föstudagur, febrúar 13, 2009

Road trip med Elvis............og yfir Kyrrahafid til Samoa

Hallo hallo.

Margt hefur a daga okkar drifid fra tvi vid bloggudum sidast. Vid heldum afram ad skoda okkur um i hinni storfenglegu San Francisco, heimsottum Castro, Mission og Japantown - hverfin, forum til Alcatraz og doludum okkur vid eitt og annad. Fylgdumst lika med skrudgongu tvi tad var verid ad fanga kinversku nyari. Eitt kvoldid satum vid ad sumbli a Columbus og tar nalgadist okkur madur sem vildi fa ad spila fyrir okkur a gitar. Vid leyfdum honum tad og spjolludum soldid vid hann, komumst ad tvi ad hann heitir Elvis (eg fekk ad sja skilrikin hans) og lifir a tvi ad flakka um og spila a gitar, og ja hann
er pothead.
Hann for svo ad spila annars stadar en kom svo aftur um klukkustund sidar og sagdi okkur ad farid sem hann hafdi haft til San Diego daginn eftir hefdi klikkad og spurdi hvort ad vaeri sens ad hann fengi ad sita i hja okkur til L.A. Okkur fannst tad nu i lagi og sogdum honum ad hitta okkur kl 9 tann 9.februar a bilaleigunni. Tar beid hann svo blessadur tegar vid maettum morguninn eftir og var med aleigu sina med ser, 2 gitara og litla flugfreyjutosku med einhverjum pjotlum i. Vid komumst fljotlega ad tvi ad Elvis er heldur malgladur madur sem hefur vida farid og marga fjoruna sopid........og nu vitum vid aevisogu hans tvi hann sagdi okkur hana......og sumt sagdi hann okkur oftar en einu sinni. Eg held ad hann se kannski pinulitid heilaskemmdur eftir alla neysluna tvi enginn edlilegur 35 ara madur endurtekur sig svona oft. Hann var nu reyndar halffredinn allann timann tvi i hvert skipti sem vid stoppudum eitthvad ta fekk hann ser soldid i haus :)

Vid runtudum sudur eftir tjodvegi 1 eda pacific coast highway sem hann er lika kalladur, stoppudum i borgum og baejum a leidinni og nutum utsynisins. Raudi Chevrolettinn stilltur a cruise control, ipodinn ploggadur i samband og vid hlustudum a prydis ferdamusik a medan Elvis maladi :) Stoppudum eina nott i San Luis Obispa a moteli (keyrdum Elvis a hostel tvi eg vildi ekki leyfa honum ad sofa i bilnum) og keyrdum svo til L.A naesta dag. Settum Elvis ut i Santa Monica og komum okkur svo bara a flugvollinn eftir sma rolt i Santa Monica og kaffisopa. LAX svaedid er massift, tad tok okkur oratima ad koma okkur a bensinstod og ad skila bilnum. Velin okkar lagdi svo af stad rumlega tiu um kvoldid til Apia a Samoa.

(Myndir her ad ofan....1 Hulda ad fiflast i veggmyndunum i Mission. 2 Asta ad fylgjast med Chiese new year parade. 3 ELVIS)

Asta a Alcatraz


Buid ad stinga Huldu i einangrun


Vid Greyhound Rock einhversstadar vid Pacific Coast Higway

Asta vid Santa Monica Pier

A Samoa tok a moti okkur loftslag sem er soldid mikid frabrugdid tvi sem vid eigum ad venjast. Heitt og rakt. Fengum litla Hyndai Getzinn okkar a flugvellinum og keyrdum af stad i leit ad strakofanum okkar. Almattugur hvad tad er fallegt herna, ekki likt neinu sem madur hefur adur sed. Fundum Sina PJ og fengum kofann okkar sem er vel stadsettur a strondinni, frabaert utsyni! Allt mjog basic, engin aukataegindi en alveg frabaert. Faum heimaeldadan kvoldmat og morgunmat a hverjum degi og tad er vel passad upp a mann.
Helv..... moskitoflugurnar eru strax bunar ad na okkur og for Asta heldur verr utur tvi en eg, taer eru rosalegar flugurnar her, hlussublodsugur.
I dag erum vid svo bunar ad vera ad keyra um og lita i kringum okkur, forum til Apia og keyptum turbo flugnafaeluspray og a morgun byrjar kofunarnamskeidid okkar.

Kofinn sem vid buum i her a Samoa

Utsynid ur kofanum okkar, vid tetta voknum vid a morgnana.

Strondin okkar


Asta a Coconuts Beach Club

Fagur fagur foss a Upolu

Samoa er mjog sertakur stadur og margt mjog spes vid samfelagid her og lifnadarhaetti folks, umfram allt eru to allir mjog vinalegir her. Enginn ad flyta ser og allir ubersvalir! List vel a tetta:)

Bidjum kaerlega ad heilsa. Yfir og ut.

sunnudagur, febrúar 08, 2009

Asta's and Hulda's landmark recognition and word quiz, Nr.1 and 2

Put the pictures together and try to figure out a word, words or saying that makes sense. Post your answers as comments and remember to sign.

Quiz nr.1:







+







Quiz nr.2:










+







The contestant with the most correct answers at the end of our trip may get a prize.......Happy guessing!!!

föstudagur, febrúar 06, 2009

We made it

We're in San Franscio, finally. We like it here, the natives seem friendly and the city is both beautiful and interesting. I can report that it takes about 45 minutes to walk across the Golden Gate Bridge and during the walk one is offered many opportunities to call a crisis councelling hotline. Good, eh? I have also learned that the Cheesecake Factory in Macy's on Union Square gives you amazingly tasty bread for free! A good tip for these credit-crunchy times. Another finance tip; do not let pushy salesmen bully you into buying expensive gadgets under the pretense that they are giving you an "amazing deal". I had a narrow escape from a salesman yesterday and having googled the item he was trying to sell me, I can tell you that it was severely overpriced. I am ashamed to admit thet he almost got the better of me, I am a bit of a pushover sometimes.

Anyhoo, enough of that! We have generally been having a lovely time, touring the city on both foot and double decker tourist bus. There are a couple of areas we have yet to explore, but hopefully we will set out to new places today, weather permitting.

Speaking of weather, I have noticed a disturbing trend. We arrive to a new place. The weather is lovely. We stay a while. The weather gets worse. I wonder if this will continue once we get to the tropics. Will we cause monsoons? Hurricanes? Are we that powerful forces of nature? Yes, we probably are!

Please look at the post below for pictures of our trip so far (yes, the one in foreign). The pictures feature:
A sign, read it yourself.
Groovy murals on a house in North Beach.
Pretty pastel houses.
Six Sisters, or Painted Ladies.
Hulda is afraid of being sent to Alcatraz.
Asta by Lombard Street.
Asta enjoying the view from Alamo Square.
Us on Golden Gate Bridge.
Hulda on Filbert Street, fooling about on the 31.5 degree incline.

If you're going to San Francisco......

...koddu ta og hittu okkur Astu i pintu. Ja tad er rett, vid komumst loks til fyrirheitna landsins. Til borgarinnar tar sem skilti sem tessi eru naudsynleg tvi allar brekkur eru svo helv.... brattar ad miklar skemmdir geta ordid ef madur passar sig ekki tegar madur er ad leggja bilnum. Flugferdin gekk ljomandi vel, vid vorum adallega svo rosalega fegnar tvi ad komast loks af stad, en tott otrulegt megi virdast ta var velin alls ekki full og vid fengum eina 4 saeta rod utaf fyrir okkur.

Vedrid var yndislegt her tegar vid komum, hlytt og solskin og vid roltum heilmikid um borgina fyrsta daginn. Sidan hafa skipst a skin og skurir og nu er eiginlega bara rigning, tvi eru Californiubuar hins vegar mjog fegnir tvi tad hefur verid turrkur i gangi her.



Vid hofum nu tegar nad ad gera otrulega margt i tessari skemmtilegu borg og hofum heimsott flest oll hverfin nema Japantown og Misson & Castro en tangad aetlum vid seinna i dag. Husin her eru storkostleg, mjog litrik en to gjarnan i pastellitum...bleik og lilla og svoleidis, oft mikid skreytt og med turnum og bogagluggum og odru finerii.

