sunnudagur, febrúar 17, 2008
laugardagur, febrúar 09, 2008
Vá....
Það er þáttur á ITV sem heitir Hey Paula! og hún er bara alltaf full....eða eitthvað. Crazy lady!!!
Vetrarþögn
Bæ í bili
mánudagur, október 08, 2007
Riga, Vilnius og Edinborg
Svo fékk Ásta ekki töskuna sína þegar komið var til Riga og eftir nokkra eftirgrennslan komst starfsfólk flugvallarins þar að því að taskan hafði orðið eftir í Hollandi, hún skilaði sér þó sem betur fer strax daginn eftir svo þetta var ekki svo slæmt
Extreme close-up af Huldu í Riga
Eftir 3 daga í Riga sem við notuðum til að vera pínu veikar, ganga helling um og skoða, sötra Lettneskan bjór og borða tælenskan mat skelltum við okkur svo á Sky-bar á laugardagskvöldið til að fá að smakka besta Mojito borgarinnar sem var bara búinn!! Fengum samt bara einhverja aðra ljúffenga kokkteila og ekki skemmdi útsýnið fyrir en barinn er á efstu hæð á hóteli í miðborg Riga og þar er hægt að sjá panoramic útsýni yfir alla borgina. Slöppuðum svo af á sunnudaginn og á mánudagsmorgun lögðum við í langferðalag og keyrðum til Vilnius, Litháen.
Meira um næsta land í næstu færslu
mánudagur, september 10, 2007
Farin út á morgun.....
mánudagur, september 03, 2007
Bannað að prumpa
föstudagur, ágúst 10, 2007
Samwell - Elska þetta!!!!
Í útskriftarveislunni minni í júní var ég kynnt fyrir þessum gaur og vídeóinu hans.........lov it lov it lov it lov it......þetta er búið að vera aðalgrínið í allt sumar. Ég andast þetta er svo ógeðslega frábært. Fæ ekki nóg af Samwell og What What In The Butt. Þið verðið að horfa aftur og aftur og aftur.
Flathafragrautur
Hefur einhver smakkað svoleiðis? Verð að viðurkenna að því meira sem ég hugsa um þennan flathafragraut sem mig dreymdi því forvitnilegri þykir mér hann. Fengist meira að segja líklega alveg til að smakka hann.
fimmtudagur, júlí 26, 2007
Auðkennislyklar eru ekki smartir
Þoli ekki þennan ljóta gráa kubb sem hangir í lyklakippu hverrar einustu manneskju hér á landi!!
miðvikudagur, júlí 18, 2007
Víkingur 2007
Eftir súperdúper hringferð um landið okkar góða með útlendinga tvo var haldin þvílík Víkingaveisla á Reynishólum. Nýja borðstofan okkar rúmaði auðveldlega 15 manns við matarborð og kom bara ljómandi vel út. Um helgina á Hólunum var einnig háð Víkingaspilstúrnament en eftir harða baráttu fór svo að Ninna og Árni báru sigur úr býtum. Hér koma nokkrar myndir frá leikunum.
þriðjudagur, júní 05, 2007
Etteralltaðkoma!
Er núna á Akureyriss, kem heim á föstudag, er svo að fara að útskrifast bara bráðum.
Hef ekki alveg tíma núna til að tala rosa mikið um hvað var rosalegt í Tælandi því ég er á vakt, en ég ætla sko alveg að gera það bráðum, og jafnvel að láta nokkrar myndir fylgja með.
Síjúleiter
laugardagur, maí 05, 2007
Klossaklessa
miðvikudagur, maí 02, 2007
mánudagur, apríl 23, 2007
Jæja og þá eru árin orðin 27!
(Veit ekki alveg með ykkur en mér finnst eitthvað pínulega dónalegt við þessa síðustu línu! Skil ekki alveg afhverju, það væri bara alveg hægt, ef vildi maður, lesa út úr þessu hálfgerða kynferðislega tvíræðni, kveldúlfur ha, ja hérna og jæja!)
