Ég er alltaf að hugsa þessa dagana um hitt og þetta sem mig langar til að kaupa mér. Mér langar í fínan ipod og dock með góðum háltölurum sem eru nettir en samt með góðum hljómgæðum. Mig langar í hitt og mig langar í þetta. Mig langar í alls konar hluti sem ég þarf ekkert endilega á að halda og get alveg hæglega lifað án. Mig langar samt ekkert í nýjan gsm síma, ótrúlegt en satt, gemsinn minn er nebbla töff þó hann sé gamall.
Á meðan aðrir eru í neysluverkfalli virðist hugur minn æstur að senda mig á einhvers konar neyslufyllerí! Mig langar, mig langar, kaupa, kaupa. En svo hugsa ég, nei nei Hulda mín, þetta er nú bölvaður óþarfi, þetta er bruðl, vertu ekki að þessu. Og þá get ég aldrei ákveðið..........kaupa, eða ekki kaupa!
Mig langar í alls kyns dótarí, kannski ég kaupi mér eitthvað smá af því?
Annars fjárfesti ég í flakkara um daginn til að ég geti tekið back-up af harða diskinum mínum. Fólk skiptist nebbla í 2 fylkingar: þeir sem hafa lent í því að harði diskurinn þeirra crashaði og misstu allt út af tölvunni sinni, og þeir sem eiga eftir að lenda í því að harði diskurinn þeirra crashar og þeir missa allt út úr tölvunni. Ég tilheyri sko fyrri fylkingunni, og það var ömurlegt þegar einn daginn harði diskurinn ákvað að hætta að existera og ég tapaði öllum gögnunum mínum. Þrátt fyrir þessa lífsreynslu hef ég samt tekið mér ár í að réttlæta það fyrir sjálfri mér að bruðla peningum í utanáliggjandi harðan disk svo ég geti átt almennilegt back-up. En ég lét loks undan neyslufylleríisheilanum mínum og keypti græjuna. Og græjan er nægilega stór til að ég geti tekið back-up af minni tölvu, mömmu tölvu og Ástu tölvu. Ótrúlega töff.
Jæja, best að ég haldi baráttunni áfram í huga mínum um hvað mig langar í, hvað ég vilji kaupa, og hvað ég ætti nú ekkert að vera að kaupa því það er djöfuls bruðl og óþarfi.
Maður er ruglaður í hausnum!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Hey kauptu bara allt sem þig vantar og helmingin af því sem þig langar í og málið er dautt;)
Hulda, við vorum að fatta að það er svona Patch Adams trúðalæknastofa hérna á móti! Og svo föttuðum við að þú yrðir frábær svona trúðalæknir. Keyptu þér dockið og ipodinn ef þú getur, þú sérð aldrei eftir því. Knús og kossar, HS - ps.hvernig var á árshátíðinni?
Árshátíðin var bara fín og gekk bara nokkuð vel.........já, og ég var stórglæsileg ;)
loooksins komin í tjillið í sverge og loksins komin með net. Byrjum samt á byrjun:
FÓRSTU Á BONNIE PRINCE BILLIE?!?!? oooo mig langar á hann... eru víst tónleikar með honum í köben í mars en uppselt:( er búin að hlusta á kallinn í mörg ár eða frá því hann hætti að vera Will Oldham. Ooooo.
Góðu fréttirnar eru að ég fer á Arcade Fire eftir viku sem er barasta alls ekki verra!!!
Þú varst óneitanlega stórglæsileg á árshátíðinni krútturass. Lovvjú rillí mödds og ps: lenti í e-u sænsku partíspjalli um daginn þar sem e-r fór að tala um Keikó... AAAHAHAAHAHAAA júnó Æ nó Keikó, hí is mæ frend from hvað var það Reyðarfjörður?!?! Æ rilí heftúsei að enginn náði brandaranum en ég hló mikið. Sem var gaman.
Endilega skella sér á Ipod og dokkinn... algert möst að eiga svoleiðis :)
úff kannast svo við svona hugsanir þar sem manni finnst manni vanta allt og sér sig fyrir sér hamingjusamari og fullnægðari persónu ef maður eignast hlutinn sem hugurinn girnist. En utanáliggjandi harður diskur er samt MÖST, langar ekki alveg að spandera einum Kron skóm í svoleiðis tæki, en ég gratulera með gripinn.
Kron, mmmmmmmmmmm, nammi namm, elska skó, elska Salvador Sapena
Skrifa ummæli