Vid hofum runtad heilmikid her um og gengid alika mikid. Gengid upp brottustu gotuna her i borg sem er i 31,5 gradu halla, tad voru nu barasta engin atok tvi vid vorum med svo mikinn fiflagang i myndatokunum. Rolt heilmikid um Fisherman's Wharf og rakumst loks a vin hennar Gudrunar vinkonu, runnamanninn! Heyrdum reyndar adra fyndari sogu af teim maeta manni sem vid turfum ad segja ter Gudrun tegar vid komum heim. Vid hofum baedi keyrt yfir og gengid yfir Gullna hlids bruna, bunar ad finna The Cheesecake Factory.........mmmmm, og eg veit ekki hvad og hvad. Nenni nu ekki ad vera her ad telja upp hvert okkar skref enda ekkert skemmtilegt fyrir ykkur ad lesa tad. Vid erum amk i mjog godum filing, allt gengur vel og vid skemmtum okkur konunglega. Nu a eftir er stefnan tekin a bilaleigusvaedid ad reyna ad finna besta dilinn, en vid hyggjumst leigja okkur bil og leggja af stad akandi til L.A. a manudaginn. Tadan eigum vid svo flug til Samoa a tridjudagskvoldid. Bidjum ad heilsa ollum og vonum ad lifid se gott hja ykkur lika. Laet her fylgja nokkar myndir i lokin.

p.s. siminn minn er rafmagnslaus og eg nennti ekki ad hafa med mer straumbreyti svo hann verdur ekki hladinn fyrr en um midja naestu viku.
Alcatraz i baksyn.Asta vid botn hlykkjotta hluta Lombard Street

Asta a Alamo Square tar sem faest gott utsyni yfir borgina og tar eru lika "the six sisters" eda "the painted ladies" husin sex sem sjast a mynd her ofar i faerslunni Vid ad ganga yfir Golden Gate bruna








Eg a Filbert Street, brottustu gotunni i San Francisco, tad er allt skakkt!

þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Hopefully...

... we will be going to San Francisco today. Yeasterday our flight was cancelled due to the snow and we ended up staying the night in the oh so swanky Rennaissance Hotel. It was pretty ok, actually. After we had gotten over the inital disappointment we checked into our room, got into our robes and slippers and had a lovely time mocking the English incompetence when it comes to snow. Our time here in London has been lovely, but now it is time to leave for warmer climes, fingers crossed that we will get there today.

Ef thu ert hissa a enskunni, ekki hafa ahyggjur, bloggid er bara ordid tvityngt!

mánudagur, febrúar 02, 2009

Fall er fararheill.......

.....ehemm, veit vid lofudum ad naesta bloggfaersla yrdi fra USA.....en vid bara komumst ekki tangad. Voktum lengi i gaerkvoldi og ahyggjurnar mognudust med hverju snjokorninu. Eldsnemma i morgun komumst vid ad tvi ad vid yrdum ad taka leigubil tvi straeto var ekki ad ganga og tuban i vandraedum lika vegna snjosins. A leidinni i bilnum sagdi bilstjorinn okkur ad allir flugvellir i London vaeru lokadir, tad hefdi ekkert upp a sig ad fara a vollinn en vid badum hann vinsamlegast um ad koma okkur a Heathrow samt, vildum fa ad heyra tad fra flugvallarstaffi ad ekki yrdi flogid. Komum a Heathrow og allt i godu, ekki buid ad tilkynna um seinkun eda cancel a okkar flugi, velar ad fara i loftid a fullu og vid tjekkudum okkur inn. Fengum okkur bita og stordum a skjainn sem engar upplysingar gaf um ad ekki vaeri i lagi, bidum bara eftir gate-numeri. Sa reyndar ad flugi til Miami hafdi verid cancellerad og fekk sma hnut i magann en ta benti Asta a annad flug til USA sem var ad fara. Bidum, bidum, sma sudoku og krossgata og litum upp a skjainn reglulega tangad til eg sa tad...............San Francisco VS19.........CANCELLED!!! O nei, ekki gaman. Forum til ad fa upplysingar hja konu sem var bara asnaleg og vissi ekkert og akvadum ad skipta lidi til ad bestar likur vaeru a ad vid fengjum bokad annad flug. Ninjastrategy tid skiljid.............smart like NINJA! Hulda for ad na i toskur sem var nattrulega buid ad koma fyrir um bord i flugvelinni og Asta hljop ut med baedi vegabrefin og fann Virgin Atlantic deskid. Eftri langa bid eftir toskum for eg fram og leitadi ad Astu, vei vei vei henni tokst ad fa saeti fyrir okkur i velinni a morgun. Hun hafdi ta komist ad tvi ad flugvel hafdi skautad utaf flugbrautinni skommu adur og tvi verid ad aflysa ollum flugum um sinn. Gott vid drifum okkur nidur tvi tad er alls ovist ad vid hefdum fengid saeti um bord i velinni a morgun hefdum vid bedid lengur tvi velin i dag var alveg fullbokud.

Hvad nu, allt lamad i Englandi utaf "EXTREME WEATHER CONDITIONS"............MINN RASS!!!! Ju ju vissulega mikill snjor en eftir tvi sem madur sa i frettum voru gotur ordnar audar en enginn straeto gekk og faar lestir, leigubilar lengi a leidinni, long bid eftir teim og umferdarteppur vida. Annad flug eldsnemma i fyrramalid. Ta var bara eitt i stodunni.......flugvallarhotel! I stad tess ad reyna ad ferdast aftur a Kingsland road, sem vid vitum ekki hvad hefdi tekid langan tima eda gengid vel tekkudum vid okkur inn a Rennaissance hotelid sem er her i nokkura min fjarlaegd fra hotelinu. Storflott breskt eighties hotel......picture it in your minds. Beint i sloppinn og inniskona sem fylgdu herberginu og undir saeng. Kiktum a frettir og hlogum, tad er alveg hreint otrulegt hvad allt lamast her ef snjoar sma. Eg meina tad er ekki eins og hafi verid stormur! En teir eru vist ekki undir tetta bunir, enginn a vetrardekkjum, engir saltarar eda sandarar eda rydjarar. Mesta snjokoma i Englandi i 18 ar, voda fallegt, voda heimilislegt, voda mikid bogg. Hundrudir skola lokadir, almenningssamgongur liggja alveg nidri (tratt fyrir audar gotur nota bene) milli 200 og 300 flugum verid aflyst og hvad og hvad. Folk ad senda sms i frettirnar um hve marga cm af snjo teir hafa heima hja ser og senda myndir af SNJO! sem eru svo syndar i frettatimanum....pinu fyndid. Folk her meira ad segja gengur um med plastpoka utan um skona sina, ahaaaaa......eiga bara eftir ad detta a hausinn, eg meina folk her gengur um i hellirigningu a skonum an plastpoka, tad er bara eins og folk viti ekki hvad snjor er!

En sem betur fer vorum vid tvaer saman, hefdi ekki verid gaman ad standa i tessu einn, okkur finnst tetta bara fyndid nuna to vid hofum verid soldid svekktar i morgun. Tetta er vist bara hluti af aevintyrinu, alltaf tarf vist eitthvad ad fara urskeidis a svona ferdalogum og best ad koma tvi bara fra sem fyrst. Tad er eins og sagt er.........fall er fararheill!

sunnudagur, febrúar 01, 2009

Leikhus i Londres

I gaer fengum vid Asta afmaelisgjafir, eina pinu sidbuna og hina mjog snemmbuna en afmaelisdagar okkar marka svona nokkurn veginn (innan nokkura vikmarka) upphaf og endi tessa ferdalags okkar. Asta 25.jan og eg 23.april. Afmaelisgjafirnar voru bod i leikhus fra Osk og Toby. Tau aetludu i fyrstu ad koma med okkur og valid a stykkinu var byggt a tvi ad tegar Osk var tiltolulega nyflutt til London hitti hun mommu og pabba her. Pabbi var storhneyksladur a henni ad hafa ekki verid buin ad fara i leikhus i Lundunaborg og sagdi henni ad ef hun aetladi ad sja eitthvad ta aetti hun alla vega ad fara og sja The Woman In Black. Hun hefur ekki ennta farid ad sja tad og sokum oroleika litla pungs sidustu kvold akvadu hjonaleysin ad vera heima i garkvoldi og senda okkur systur i leikhus svo hun verdur ad finna annad taekifaeri. Vid systur erum nu bunar ad vera halflumbrulegar, Asta med kvef og eg med einhverja pest sem eg er viss um ad min astkaera fraenka Osk hefur smitad mig af. Kuldinn i London tessa dagana er lika ekkert edlilegur...................madur naer andast vid tad eitt ad ganga i straeto. En vid drifum okkur i leikhusid (ekki likhusid eins og eg skrifadi fyrst) i skitakuldanum tvi vid erum ju menningartyrstar ungar konur og tad er ekki haegt ad segja annad en ad tad hafi hresst okkur heldur betur vid. Hjartslatturinn a fullu a stundum, svo daudbra manni og Asta oskradi meira ad segja. Hun var samt buin ad fara ad sja tetta sama stykki i tessu sama leikhusi adur en tad var fyrir um 13 arum sidan. Einhverra hluta vegna fannst okkur ekki alveg jafn kalt tegar vid lobbudum i straeto til ad koma okkur aftur heim eftir leikhusid, kerfid sjalfsagt verid a fullu i kroppnum og haldid a manni hita :) Maelum med svartklaeddu konunni i London, hun er vodalega creepy og ohugguleg eitthvad en samt eitthvad svo skemmtileg og madur kemur endurnaerdur..........og pinu hraeddur......ut ur leikhusinu.

