laugardagur, júní 17, 2006

Handboltafréttir Huldu


Vá, sjitt, mér líður eins og ég hafi verið að koma af 36 tíma vakt. Var sko að horfa á leikinn og maður lifandi, kroppurinn minn er allur í krambli! Til hamingju Ísland (þessi orð virka samt eitthvað svo skrítin eftir að Silvía Nótt fór í Eurovisjón) en mikið er ég glöð, íslenska liðið kemst á HM í handknattleik í Þýskalandi. Og það er einhvernveginn ennþá sætara að vita til þess að þeir komast þangað eftir að hafa þurft að keppa við “svíagrýluna” um sætið. Það eru 42 ár síðan Ísland vann Svíþjóð í einhverjum alvöruleik. Svíarnir verða víst að sitja heima í þetta skiptið, en það er í fyrsta sinn ever sem þeir eru ekki með á HM

Djöfull er ég búin á því eftir þennan leik maður, ég sat hérna ein heima í stofu í Tröllagilinu og horfði á litla sjónvarpið, en mig langaði ekki lítið

til að vera í Höllinni, OMG! Ég byrjaði á því að syngja þjóðsönginn hérna blíðlega og þurfti svo allan leikinn að rembast við að hafa hemil á mér. Þóra var nebbla sofandi vegna næturvaktavesens og ég varð að reyna að öskra í hljóði, það var erfitt. Í stað þess að æpa þá skaust alltaf hægri hendin upp í loft þegar ég vildi fagna og þegar ég vildi bölva þá kýldi hún út í loftið, var bara komin með nettan hemiballismus. Undir lokin var ég hins vegar komin með bráðan generaliseraðan total ballismus en þá skutust allir skankar út í loftið og sófinn stóð á reiðiskjálfi. Á ákveðnum tímapunkti var ég orðin svo æst, skrikjurnar farnar að vera háværari og ég drulluhrædd um að vekja Þóru. Þá sneri ég sjónvarpinu út að svalahurðinni og lokaði sjálfa mig úti á svölum þar sem ég sat og öskraði, alein by the way. Þarf að pústa svolítið eftir þetta .

Nr.1 Fokkings RÚV, er ekki í lagi með ykkur? Þegar örfáar mínútur eru eftir af leiknum og alveg til leiksloka eru þeir ekki með klukku á skjánum, hvað er það?

Nr.2 Verð að minnast á markvörsluna. Með fullri virðingu fyrir Birki Ívari og Hreiðari þá gengur þetta náttúrulega ekki lengur. Einhverntímann í seinni hálfleik var staðan jöfn en samt voru sænsku markverðirnir búnir að verja 20 skot og þeir íslensku aðeins 9! Spáið í því hvað útiliðið okkar þarf að leggja miklu meira á sig út af því að við höfum aldrei haft heimsklassa markmann. Ég meina, þetta er náttúrulega ekki hægt. Okkar markverðir þurfa að vera í sinni dagvinnu og sinna boltanum bara svo sem auka áhugamáli í sínum frítíma. Það er ekkert skrítið að þeir nái ekki sama standard og markverðir hinna liðanna sem eru í bullandi atvinnumennsku allt árið.

Nr.3 Hvað er með Ljubomir Vranjes. Ég meina maðurinn er 1.66 á hæð, með ístrubumbu og hann spilar fyrir utan í einu fremsta handknattleikslandliði í heimi!! Og það virkar, þetta sér maður nú ekki oft, hann er eins og eitthvað minitröll sem bara ryður sér í gegn, ógeðslega snöggur, en samt eitthvað svo asnalegur.

Nr.4 Sjitt, var að deyja þessar 2 mínútur sem við vorum 3 á móti 5. Upplifði alla flóruna af tachyarrhythmium.

Nr.5 Hvað er þetta með íslenska íþróttafréttamenn? Frasarnir maður!

Nokkrir gullmolar Adolfs Inga:

Þarna er Tomas Svensson, einn besti markvörður í heimi, þó hann sé orðinn full aldurhniginn núna”.....................What!?!

Þetta er næstum eins og Custer og félagar hans á móti indjánunum

Fyrirliðinn, snillingurinn og foringinn”.........vantaði bara sieg Heil! Þeir halda nú ekki vatni yfir Óla Stefáns...........

.............og ekki heldur yfir Guðjóni Val:
Hann fer bara eins og gasella upp völlinn!”

“4 menn á móti 6, þetta er mjög slæmt”.........no shit, Sherlock!


Jæja, nóg komið. Þóra vöknuð og við ætlum að fá okkur pizzu, enda þarf ég einhverja orku í kroppinn eftir þessa þrekraun og hún þarf orku fyrir næstu næturvakt.

Handboltakveðjur, Huldapulda (svo er það bara þriðjudagurinn, Svíþjóð – England í HM í fótbolta, vibbí!)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe, þú gleymdir í lokin

"Það lítur út fyrir jarðarför Svía fari fram eins og auglýst var"

Maðurinn er gull og við erum heppin að njóta nokkura korna frá honum!! en góður leikur, meiraseija ÉG horfði á hann!! og þú gerir það nú fyrir mig að halda EKKI með Svíum í HM:D

Nafnlaus sagði...

Ohh þoli ekki hvað ég er léleg að pikka... átti audda að vera nokkurra

Nafnlaus sagði...

Já, ekkert Svía rugl á þér Hulda mín. GO ENGLAND!!!!!!!

Sveinbjorg sagði...

Fyrst að maður er nú búinn að fatta uppá þessu bloggi þínu þá verður maður nú að kvitta fyrir sig. Leikurinn var nú bara sýndur hér á einhverri 4sport++ sem enginn virðist hafa og enginn áhugi virtist vera á þessu leik hjá Svensonunum.
Eníhú, ógó langt síðan ég heyrði í þér síðast, væri kannski hægt að bæta úr því við tækifæri!
kveðja
Sveinbjörg

já og svo nú á þriðjudaginn:
Heja Sverige!!!!

Hulda sagði...

Já Sveinbjörg, við þurfum nú eiginlega að bæta úr þessu samskiptaleysi :)

Eva sagði...

vá hvað ég er sammála þér.... hefði svoooooo viljað vera með þér í Höllinni í gær!! Sat einmitt ein og horfði á leikinn (en mátti reyndar alveg öskra :)) en fékk útkall inn í Þórsmörk þegar 5 mín voru eftir.... því miður algjört neyðarútkall og varð ég því að sleppa síðustu mínútunum.... þokkalega svekkt!!

Kveðja frá Suðurlandslæknsstrumpinum!!