miðvikudagur, desember 13, 2006
Akureyrisss hefur endurheimt mig
Ég er komin í vetrarríkið ógurlega Akureyrisss. Skrítið hvað er einhvern veginn miklu meiri vetur hér en heima. Er hér bara í nokkra daga að leysa af á FSA, það var nú ósköp gott að koma aftur á spítalann og vinna, sjá kunnuleg og vinaleg andlit og njóta þess svo að sitja ein á kaffi Amor með tölvuna mína og rauðvínsglas og reyna að finna eitthvað sniðugt á netinu að lesa. Kvíði því reyndar að koma mér aftur heim í Stekk, í snjóþyngslunum og upp allar brekkurnar með matarinnkaupin. Fékk nebbla heila stóra íbúð í húsi sem spítalinn á undir litlu mig. Annars er lítið að frétta af mér annað en Afríkuferðin er nú staðfest. Flugið keypt og búið að hrúga bóluefnunum í upphandleggina á mér. Nú er því bara að reyna að fá sem mesta vinnu hérna til að ég geti fjármagnað þetta einhvern veginn. Þetta verður ævintýri.
Meira seinna
xxxx
Hulda
mánudagur, desember 04, 2006
Landið sem gleymdist.....
föstudagur, nóvember 24, 2006
Senn er það á enda
Skál fyrir því og aftur, skál!
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
Ég er farin....
mánudagur, nóvember 06, 2006
DanceMASTERS!!!!
Við Sigrún höfum unnið lengi að þessu, þið getið ekki ímyndað ykkur hve margar klukkustundir og hve margir lítrar af blóði, svita og tárum þessi meistaraverk kostuðu okkur. Fjölskylda og vinir voru vanrækt, híbýli okkar ekki þrifin svo mánuðum skipti og vinnan á bak við afrekið kostaði okkur svo mikið að við höfum nú verið lýstar gjaldþrota og erum á svörtum lista úti um alla bæ.
Búið ykkur undir bombu. Athugið, hafið hljóðið á....það er algjört möst eins og maður segir.
Fyrst er það meyjardansinn, þar erum við goofballs
Svo tókum við annan pól í hæðina og dönsuðum sem sex gods, sem við erum náttúrulega.
Ég hvet ykkur öll til að sýna þolinmæði og gefa ykkur góðan tíma til að horfa á bæði myndböndin, það er nokkuð ljóst að þvílíka hæfileika sjáið þið aldrei aftur. Ég vona að þið haldið meðvitund og líðið ekki útaf vegna ótvíræðra yfirburða okkar Sigrúnar á dansvettvanginum.
RECOGNIZE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
DIY
En djöfull var ég sósuð á sunnudaginn, var með undarlegan skjálfta og varð ekki mikið úr verki. En ég var stolt af listaverkinu á Framnesveginum :)
föstudagur, nóvember 03, 2006
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
Hey þið ónytjungar!!!!
Viljiði?!?....
Lesi lesi lesi...lesi útí sveit
Gæti ég setið heima allan daginn undir sæng og úti væri rok og rigning og rosa læti og ég ætti alltaf heitt á könnunni yrði ég agalega glöð og notaleg kona.
Endilega komið með ábendingar um næstu lesningu mína því eins og þið vitið þá þjáist ég af valkvíða in extremis.
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Drungi hversdagsleikans
Næst á dagskrá er ferðalag, ferðalag með mömmu, að hitta Ástu, og líka að hitta Ósk, Sunnu og Toby og fá að gista heima hjá þeim.
Svo koma jólin, samt ekki alveg strax.
Afríka lætur ekkert að sér kveða, sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Nú er það nýjasta Mósambík og Rauði krossinn......
Heil og sæl vinir
mánudagur, október 09, 2006
Ég hef engu gleymt þó að ég tali ekki um það....
Jæja góðir hálsar, nú er ég sem stendur á krossgötum. Ég er að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að halda áfram með þetta blessaða blogg eður ei. Finnst eitthvað svo hjákátlegt að vera að reyna að finna eitthvað að segja til að pósta hérna á þessa forláta síðu. Samt er eitthvað skemmtilegt við þetta.