Magga kom til London i gaer en hun fer a Heatrow i dag ad taka a moti yngsta barninu Bryndisi sem hefur verid i Japan sem skiptinemi i taept ar. Gaman ad na ad hitta hana adeins to se ekki nema i einn dag en vid systur turfum vist ad koma okkur ut a Heathrow eldsnemma i fyrramalid tvi a morgun aetlum vid ad heimsaekja Heilagan Franciscus. Asta hefur verid ad athuga adstaedur tar med hjalp veraldarvefsins og tar ku vera um 20 stiga hiti og sol.......uff, hvad verdur gott ad komast ur kuldanum her brrrrrrr.

Latum naest i okkur heyra fra USA.

miðvikudagur, janúar 28, 2009

Kvöldin i Londontown

Nu getum við systur strikað nokkra hluti ut af listanum. Jungle formula, solarvörn, vitamin og öll lyf eru komin i hus. Vantar bara mossunet fyrir Astu og poncho fyrir mig.......Bonusponchoarnir bestu voru nebbla uppseldir. Það er ekki hægt að segja að lifið se þrungið streitu her i Londontown. Við röltum um bæinn a daginn og slöppum af i faðmi litlu fjölskyldunnar a kvöldin. Hnoðumst með Thomas, borðum goðan mat og litum i bækur. Sma heimaspa hja mer i kvöld eins og sja ma a meðfylgjandi mynd....tileinka Guðrunu vinkonu minni þessa en þau eru ofa kvöldin sem hafa farið i heimaspa og rauðvinssötur hja okkur. Þa er iðulega farið i visindalega hannað fotabað og framkvæmt mjög professionalt pedicure lika en eg sleppti þvi i kvöld, enda ekki svo langt siðan við Guðrun hittumst og fegruðum fætur vora og smetti.

A morgun verðum við Asta i barnapiuhlutverki her a Kingsland Road en hjonaleysin eru að fara a tonleika með Grace Jones og vorum við Asta bunar að bjoða fram þjonustu okkar i desember þegar við vissum að þau væru buin að kaupa miða. Eg hef sko nefnilega lokið barnfostrunamskeiði hja Rauða Krossi Islands og utskrifaðist þaðan með lað sinum tima. Það er þvi einvala lið barnfostra sem litli pungur hefur!

Af okkur er semsagt allt hið besta að fretta og biðjum við að heilsa öllum sem lita her inn og öðrum velunnurum :)

sunnudagur, janúar 25, 2009

Ævintyrið hefst....eða svona drög að þvi :)

I dag, a afmælisdaginn hennar Astu bestu yfirgafum vid Islandið til að hefja heimsreisu okkar umtalaða. Ferðalagið var þo ekki mjog langt i dag en komumst við þo klakklaust til London. Vorum samferða Osk og litla pung (eins og við köllum PTD oft) sem var þo ekkert alltof sattur i flugvelinni. Næsta vika fer i lokaundirbuning, að hitta gamla vini og gera ymislegt annað sem þarf að ganga fra aður en við stigum upp i næstu flugvel sem fer með okkur til San Francisco (11 klst flug, uff....hlakka ekki til....man of vel eftir siðasta svona langa flugi sem eg for i). Tvi miður hefur ekki alveg tekist að halda upp a daginn að afmælissið en við höfum svo sem nægan tima til þess a næstu dögum og manuðum. Asta fekk engan afmælispakka fra mer en i London var tekið a moti okkur með ljomandi goðu roast beef, meðlæti og rauðvini. Ævintyrið er ekki alveg komið i gang og andinn ekki kominn yfir mig enn svo eg ætla ekki ad hafa tetta lengra i bili. Við biðjum að heilsa öllum sem fylgjast með heima og um aðra geima.

Yfir og ut.

miðvikudagur, desember 31, 2008

Bleble 2008, halló 2009

Nýja árið er víst að koma og þá er best að slá þessu upp í kæruleysi og skella sér í rúnt umhverfis heiminn. UK-USA-Samoa-Nýja Sjáland-Ástralía-Indónesia-Malaysia-Singapore-Cambodia-Víetnam-Kína-UK. Bæti víst nokkrun nýjum löndum inn á listann og hugsa bara að ég nái þá aftur markmiðinu sem er að hafa komið til jafn margra landa og ég er gömul.

miðvikudagur, nóvember 19, 2008

Næstum búin....

....bara 2 dagar til viðbótar á bæklun og þá er ég búin í bili. FRÍÍÍÍ.............!!!!!!
Sofa til amk 10 á morgnana, nenna að gera eitthvað, fara til London að hitta Thomas, fara til Edin að hitta Ástu, kaupa jólagjafir, gera jólahreingerninguna (já ég veit, hlakka meira að segja til þess) og bara allt sem maður nennir ekki að gera þegar maður er úrvinda eftir vinnuna alltaf :)

Vei vei vei

miðvikudagur, október 29, 2008

Af bankaviðskipta(vinum)...eða ekki?

Mér leið ekki vel eftir bankaferðir mínar í dag, sármóðguð og svikin gekk ég út úr seinni bankanum og leið hálfpartinn eins og ég hefði verið misnotuð!!

Ég er að leggja land undir fót í byrjun desember og af ótta við frekara frjálst fall krónunnar ákvað ég að hafa vaðið fyrir neðan mig og reyna að sanka að mér eins og nokkrum pundum.

Fyrst lá leið mín í Banka A þar sem ég er með einn lítinn auman reikning (N.B. ekki virkur launareikningur) sem er ekki ofurmikil innistæða á en alltaf einhver hreyfing þó. Ég þurfti að vísu að framvísa farseðli til að mega kaupa pund og úr því að ég er viðskiptavinur bankans þá mátti ég kaupa pund fyrir 50 þúsund krónur íslenskar. Gekk þaðan út á einhvern hátt furðusátt þrátt fyrir þessar takmarkanir með 260 pund í vasanum.

Efaðist þó um að þetta skotsilfur myndi duga mér í 3 vikur í UK og gekk því nokkra metra og inn í Banka B. Þar kvaðst ég vilja kaupa pund og gaf upp kennitöluna mína. Gjaldkerinn tjáði mér það að ég mætti kaupa gjaldeyri fyrir 10.000 kall. Ég hváði og hún sagði mér það að úr því að ég er ekki viðskiptavinur bankans gæti ég ekki keypt fyrir meira. Þá hélt ég nú að ég myndi missa andlitið og sagði stúlkunni að víst væri ég viðskiptavinur bankans en banki þessi geymir nær alla þá peninga sem ég á í öllum heiminum. Hún fór eitthvað og athugaði málið, kom svo stuttu seinna og sagði að hún hefði getað séð það að ég væri með vörslureikning hjá þeim í eignastýringu en engar færslur inn eða út af reikningi þessum hefðu sést síðasta mánuðinn. Þetta þyrfti að vera virkur launareikningur til að ég teldist viðskiptavinur og fengi að kaupa gjaldeyri fyrir áðurnefndar 50 þúsund krónur sem alvöru "viðskiptavinum" bankans eru settar takmarkanir um. Ég fussaði og sveiaði í huganum en var hreinlega of sár og hvumsa yfir þessu til að segja nokkuð af viti, benti henni nú samt á að lokað hefði verið fyrir öll viðskipti á þessum vörslureikningi þegar landið fór á hausinn og þótt ég vildi hefði ég ekkert getað nálgast af þessum peningum eða búið til inn/út færslur af reikningnum í einhverjar vikur. Svo gekk ég út með andlitið í lúkunum!

Mér finnst þetta vera þvílíkur dónaskapur og svik, og myndi ekki kalla þennan banka í dag vin minn frekar en þeir viðja kalla mig vin sinn. Þeir halda aleigu minni í gíslingu, nær allur peningur sem ég á er hjá þeim - ég fæ ekki að nálgast hann - og svo slengja þeir því framan í mig að ég er ekki viðskiptavinur þeirra og fái þar af leiðandi ekki að kaupa hjá þeim skitin 250 pund þrátt fyrir að vera með gildan farseðil í höndunum. Ég veit ekki hvað ég get annað gert en að fela bankanum umsjón með öllum mínum monningum til að teljast viðskiptavinur.

