef ég fór ekki bara soldið að hlæja. Þetta er kannski ekkert sniðugt svona in retrospect en fyrir mér á meðan á þessu öllu stóð þá var þessi ganga öll bara alveg stórmerkileg. Svo þegar ég var komin heim þá var hárið mitt fast í peysunni og ég lenti í stökustu vandræðum með að losa mig úr djöfli sextíuogsexgráðurnorður. Svei mér þá, held ég treysti mér ekki í gönguna mína á morgun nema að hafa fylgd með mér! Samt óneitanlega svolítið hræðilega spennandi að vita hvað næsta orkuganga ber í skauti sér.??
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Vó, það er alldeilis. Ég fer líka í powergöngur en lendi sjaldan í svona skringilegheitum. Sá samt einu sinni ref á leiðinni heim úr skólanum. Það var ansi svalt.
Ég sakna þín bönsh. Á flug heim 9. júlí en beit ekki hvað ég stoppa lengi.
Til hamingju með nýja bloggið beibígörl
X X X
Ég reyni að stíla inn á að koma eitthvað heim að norðan á meðan þú verður á landinu. Sakna þín lika mest
Velkomin í Bloggheima Sætust. Það er greinilegt að ég verð að fara að labba yfir í 107, þar er bara allt að gerast! Gott að refurinn hennar Ástu hitti ekki kanínuna þína, hefði getað endað subbulega. Smá besserwisser skot í boði hússins; hann heitir Eiríkur Fjalar ;-)
Eiríkur Fjalar alveg rétt! takk fyrir :)
Skrifa ummæli