Krít var yndisleg, var samt rænd, en einhverntímann er allt fyrst er það ekki? Fer þangað aftur seinna og hefni mín. Kom heim beint í fullt af asnalegum prófum og hef síðan verið í heilsugæslu. Er sem stendur á Selfossi og fór meira að segja á Hraunið í dag, aldrei komið þangað áður.
Hef ekki fengið svör frá Tanzaníu enn, vonandi fer eitthvað að skýrast í þeim málum sem fyrst, er samt svo nýbúin að senda umsóknina og þetta getur tekið tímann sinn.
Jæja nóg í bili, sjáum til hvort færslurnar verða fleiri :)
......það er víst best geymt sem er tengt sorg eða trega, þögnin mitt eina vé.
þriðjudagur, september 05, 2006
Crete bestast
Er a Kritinni med Thoru vinkonu. Erum i filinginum bestasta og mestasta. Vorum ad fa okkur tattoo og komumst ad tvi i sameiningu ad vid erum low class og thora er unfaithful hora. Annrs er allt tad bestasta hedan. Erum ad fara ad sigla og snorkla a morgun, ef tad verdur runnid af okkur. ae, forum samt to vid verdum fullar. Bae bae Hulda og Thora trailor trash pakk!!!!
miðvikudagur, ágúst 30, 2006
Boohoo
Annars kem ég heim á föstudaginn, fer í brúðkaup á laugardaginn, pakka niður aftur á sunnudaginn og fer í 1 viku í afslappilsisferð. Úff hvað það verðu gott og notalegt, smá frí áður en alvara lífsins hefst á ný.
þriðjudagur, ágúst 29, 2006
Furðuverk, fáránlegt og fávitar
Svaka geirur!
Að menn skuli eyða tíma og peningum í jafn fáránlega hluti og að framleiða sérstaklega vatnsmelónur sem eru kassalaga í stað þess að vera hnöttóttar.
Tesco ætlar að flytja þessar melónur inn til Bretlands frá Brasilíu og þeir segja að vegna nýrrar lögunnar verði mikið auðveldara og aðgengilegra að borða þessar melónur því það er hægt að bera þær fram í löngum ræmum í stað þess að þurfa að hafa melónuna í bátum. Mikið er ég fegin, ég nebbla set það fyrir mig að melónan er í bátum og get því ekki borðað hana því þa er svo óaðgengilegt og erfitt.
Nú get ég farið að borða vatnsmelónur eins og vindurinn því það verður hægt að fá þær kassalaga!
Þessi Serbi var nú aldeilis sniðugur. Hann hafði verið að drekka Rakia með félögunum og horfa á sjónhverfingamann í imbanum sem var svona sverðgleypir. Þá fengu Serbinn og vinir hans nú aldeilis góða hugmynd. Úr varð veðmál upp á tíu pund sem endaði með því að þurfti að drífa manninn á slysó þar sem þessi röntgenmynd var tekin af honum. Ég læt fylgja hér frekari frásögn af málinu og smá viðtal við snillinginn og vin hans.
He had to be rushed to the local hospital after swallowing a knife with an eight inch blade, eight nails, two spoons and a couple of clothes pegs to win the ten pound bet.
His friend Aleksander Tadic, 25, said: "He stood in the corner of the room and was holding this stuff above his head and swallowing it with his head tilted back, and we all thought it was just part of the act. We had no idea he was really swallowing it. He must have been really drunk to have managed to get it down his throat without gagging. I can't believe he really swallowed all that junk - I thought he was just pretending and then hiding it in his pockets or something.
"We only realised there was something wrong when he collapsed and we checked to see where the knife and nails were hidden and could not find them. Then we realised he really had swallowed them."
Doctors at the city hospital in Uzice in southwest Serbia carried out an X-ray to locate the metal objects.
Dr Maja Gulan said: "He was lucky. His stomach or intestines were not significantly injured. It could have been very different. Doctors successfully removed all the items in a five-hour operation."