Langt síðan ég varð svona ofsalega hissa, þetta er nú meira kúkaástandið! Þetta var vægast sagt mjög súr upplifun, ekki bara fíaskóið hjá Banka B heldur líka bara það að fá ekki útlenska peninga nema fyrir fyrirframákveðna upphæð (sem gefur manni ekki marga útlenska peninga í dag) og gegn framvísun einhverrar sönnunnar þess að maður sé nú í alvörunni að fara til útlanda á næstunni. Það var eins og væri búið að hernema landið og fylgst með hverju fótmáli manns, ég stóð mig meira segja að því á leiðinni heim úr þessari fýluferð að líta tortryggin í kringum mig í leit að einhverjum sem væri að fylgjast með mér og skrá niður hvert mitt spor.

Ég geri mér fullvel grein fyrir því að ástandið er alls staðar í hassi og eflaust eru þessar takmarkanir á úttektum að einhverju leyti nauðsynlegar, þess vegna mætti ég á staðinn með nauðsynleg ferðagögn og skilríki og annað. Ég var samt illa svekkt yfir því að fá ekki að njóta sömu "fríðinda" og aðrir "viðskiptavinir"bankans þrátt fyrir að hafa verið í viðskiptum við hann í nokkurn tíma!!!

þriðjudagur, október 21, 2008

Þó að maður segi...

...Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi breyting veldur.

Þá þýðir það ekki að allt sé bara í lagi, helv... flugfélag!!!

fimmtudagur, október 16, 2008

Ég er.....

.........mögulega, kannski, hugsanlega ekki í svo mikilli klípu (á einn hátt) !

Á annan hátt er ég samt ennþá í klípu.......en hver er það ekki á þessum síðustu og verstu?

miðvikudagur, október 15, 2008

Ég er.....

.....í klípu!

Alltaf í klípu

þriðjudagur, september 16, 2008

Ég er því fegin að hafa ekki risaeiturkoppa á mínu heimili, Gústi er mér sammála - Fleiri færeyskar fréttir

...enn einn pistillinn úr færeyska Vikublaðinu, tékkið á síðustu línunni. Ógvusligur bruni hljómar eitthvað sem ég er ekki til í að fá!!
Risaeiturkoppur bitið hund til deyðis


Familjan hjá einum hermanni er flutt út úr húsinum, eftir at ein vandamikil eiturkoppur beit hund teirra til deyðis. Talan er um ein sonevndan kamel-eiturkopp, ið vanliga livir best í heitum og turrum umhvørvi.




Griffith-familjan stríðist fyri at fáa fatur á óbodna gestinum, sum kom í húsið í ryggsekkinum hjá hermanninum og húsbóndanum, Rodney, tá hann kom heim eftir lokna hertænastu í Afghanistan.Familjan hevur longu mist átta ára gomlu tíkina, Bella, ið mátti avlívast, eftir at eiturkoppurin beit hana. Lorraine Griffiths og børnini, ið eru 18, 16 og 4 ára gomul vórðu noydd at flyta úr húsunum í Colchester, Essex. Tey nokta at flyta inn aftur, fyrr enn RSPCA hevur funnið og tikið eiturkoppin.Hetta slagið av eiturkoppum kann gerast einar 22 cm til longdar og renna einar 16 km/t – tískil eru teir ógvuliga torførir at fáa fatur á.Frú Griffiths er vís í at eiturkoppurin kom til landið í ryggsekkinum hjá manni hennara, 32 ára gamla Rodney, sum kom heim í juni. Hann er síðani farin avstaðaftur til Afghanistan.Kamel-eiturkopparnir eru ikki lívshóttandi fyri menniskju. Verður tú bitin av einum slíkum, kanst tú vænta at fáa ógvusligan bruna

föstudagur, ágúst 22, 2008

Klympíuveisla

Ahhhhhhhhh

Ég elska Ólympíuleikana with a passion!!!
Er búin að vera í sumarfríi í ágúst og hef náð að horfa á næstum alla dagskrá ólymíuleikanna, nema kannski skotfimi, badminton og eitthvað svoleiðis sem mér finnst ekkert skemmtilegt. Hér er vaknað klukkan 6 á morgnana til að missa örugglega ekki af neinu.

Í hléum á Klympíuleikunum eins og leikarnir hafa verið kallaðir á Hólunum er svo múrað og málað og unnið í garðinum.

Ég er líka alveg búin að ákveða það að 2012 þegar Klympíuleikarnir verða í London þá ætla ég að mæta á svæðið!!!

þriðjudagur, júní 10, 2008

Pistill úr færeyska Vikublaðinu

Bárður á Lakjuni 14.05.2008 - 08:50
Henrik Larsson ger comeback
’Henke’, sum hann eisini verður nevndur, hevur avgørt at gera eitt comeback á svenska landsliðnum.

Tað kom rættiliga óvæntað, fyri ikki at siga heilt óvæntað, tá svenski landsliðsvenjarin, Lars Lagerbãck, týsdagin kunngjørdi, at Henrik Larsson verður við í svenska landsliðshópinum, sum skal til EM í Schweiz/Eysturríki í summarHenrik Larsson, sum nú er vorðin 36 ár, hevur umboðað fleiri stórfeløg í Europa. Hann hevði nógv góð ár í Celtic í Skotlandi, áðrenn hann fór til Barcelona, har hann eisini kláraði seg sera væl. Eitt stutt skifti spældi hann eisini við Manchester United. Nú spælir hann so við Helsingborg í bestu svensku deildini, Allsvenskan. Larsson hevur ikki einas játtað at vera við í summar, hann vil eisini fegin vera við í komandi HM-undankapping.EM endaspælið í summar verður tað sætta hjá Henrik Larsson, og tað er svenskt met.

Hahahaha, færeyska er best í heimi! Linkinn á fréttina má finna hér

fimmtudagur, júní 05, 2008

Gústiminn

Það er eitthvað að honum Gústa mínum, hann er bólginn á hausnum og ekki eins og hann á að sér að vera. Hefur líklega krambúlerast eitthvað í slagsmálum eða eitthvað. Hann þarf víst að fara að hitta hann Dagfinn á morgun.........vonandi verður allt í lagi með hann.

Grey Gústi minn, hef eila bara miklar áhyggjur af honum litla skinninu.

föstudagur, maí 30, 2008

Nú er mér allri lokið....!!!

Ja hérna hér....úff!

Ég á það til að tárast aðeins, eða já hreinlega skæla, yfir bókum, bíómyndum, sjónvarpsþáttum og öðru. Þessi undarlega heðgun hefur reyndar færst heldur í aukana nú á seinni árum og svo sem ekki mikið við því að gera.....

......en í kvöld stóð ég sjálfa mig að því að skæla yfir bíómynd sem heitir "Húrra hóra" eða "Hurrah Hora" uppá sænsku......



....ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um það....???


p.s. ég hló sko alveg líka að myndinni, en samt...

miðvikudagur, maí 21, 2008

Af bjútíkvíns

Las frétt á visir.is í dag sem ber titilinn: "Fegurðardrottningar geta ekki verið fullkomnar" en þar er rætt við þá stúlku sem hafnaði í 2.sæti í Ungfrú Ísland keppninni 2006 og hún beðin um að um að gefa keppendum í ár góð ráð. Eitthvað er verið að spjalla við hana um hvað hún hafi verið að aðhafast undanfarið og segir hún meðal annars að hún hafi ekki nennt í útskriftarferðina sína og hefði frekar viljað fara og hitta vinkonu sína erlendis og ferðast aðeins með henni. Í lokin segir hún svo: „Við fórum til dæmis í dag til Parísar að skoða Effel turninn og Monu Lisu safnið sem var með eindæmum gaman."

Monu Lisu safnið???

hahahahha, fyndin stúlka

föstudagur, maí 09, 2008

Sturta óttans!

Varúð!!!

Tæplega 30 klukkustunda vaka, heitt vatn og sápa getur verið lífshættuleg blanda.

Note to self: leggja sig fyrst, sturta sig svo!

fimmtudagur, maí 08, 2008

Sennilega besta grín í heimi....

......er að ganga um götur Reykjavíkurborgar og breyta hliðaspeglum á bílum sem verða á förnum vegi þannig að þeir snúi alveg inn að bílrúðunum! Arg, ég einmitt andast alltaf úr hlátri þegar ég sest inn í bílinn minn og ætla að líta í hliðarspegilinn áður en ég keyri út úr stæðinu og sé þá ekkert nema smettið á sjálfri mér......EKKI, hlæ barasta ekki neitt heldur andvarpa, stíg út úr bílnum og laga speglana mínum.