Þangað til næst
xxx
fimmtudagur, apríl 19, 2007
Meika ekki...........
Ég hatennan skóla!
mánudagur, apríl 09, 2007
Komin............
Búin að fara til Raufarhafnar og komin aftur þaðan
Í kvöld er það svo Björk og Hot Chip, og líka smá bónus...........Antony Hegarty úr Antony and the Johnsons skilst mér ætli nebbla að koma og taka smá syrpu með Björk, örugglega mjög töff blanda!!!!
þriðjudagur, mars 27, 2007
fimmtudagur, mars 22, 2007
Allt á afturfótunum..........
Í gær var helv.... skattframtalið mitt með vesen.
Í dag kom maður að gera við uppþvottavélina og þegar ég er rétt búin að punga út 16 þús kalli fyrir viðgerðinni og ekki einu sinni búin að fá að prufukeyra nýviðgerða uppþvottavélina heldur rétt þar sem ég stend og er að raða inn í hana þá.............
............byrjar að hellast vatn úr loftinu hjá mér!!!!!!
Veit ekkert hvað ég á að gera í þessu, skil ekki hvaðan vatnið kemur (það er reyndar stórstormur úti en ég veit ekki til þess að hér hafi áður lekið) og ég er satt best að segja orðin drulluþreytt á þessari afturfótagöngu á öllu saman.
Og mitt í þessu rugli öllu saman, á meðan ég er eitthvað að laga til í náttborðinu hennar mömmu, þá finn ég eitthvert ljótt nýaldarkjaftæðis bókamerki og á því stendur:
"Happiness is the result of total appreciation of all that life gives you at every moment"
Eriði á grínast í mér? Seriously!?! Seriously??????????
Púff, er eins og sprungin blaðra. Djöfuls rugl.
miðvikudagur, mars 21, 2007
Skattur Schkmattur!!
Hefur annars einhver prófað það? Gerist eitthvað stórt og agalegt ef maður bara hreinlega skilar ekki? Pælum aðeins í þessu? Rebel rebel, uppreisn.
Recognize!!
föstudagur, mars 16, 2007
Hugleiðangur
Úti er hrikalega fallegt núna, það er dimmt og kyrrt og það kyngir niður snjó. Svona flottum stórum snjókornum sem fá að falla í friði. Á morgun finnst mér þetta samt örugglega ekkert svo fallegt þegar ég þarf að vaða í gegnum snjó og slabb til að fara í vinnuna :) .......en akkúrat núna er fallegt og þá um að gera að njóta þess.
Á sunnudaginn næsta, 18.mars, er afmælisdagur mömmu. Á sunnudaginn er líka Mother's day í Bretlandi, ekki í Ameríku samt og þ.a.l. ekki á Íslandi heldur því samkvæmt upplýsingum á netinu höldum við mæðradag hér á sama tíma og Kaninn, sem er annan sunnudag í maí. En í Bretlandi er Mother's day á næsta sunnudag, og ég er líka Breti skilst mér, þó að ég sé Íslendingur. Þegar ég heyrði í Ástu systir um daginn sagði hún mér frá því að hún hefur verið að segja vinum sínum að vera extra góðir við mæður sínar á sunnudaginn. Mér finnst þetta fallegur boðskapur og ætla því að taka undir það sem systir mín bestasta segir. Við fáum víst ekki að óska mömmu til hamingju með daginn á sunnudaginn og úr því að það er nú líka Mother's day í Bretlandi þá skulu allir sem eiga mömmur vera extra góðir við þær og gera eitthvað sérstakt fyrir þær, hversu stórt eða smátt sem það kann að vera. Mömmur eru yndislegar verur, það borgar sig að láta þær vita af því öðru hverju því þá verða þær svo ofsalega glaðar. Það er nú alltaf þess virði að gleðja mömmuna sína.
Lofið okkur því........næsti sunnudagur........mömmudagur..........ok?
Svo fá þær bara annan mæðradag í maí ;)
xxxxxxx