Jæja, þá er maður kominn aftur á heilsugæsluna. Það er ekkert svo mikið slæmt en ég er og verð alltaf spítalakona. Þar á ég heima, þar vil ég vera. Ég á í rómantísku sambandi við spítalann. Æji, annars er allt heldur grátt og guggið hér á landi, erfitt að koma sér framúr í kuldanum og myrkrinu og erfitt að koma sér uppí rúm á kvöldin í kuldanum og myrkrinu því þá er svo helvíti notalegt að sitja við fullt af kertaljósi og lesa góða bók. Þið heyrið hvað ég lifi hröðu og ævintýralegu lífi!
Næst á dagskrá er ferðalag, ferðalag með mömmu, að hitta Ástu, og líka að hitta Ósk, Sunnu og Toby og fá að gista heima hjá þeim.
Svo koma jólin, samt ekki alveg strax.
Afríka lætur ekkert að sér kveða, sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Nú er það nýjasta Mósambík og Rauði krossinn......
Heil og sæl vinir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Bara vid Klara hefdum getad komid a heilsugæsluna til thin i læknisskodun, hun hefdi abla ekki ordid svona reid vid lækninn ef thu hefdir verid læknirinn sem skodadi hana;) Krossa puttana fyrir Afriku
Knus Sigga i Odense
Skrifa ummæli