Get ekki ímyndað mér að hliðarspeglagrínarinn sitji í felum og fylgist með (og hlær að) gremju bílstjóranna þegar þeitt uppgötva að þeir hafa orðið fyrir barðinu á honum.

Ég hef nebbla orðið fyrir barðinu á hliðarspeglagrínaranum, er samt ánægðari með hann heldur en hoppaonábílþakagrínaranum sem ég varð fyrir barðinu á síðasta sumar en sá óprúttningi náungi skemmdi bara sæta litla bílinn minn á meðan ég var fjarri góðu gamni í útlöndunum.

Þá kýs ég hliðarspeglagrínarann miklu frekar.

Afsakið færsluna, er bara að nálgast 24 tímana í vöku og sit heima hjá mér að berjast við að sofna ekki því ég þarf að mæta á mjög svo leynilegan og mikilvægan fund áður en ég get fengið mér eftirvaktalúrinn minn. Er alveg orðin stjörf og er að reyna að drepa tímann, sökum andleysis datt mér ekkert sniðugra í hug til að setja hér inn.

Leiter

sunnudagur, maí 04, 2008

Fransk Löksoppa

Súpur sem eru tilbúnar í bréfum og maður blandar bara vatni eða vatni og mjólk við geta oft verið alveg ágætur kvöldverður. Það er hins vegar ekki Franska lauksúpan frá Knorr, þvílíkur viðbjóður. Æltaði að fá mér voða góðan kvöldmat, súpu, salat og bollur en þessi lauksúpa var bara alls ekkert góð.

Nema það sé bara reginmisskilningur hjá mér að mér finnist frönsk lauksúpa góð!!! Ég held mér finnist hún góð en man samt bara eftir því að hafa borðað slíkt þrisvar sinnum og hefur bara fundist hún góð í eitt af þeim skiptum. Ég hugsa að ég gefi lauksúpunni samt fleiri sénsa því 1 af þessum 3 skiptum var núna áðan, ofannefnd pakkasúpa, og eitt var í Lettlandi og þá var búið að hella heilli dós af dilli út í súpuna því það er víst eina kryddið sem þeir eiga nóg af þar og nota því óspart.
Hlakka til næstu frönsku lauksúpureynslu............ætla samt að bíða aðeins, er enn með óbragðið af þeirri síðustu í munninum

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Hmmmmmmmmmmm

Nú vel ég alltaf kassa nr.2 og þá er glaðningurinn alltaf í kassa nr.1

Þetta er bara svindliprump!!

laugardagur, apríl 19, 2008

Kassi 2, en ekki 3, eða 1, eða 2 eða????

Ég hef síðastliðnar vikur eða mánuði tekið þátt í einhverri vitleysu á nuid.is þar sem maður á að velja einn kassa af 3, velja svo já takk, nei takk eða kýsa að svara ekki og svo fær maður að vita hvort maður hefur unnið eitthvað. Samkvæmt núinu hefur maður alltaf séns á að vinna einhverja utanlandsferð og er það eingöngu vegna þess sem ég nenni að standa í þessu. Ég hins vegar, líkt og Guðrún Lilja vinkona mín, hef aldrie unnið neitt slíkt en fæ stundum glaðning, eins og þeir kalla það, sem iðulega er afsláttur annað hvort af einhverri grennandi snyrtimeðferð á snyrtistofum bæjarins eða afsláttur af einhverju ruslfæði á búllum bæjarins.............þeir ættu kannski aðeins að hugsa þetta til enda.


Alla veg þá vel ég alltaf.............já alltaf............kassa nr 3...........og iðulega kemur svarið, því miður eniginn glaðningur í þetta skiptið, glaðningurinn var í kassa nr 2, ekki nr 3. (Glaðningurinn er nátturúlega ekki alveg alltaf utanlandsferð sko en oftast einhver afsláttur). Svo þurfa þeir alltaf að tilkynna mér það að í síðustu viku hafi einhver random manneskja, sem þeir nefna á nafn, valið einhvern ákveðinn kassa og unnið ferð til Prag/Barcelona/London etc........einsog mér sé ekki skítsama þó að María einhver eða Jóna einhver hafi unnið eitthvað sem mig langar í.

Alltaf segja þeir samt að glaðningurinn hafi verið í kassa 2 en ekki 3. Núna ætla ég að breyta um taktík...........ég ætla núna alltaf að velja kassa 2 og aldrei kassa 3...........sjáum hvað setur............kannski segja þeir mér nú að glaðningurinn hafi alltaf verið í kassa 1 en ekki 2, sjáum til............ég leyfi ykkur að fylgjast með. Og já, ég geri ráð fyrir því að þið séuð agalega spennt að vita um framvindu mála!

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Barcelona hér kem ég

Ég er til allrar hamingju að leggja land undir fót og ætla til Barcelona á næstunni. Það finnst mér gott. Ég hef nokkrum sinnum komið til borgar þessarar og alltaf fundist stórfínt að vera þar, síðast var ég þar sumarið 2001 en þá bæði hóf ég og lauk interrail-ferðalagi mínu á heimsókn til Barca þar sem ég ásamt ferðafélgögum mínum fékk gistingu þar hjá Helgu Soffíu vinkonu minni sem þá bjó þar. Nú býr Helga þar aftur ásamt sínum ektamanni Sölva og það er einmitt það besta við þessa ferð mína sem brátt kemur að, að ég er að fara að heimsækja þau bestu og ekki síður að hitta systur mína bestu sem einnig er á leið til Barcelona bestu. Er einhvern veginn alveg farin að sjá dagana fyrir mér og það heldur mér gangandi núna. Ekki skemmir svo staðsetningin fyrir en í öllum sannleika sagt þá held ég að tilhlökkunin væri alveg jafn mikil ef þau byggju á Kópaskeri, því annars ágæta þorpi. Rólegheit, sötur, spjall, afslappelsi, góður matur og smá vorfílingur í besta hugsanlega félagsskap er semsagt það sem koma skal hjá mér.
Mér er farið að þykja færsla þessi vera heldur háfleyg og hef því hug á að fleygja mér í bólið, það eru víst nokkrir vinnudagar til stefnu áður en herlegheitin hefjast.

Lifið heil.........og.........."Recognize!!!!!!!!"

fimmtudagur, apríl 03, 2008

Daft Punk - Harder Bodies Faster Stronger. HAhahahahahaha, fyndar píur og ótrulega hæfileikaríkar að mínu mati

Mér finnst þetta algjör snilld, velti því samt stundum fyrir mér hvað þurfti margar tilraunir til að ná þessu í einni rimmu. Núna er vandamálið hins vegar að um leið og ég heyri þetta lag fer ég að flissa eins og asni!! LOVIT!
Samt ótrúlegt að detta þetta í hug, álhauspokarnir fullkomna alveg dæmið. hahahahaha

þriðjudagur, mars 25, 2008

Af verðbólgu, vöxtum og gengisfellingu

Jón Ásgeir segir að bankarnir séu súrefnið inn í atvinnulífið.
Jón Ásgeir virðist vita hvað hann syngur þegar verðbólgan er annars vegar.

Ég er að hugsa um að hringja í'ann..........ætla samt sko ekki að syngja í'ann (fyrir þá sem vita hvað það þýðir)

Ég ætla að spyrja hann: Heyrðu, Jón Ásgeir, hvað er verðbólga? Og hvernig minnkar það verðbólgu að hækka vexti? Hvað eru stýrivextir? Étur verðbólgan litlu börnin sín? Hvað ertu með í laun á mánuði?

Við erum að tala um 20% verðhækkun á matvælum......verst að það er eiginlega ekki hægt að hætta bara að borða.

föstudagur, mars 14, 2008

Þetta er algjört möst sí - Ken Lee - Bulgarian Idol (WITH ENGLISH TRANSLATION)

Smá viðbót svona á föstudegi, súra hausnum mínum fannst þetta amk rosalega fyndið. Andaðist úr hlátri alveg

Svar við óskum um bloggfærslur

Sælar, ég lofa því að ég mun blogga meira þegar ég hætti að vera súr í hausnum. Er á vaktaviku núna og er ótrúlega rugluð eitthvað. Ósk gisti hjá mér í nótt og hún var að segja mér að í morgun hefði ég legið með opin augun, verið að horfa undarlega í kringum mig og flissa alltaf annað slagið, flissa svona letilega, og á meðan var Gústi að labba á hausnum á mér.
Ég man nú ekkert eftir þessu, vildi að ég vissi hvað mig var að dreyma því það virðist hafa verið fyndið og skemmtilegt.

Næturvaktaviku minni lýkur á mánudagsmorgun og í framhaldi af því hlýtur að fara að rofa eitthvað til í kollinum á mér.