Dankovic who is still being kept in hospital, said: "I don't remember a thing until I woke up here in hospital with a sore throat and 30 stitches on a cut on my abdomen. My girlfriend has told me she hopes they got everything out, we are planning to fly on holiday next month and she doesn't want me getting stopped by the airport metal detector."
Frábært!!!
fimmtudagur, ágúst 24, 2006
Af auglýsingum.........
"Til sölu nýtt og ónotað, bensín, hlaupahjól, 43cc, rafstartað. Verð 43 þús. Uppl. í s.xxxxxxx"
Það tók mig smá tíma að fatta þennan, fyrst hugsaði ég bara: "Nice one! Gott hjá honum að selja nýtt og ónotað bensín!"
Ríkisútvarpið einhverntímann um daginn þegar ég lá í móki í sólinni:
"Rennihurðafataskápatilboð"
Borgar maður per orð eða? Eða var þessi bara að reyna að spara krónurnar með því að sleppa stafabilum?
þriðjudagur, ágúst 08, 2006
Bobby beibí Ewing
..........Bíddu nú við hugsaði ég þá, hefur maður A aldrei séð Bobby Ewing, það er nú ekki eins og hann líti út fyrir að vera æðislega þráðbeinn!!!! Dveljum aðeins við þessa hugsun, ég læt hérna fylgja mynd af hinum umrædda Bobby
Obb, bobb, Bobby!!!
Good times, Hulda
miðvikudagur, júlí 26, 2006
Ég samgleðst....
....Guðrúnu Lilji vinkonu fyrir ótrúlega fallegu nýju íbúðina og þakka henni um leið fyrir yndislegt nostalgíukvöldstund sem ég, hún og Ásta systir áttum um daginn í Safamýrinni.
....fótunum mínum fyrir nýjasta skóbúnaðinn en fallegu Crocs skórnir mínir eru það allra þægilegasta sem til er í öllum heiminum fyrir þreytta vinnandi fætur.
....myrkrinu fyrir að vera komið aftur til landsins. Ég var farin að sakna þess mjöööög mikið, það er bara ónáttúrulegt að lifa í svona endalausri birtu. Því fylgir bara eirðarleysi og njálgur í rassi, manni finnst alltaf eins og maður eigi að vera að gera eitthvað annað en að lummast. Nú er loks hægt að slaka betur á og tappa inn í dimmustu hugasfylgsni sín á ný þá að það geti hins vegar verið misjákvætt.
....Ástu systur fyrir að hafa fundið leigjanda að íbúðinni sinni og yndislegu kisunum tveimur, Magga og Lísu.
....sjálfri mér og Sigrúnu vinkonu fyrir að hafa í einhverju skyndibríaríi í dag alltíeinu bókað okkur ferð til útlanda í haust..........jibbí vei vei............að slaka loksins á í hausinn sinn verður guðdómlegt!
....óprúttna náunganum sem kýldi niður Möggu frænku og stal peningum úr kassanum hjá henni fyrir að hafa drifið sig í meðferð og hringt í hana til að biðjast afsökunar.
....Reyni fyrir að eiga afmæli á ekkiámorgunheldurhinn.
....Guðrúnu Lilju fyrir að eiga afmæli á ekkiámorgunekkihinnekkihinnekkihinnekkihinnheldurhinn.
....Öldu og Gauja fyrir að ætla að hnýta hnútinn.
....Írisi og Þresti fyrir að ætla líka að hnýta sinn hnút.
....Guðrúnu og Gumma fyrir að hafa líka fundið leigjanda og að vera að fara í smá útlandaferðalag saman.
....sjálfri mér fyrir að ætla loksins að lesa Góða dátann Svejk en það hefur verið á stefnuskránni allt frá því ég kom fyrst til Prag árið sautjánhudruðogsúrkál og spilaði þar með Kammerblásarasveitinni á miðju torginu í Stárometsky Nám (man ekki alveg hvernig það er skifað, allavega gamla miðbænum þiðvitið).
....og fleiru og fleiru og fleiru og fleiru
Luv
Hulda
mánudagur, júlí 24, 2006
Tóm í hausnum!
xxx
Hulda