Ég mun snúa aftur.

Hasta la Vista beibí...........eða eins og skáldið spænska Terminator sagði: Sayonara beibí!!

mánudagur, mars 03, 2008

Vó maður

Var að sjá að Evran er komin í hundraðkallinn.......er það kannski búið að vera solleis lengi eða?
Ég er svo aldeilis hlessa og hlussa.

hahahahahhahaha

laugardagur, mars 01, 2008

Humm....?

Ég er eggjamaðurinn, þeir eru eggjamennirnir
Ég er rostungurinn, goo goo g'joob

eða á það að vera:

Ég er eggmaðurinn, þeir eru eggmennirnir
Ég er etc.........

.............og þetta er alls ekki það skrítnasta í þessum texta. Hef aldrei almennilega pælt í því en ég eiginlega skil ekki neitt um hvað þetta lag er eiginlega...........held ég..........

Please clarify

sunnudagur, febrúar 17, 2008

AB

Vinkona mín á tvíbura sem ganga undir nöfnunum A og B. Ætli vinkona mín framleiði AB-mjólk í sínum brjóstum?

laugardagur, febrúar 09, 2008

Vá....

.....Paula Abdul er snargeðveik, eða snardópuð!
Það er þáttur á ITV sem heitir Hey Paula! og hún er bara alltaf full....eða eitthvað. Crazy lady!!!

Vetrarþögn

Ég er enn á lífi, ég hef bara ekkert að segja, eða alla nenni ekki að skrifa það niður þegar ég hef eitthvað að segja. Er í bloggpásu um óákveðinn tíma, kannski ég hafi eitthvað að segja einhvern tímann seinna. Er orðinn Landspítalastarfsmaður núna fyrir þá sem ekki vita það, oft mikið að gera. Líf mitt í hnotskurn þessa dagana í vonda veðrinu: Vinna, sofa, vinna, sofa, vinna, sofa.......svo kannski er það bara alveg skiljanlegt að ég hafi ekki mikið að segja.
Bæ í bili

mánudagur, október 08, 2007

Riga, Vilnius og Edinborg


Kannski ekki alveg London, París, Róm en engu að síður mjög ánægjuleg ferð í þetta skiptið. Flugum út þann örlagadag 11.september til Edinborgar og svo þaðan til Riga þann 13.sept. Við fengum að sjálfsögðu höfðinglegar móttökur hjá Ragnari og Ying í höfuðborg Lettlands og vorum ekki lengi að koma okkur vel fyrir. Fengum reyndar báðar einhverja fjárans magapest fyrsta daginn okkar í Riga og kennum um flugvélamatnum sem við fengum í KLM vélinni fá Amsterdam til Riga.

Það var nefnilega þannig að það var yfirbókað í þá vél svo við gátum ekki tékkað okkur alla leið frá Edinborg heldur þurftum að hlaupa um eins og hauslausar hænum á Schiphol í leit að einhverjum til að tékka okkur inn svo við kæmumst örugglega með og einhver annar en við yrði að sitja eftir í Amsterdam. Við sátum í 3 og 4 röð í flugvélinni og það var víst einhvers konar business class, fannst þó sætin bara vera venjuleg sæti en við fengum annan mat þarna fremst heldur en restin af farþegunum. Það fylgdi máltíðinni meira að segja matseðill sem ég ætla að láta fylgja hér:



Savoury pastries filled with humus, date wrapped in bacon and Parmesan cream accompanied by green pesto


Black current (ég hélt reyndar alltaf að það ætti að vera blackcurrant en hvað um það) and raspberry dessert served with a mango and red pepper chutney.


Ég veit þetta hljómar voða fansí en þetta var ekkert svo spes á bragðið (hefði frekar viljað samlokuna sem hinir fengu) og svo var þetta ÓGEÐSLEGA EITRAÐ!!!

Svo fékk Ásta ekki töskuna sína þegar komið var til Riga og eftir nokkra eftirgrennslan komst starfsfólk flugvallarins þar að því að taskan hafði orðið eftir í Hollandi, hún skilaði sér þó sem betur fer strax daginn eftir svo þetta var ekki svo slæmt
Ojæja, jöfnuðum okkur nú á endanum af þessu og létum smá magapest ekki stoppa okkur, skoðuðum okkur aðeins um í Riga og fórum líka í tælenskt nudd. Fyndið að ég var í Tælandi í rúmlega 2 vikur í vor og fór aldrei í nudd en svo skelli ég mér bara til Lettlands til að fá thai-massage.


Nokkrar myndir frá fyrstu dögunum í Riga, sem er þekkt fyrir Art Nouvou enda er þar að finna margar mjög flottar byggingar og líka fullt af missmart konum með aubergine-litað hár, í hlébarðamunstursfötum og fullt af pleðri (á því miður engar myndir af þeim)




Veðrið var mjög gott fyrsta daginn, sól og hiti bara.

Skelltum okkur á Cuba-barinn eftir nuddið og fengum okkur einn ískaldan




Extreme close-up af Huldu í Riga


Eftir 3 daga í Riga sem við notuðum til að vera pínu veikar, ganga helling um og skoða, sötra Lettneskan bjór og borða tælenskan mat skelltum við okkur svo á Sky-bar á laugardagskvöldið til að fá að smakka besta Mojito borgarinnar sem var bara búinn!! Fengum samt bara einhverja aðra ljúffenga kokkteila og ekki skemmdi útsýnið fyrir en barinn er á efstu hæð á hóteli í miðborg Riga og þar er hægt að sjá panoramic útsýni yfir alla borgina. Slöppuðum svo af á sunnudaginn og á mánudagsmorgun lögðum við í langferðalag og keyrðum til Vilnius, Litháen.


Meira um næsta land í næstu færslu


mánudagur, september 10, 2007

Farin út á morgun.....

.......til Edinborgar og til Riga. Aldri að vita nema ég bæti einhverjum löndum við í ferðinni og skelli mér yfir til Litháen, Eistlands eða jafnvel bara til Rússlands. Sjáum til ;)

mánudagur, september 03, 2007

Bannað að prumpa

Síðasta kvöldið okkar í Tælandi fór hópurinn allur saman út að borða á fansí restörant. Þar byrjaði veislan að 2ja tíma opnum bar svo þið getið ímyndað ykkur að það var tekið nokkuð hressilega á því hvað áfengisneyslu varðar. Fengum svo voða góðan og fínan mat og það var mikið hlegið, grátið og allt það sem örlagadjammi fylgir. Voða gaman og allt. En eitt fannst mér pínu fyndið, við vorum sótt á hótelið okkar á frekar fínum míní-rútum sem hver tók um 6 manns, þetta voru líklega fínustu bílarnir sem höfðum ferðast í þarna í Tælandi og almennt voru þeir bara ágætir. Þessir bílar komu semsagt (og bílstjórar með) til að fara með okkur á fyrrnefnda fína veitingastaðinn. Inni í bílnum mínum var þetta skilti:

................inni í þessum bíl mátti sumsé ekki leysa vind. Mig langar í svona skilti í minn bíl.

föstudagur, ágúst 10, 2007

Samwell - Elska þetta!!!!

Í útskriftarveislunni minni í júní var ég kynnt fyrir þessum gaur og vídeóinu hans.........lov it lov it lov it lov it......þetta er búið að vera aðalgrínið í allt sumar. Ég andast þetta er svo ógeðslega frábært. Fæ ekki nóg af Samwell og What What In The Butt. Þið verðið að horfa aftur og aftur og aftur.

Flathafragrautur

Í nótt dreymdi mig að Sölvi væri að kenna mér að búa til hafragraut. Það átti að setja haframjöl og vatn í pott, salta smá og svo að lokum átti ég að mylja niður flatkökur og strá yfir!

Hefur einhver smakkað svoleiðis? Verð að viðurkenna að því meira sem ég hugsa um þennan flathafragraut sem mig dreymdi því forvitnilegri þykir mér hann. Fengist meira að segja líklega alveg til að smakka hann.

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Auðkennislyklar eru ekki smartir

Afhverju eru auðkennislyklarnir fyrir heimabankanna svona horbjóðslega ósmartir? Mér finnst að maður ætti að geta valið hvernig auðkennislykill best hentar manni. Væri maður uppalingur þá gæti maður til að mynda fengið sér auðkennislykil úr svörtu gleri og burstuðu stáli. Væri maður ömmulingur þá gæti maður fengið sér auðkennislykil úr hvítu postulíni með blúndu og máluðum blómum á. Væri maður ég þá gæti maður fengið sér auðkennislykil sem væri eiturgrænn og appelsínugulur og í laginu eins og fínn hælaskór.

Þoli ekki þennan ljóta gráa kubb sem hangir í lyklakippu hverrar einustu manneskju hér á landi!!

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Víkingur 2007



Eftir súperdúper hringferð um landið okkar góða með útlendinga tvo var haldin þvílík Víkingaveisla á Reynishólum. Nýja borðstofan okkar rúmaði auðveldlega 15 manns við matarborð og kom bara ljómandi vel út. Um helgina á Hólunum var einnig háð Víkingaspilstúrnament en eftir harða baráttu fór svo að Ninna og Árni báru sigur úr býtum. Hér koma nokkrar myndir frá leikunum.




Team Búmba Bomba

Team Rassgat

Team Grimmir

Team Búlga-Koff


Fagnaðarlætin á kantinum

þriðjudagur, júní 05, 2007

Etteralltaðkoma!

Búin að gera alls konar síðan ég bloggaði síðast. Fara í próf, fara til Tælands, koma heim, ná prófi o.fl o.fl.

Er núna á Akureyriss, kem heim á föstudag, er svo að fara að útskrifast bara bráðum.

Hef ekki alveg tíma núna til að tala rosa mikið um hvað var rosalegt í Tælandi því ég er á vakt, en ég ætla sko alveg að gera það bráðum, og jafnvel að láta nokkrar myndir fylgja með.

Síjúleiter

laugardagur, maí 05, 2007

Klossaklessa


Þetta er uppáhaldspleisið hans Gústa míns um þessar mundir. Honum þykir afar sniðugt að liggja í klessu hjá klossunum með svona mjúka inniskó sem heimatilbúinn herðapúða. Þarna getur hann fylgst með öllu saman, þeim sem eru að koma og fara, þarna missir maður sko ekki af neinu. Skíttmeðða þó maður líti ekkert voða töff út, þetta er stategía, stundum er hún bara halló.

miðvikudagur, maí 02, 2007

Hey!!!



Hvað er eiginlega málið með'ennan Castro?

mánudagur, apríl 23, 2007

Jæja og þá eru árin orðin 27!

Afmælisdagur að kveldi kominn. Hann var bara góður þessi. Fékk nýjan appelsínugulan kjól sem er rosalega fallegur, klæddi mig í hann og í appelsínugula skó og með appelsínugult kvenveski í stíl og fannst ég bara voða sumarleg og fín. Fékk svo bók um tælenskar siðareglur því ekki getur maður farið á framandi stað án þess að kunna basic mannasiði, það er til dæmis stranglega bannað að ota fótunum að fólki, sérstaklega er þó slæmt að ota fótum og tám í átt að höfði annarra. Það er hins vegar ákveðin huggun í því að vita að innfæddir koma ekki til með að skamma mann heldur munu þeir bara hlæja, maður á þó ekki að skilja það þannig að þeir séu að hlæja MEÐ manni því vissulega munu þeir vera að hlæja AÐ manni! Fékk líka fullt af kökum og góðgæti sem ég þurfti sjálf ekkert að hafa fyrir að baka heldur gat bara verið voða fín húsfrú og boðið gestum upp á kaffi og kaffibrauð eins og maður kallar það þegar maður er orðinn svona forn. Það er svo ljómandi að eiga svona myndarlegar og góðar frænkur sem hugsa svona vel um mann. Svo fékk ég fullt af símtölum og smsum og hafði ekki undan að svara og því færi ég öllum hér hinar bestu þakkir fyrir hlýjar kveðjur. Nú er ég orðin árinu eldri og klukkan gengin í nýjan dag, ætla því að horfa aðeins á sjónkann áður en ég fer að halla mér. Sacré Coeur sagði hún, já kveldúlfur nú er kominn í kerlinguna mína!

(Veit ekki alveg með ykkur en mér finnst eitthvað pínulega dónalegt við þessa síðustu línu! Skil ekki alveg afhverju, það væri bara alveg hægt, ef vildi maður, lesa út úr þessu hálfgerða kynferðislega tvíræðni, kveldúlfur ha, ja hérna og jæja!)

Þangað til næst

xxx

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Meika ekki...........

...........þetta prófvesen! Langar miklu frekar að vera úti allan daginn og vera aldrei inni að reyna að lesa.

Ég hatennan skóla!

mánudagur, apríl 09, 2007

Komin............

....heim frá USA.

Búin að fara til Raufarhafnar og komin aftur þaðan

Í kvöld er það svo Björk og Hot Chip, og líka smá bónus...........Antony Hegarty úr Antony and the Johnsons skilst mér ætli nebbla að koma og taka smá syrpu með Björk, örugglega mjög töff blanda!!!!

þriðjudagur, mars 27, 2007

Farin.......

...........til USA!!!!!!!!!

Sjáumst síðar ;)

fimmtudagur, mars 22, 2007

Allt á afturfótunum..........

Um daginn bilaði uppþvottavélin uppúr þurru

Í gær var helv.... skattframtalið mitt með vesen.

Í dag kom maður að gera við uppþvottavélina og þegar ég er rétt búin að punga út 16 þús kalli fyrir viðgerðinni og ekki einu sinni búin að fá að prufukeyra nýviðgerða uppþvottavélina heldur rétt þar sem ég stend og er að raða inn í hana þá.............

............byrjar að hellast vatn úr loftinu hjá mér!!!!!!

Veit ekkert hvað ég á að gera í þessu, skil ekki hvaðan vatnið kemur (það er reyndar stórstormur úti en ég veit ekki til þess að hér hafi áður lekið) og ég er satt best að segja orðin drulluþreytt á þessari afturfótagöngu á öllu saman.

Og mitt í þessu rugli öllu saman, á meðan ég er eitthvað að laga til í náttborðinu hennar mömmu, þá finn ég eitthvert ljótt nýaldarkjaftæðis bókamerki og á því stendur:

"Happiness is the result of total appreciation of all that life gives you at every moment"

Eriði á grínast í mér? Seriously!?! Seriously??????????

Púff, er eins og sprungin blaðra. Djöfuls rugl.

miðvikudagur, mars 21, 2007

Skattur Schkmattur!!

Arggggggggg..........ég hata skattframtalið mitt. Einmitt þegar ég held að ég sé búin að redda þessu öllu, breyta því sem er rangt, uppreikna það sem þarf að uppreikna.......þá kemur einhver skítavillumelding og get ekki lagað neitt. Og ég sem ætlaði að vera dugleg og skila á tíma get engann veginn reddað þessu án þess að tala við mér vitrari menn og þurfti því að sækja um fjárans frestinn! Annars finnst mér herra skattur ekkert hafa verið að vanda sig að auglýsa skiladaginn sérstaklega, var í smá vinkonuhitting í gær og þar voru heilar 3 vinkonur sem ekki höfðu hugmynd um að skila ætti í dag. O jæja. Best að reyna að gera eitthvað af viti svo ég eigi ekkert eftir þegar ég fer til USA í næstu viku. Grunar einhvernveginn að helgin verði ekki jafn pródúktíf og hún átti að vera því það er bara alltaf verið að bjóða mér í einhver gilli um helgina. Sjáum hvað setur. Nenni alla vega ekki þessu skattarugli lengur...........held ég bara sleppi því að skila í ár!

Hefur annars einhver prófað það? Gerist eitthvað stórt og agalegt ef maður bara hreinlega skilar ekki? Pælum aðeins í þessu? Rebel rebel, uppreisn.

Recognize!!

föstudagur, mars 16, 2007

Hugleiðangur

Hugleiðangur, hugarangur, hugleiðingar, leiðangur.

Úti er hrikalega fallegt núna, það er dimmt og kyrrt og það kyngir niður snjó. Svona flottum stórum snjókornum sem fá að falla í friði. Á morgun finnst mér þetta samt örugglega ekkert svo fallegt þegar ég þarf að vaða í gegnum snjó og slabb til að fara í vinnuna :) .......en akkúrat núna er fallegt og þá um að gera að njóta þess.

Á sunnudaginn næsta, 18.mars, er afmælisdagur mömmu. Á sunnudaginn er líka Mother's day í Bretlandi, ekki í Ameríku samt og þ.a.l. ekki á Íslandi heldur því samkvæmt upplýsingum á netinu höldum við mæðradag hér á sama tíma og Kaninn, sem er annan sunnudag í maí. En í Bretlandi er Mother's day á næsta sunnudag, og ég er líka Breti skilst mér, þó að ég sé Íslendingur. Þegar ég heyrði í Ástu systir um daginn sagði hún mér frá því að hún hefur verið að segja vinum sínum að vera extra góðir við mæður sínar á sunnudaginn. Mér finnst þetta fallegur boðskapur og ætla því að taka undir það sem systir mín bestasta segir. Við fáum víst ekki að óska mömmu til hamingju með daginn á sunnudaginn og úr því að það er nú líka Mother's day í Bretlandi þá skulu allir sem eiga mömmur vera extra góðir við þær og gera eitthvað sérstakt fyrir þær, hversu stórt eða smátt sem það kann að vera. Mömmur eru yndislegar verur, það borgar sig að láta þær vita af því öðru hverju því þá verða þær svo ofsalega glaðar. Það er nú alltaf þess virði að gleðja mömmuna sína.

Lofið okkur því........næsti sunnudagur........mömmudagur..........ok?


Svo fá þær bara annan mæðradag í maí ;)


xxxxxxx

miðvikudagur, mars 14, 2007

Mig langar, mig langar, mig langar

Ég er alltaf að hugsa þessa dagana um hitt og þetta sem mig langar til að kaupa mér. Mér langar í fínan ipod og dock með góðum háltölurum sem eru nettir en samt með góðum hljómgæðum. Mig langar í hitt og mig langar í þetta. Mig langar í alls konar hluti sem ég þarf ekkert endilega á að halda og get alveg hæglega lifað án. Mig langar samt ekkert í nýjan gsm síma, ótrúlegt en satt, gemsinn minn er nebbla töff þó hann sé gamall.

Á meðan aðrir eru í neysluverkfalli virðist hugur minn æstur að senda mig á einhvers konar neyslufyllerí! Mig langar, mig langar, kaupa, kaupa. En svo hugsa ég, nei nei Hulda mín, þetta er nú bölvaður óþarfi, þetta er bruðl, vertu ekki að þessu. Og þá get ég aldrei ákveðið..........kaupa, eða ekki kaupa!

Mig langar í alls kyns dótarí, kannski ég kaupi mér eitthvað smá af því?

Annars fjárfesti ég í flakkara um daginn til að ég geti tekið back-up af harða diskinum mínum. Fólk skiptist nebbla í 2 fylkingar: þeir sem hafa lent í því að harði diskurinn þeirra crashaði og misstu allt út af tölvunni sinni, og þeir sem eiga eftir að lenda í því að harði diskurinn þeirra crashar og þeir missa allt út úr tölvunni. Ég tilheyri sko fyrri fylkingunni, og það var ömurlegt þegar einn daginn harði diskurinn ákvað að hætta að existera og ég tapaði öllum gögnunum mínum. Þrátt fyrir þessa lífsreynslu hef ég samt tekið mér ár í að réttlæta það fyrir sjálfri mér að bruðla peningum í utanáliggjandi harðan disk svo ég geti átt almennilegt back-up. En ég lét loks undan neyslufylleríisheilanum mínum og keypti græjuna. Og græjan er nægilega stór til að ég geti tekið back-up af minni tölvu, mömmu tölvu og Ástu tölvu. Ótrúlega töff.

Jæja, best að ég haldi baráttunni áfram í huga mínum um hvað mig langar í, hvað ég vilji kaupa, og hvað ég ætti nú ekkert að vera að kaupa því það er djöfuls bruðl og óþarfi.

Maður er ruglaður í hausnum!!

sunnudagur, mars 11, 2007

Miranda Bailey sagði..........:

............."Remember that no man defines who you are"


Þessu skyldi engin kona gleyma!

Grey's anatomy er ógeðslega töff! Svo töff að það er hægt að vitna í karakterana!

Töff!

fimmtudagur, mars 01, 2007

Klipping í dag, Lisa á morgun



Á morgun ætla ég að fara með Þóru minni á tónleika með Lisu Ekdahl. Hef einu sinni farið á tónleika með henni áður og það var frábært. Kynntist Lisu fyrst þegar ég bjó í Kaupmannahöfn og það var alltaf verið að spila sama diskinn með henni á einu af uppáhaldskaffihúsunum okkar Sveinbjargar þar sem vi eyddum ófáum stundunum og drukkum ófá tonnin af bjór. Síðan hefur Lisa átt greiða leið í geislaspilarann minn og hlakka ég mikið til morgundagsins. Ekki skemmir nú fyrir að félagsskapurinn verður með því besta sem fyrirfinnst, þið vitið það sem þekkið hana að hún Þóra mín er snillingur!



Ég lét klippa um það bil helminginn af hárinu mínu af í dag.............I feel so light!
xxx

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Hellir eða Lög?

Ég sá Nick Cave á Bonnie Prince Billy tónleikunum, hann gekk rétt framhjá mér. Hann býr í Brighton og ég veit um mann sem veit hvar NC kaupir beyglurnar sínar. Nick Cave er meira töff en Jude Law (þó ég hefði nú alveg viljað hitta hann líka) en Hellirinn er samt meira töff. Það er miklu meira töff að drekka og dópa óxla mikið heldur en að halda framhjá með barnfóstrunni.

mánudagur, febrúar 12, 2007

Hæ elskurnar, þið fáu en yndislegu hræður sem nennið að lesa mig

Smá rapport.
Nú er ég stödd heima hjá Kidda í Brighton. Við systur flugum í gær frá París til London og áttum notalegt kvöld í gær heima á Kingsland Road með Ósk og Toby og svo kom Sunnslan seint í gærkvöldi heim frá Danmörku. París var yndisleg, ég held það sé óhætt að segja að við höfum gengið í það minnsta um 50 kílómetra á meðan á dvöl okkar stóð þar, bókstaflega tókum borgina á labbinu. Ég vil nýta tækifærið og þakka Helgu Soffíu og Sölva fyrir dásamlega gestrisni, frábæra leiðsögn um borgina en þó umfram allt yndislegan og mjög svo þarfan félagsskap. Við elskum ykkur. Æðislegt var einnig að hitta Ragnar og Ying sem komu frá Lux til að vera með okkur, það var frábært að eyða tíma með ykkur öllum. Um hádegisbilið í dag tókum við frænkur okkur svo til og skelltum okkur í lest til Brighton. Eftir rölt meðfram sjónum þar, borgara og bjór stendur nú til að fara í fína dressið og gíra sig upp fyrir tónleika. Erum nebbla á leið á tónleika með Bonnie Prince Billy hér í kvöld, ætlum svo að crasha heima hjá Kidda og koma okkur aftur til London einhverntímann á morgun. Á miðvikudaginn (valentínusardaginn) förum við systur svo aftur norður til Edinborgar og næ ég nokkrum dögum þar með henni áður en ég snáfa aftur heim en Ásta verður eftir heima hjá sér. Hlakka til að sjá ykkur og sendi ykkur ástarkveðjur, maður er nú eitthvað orðinn svo voðalega væminn og viðkvæmur þessa dagana. Það er amk ekki erfitt að gera sér grein fyrir því góða og þeim góðu sem maður á að eftir allt sem gengið hefur á.

Friður

xxxxx

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Tilraun til endurlifgun salar

Jæja þá, eftir atburði síðastliðins rúms mánaðar eða svo þá tókum við systur þá ákvörðun að drífa okkur í ferðalag. Markmiðið með þessari ferð var og er að komast burt frá öllu því sem við höfum verið að standa í heima og burt frá því sem enn bíður okkar þar. Aðalmarkmiðið er að reyna að láta okkur líða vel, hafa það gott og gaman og ekki síst að vera innan um gott fólk sem okkur þykir afskaplega vænt um. Í morgun flugum við því til Glasgow eftir 1 klukkustundar svefn og frá Glasgow tókum við rútu beinustu leið til hinnar yndislegu borgar Edinborgar. Hér höfum við verið að dúlla okkur við ýmislegt í dag og stijum nú í íbúðinni hennar Ástu fyrir framan tv í afslappelsi með pizzu á leið í ofninn og heljarinnar umpökkun í gangi fyrir næsta ferðalag. Stefnan er nefnilega tekin til Parísar á morgun. Við byrjum á því að taka lest frá Waverley til Newcastle þaðan sem við eigum pantað flug til Parísar síðdegis á morgun. Þar munu taka á móti okkur Helga Soffía og Sölvi Björn vinir okkar og komum við til með að eiga næstu 6 dagana með þeim og hlökkum mikið til. Þá verður stefnan tekin næst til London, Brighton og Edinborgar aftur. Meira seinna, þegar ég hef eitthvað að segja.

xxx

laugardagur, janúar 20, 2007

Indian Thriller

Fyrir ykkur öll sem eitt sinn voruð Michael Jackson aðdáendur, hér kemur indverska bollywood útgáfan. Vídjóið frammkallaði amk nokkrar brosviprur á þreytulegt andlit mitt á annars ömurlegum tíma lífs míns. Það er gott sem gleður, þó ekki sé nema pínkupons. Annars er ég líka soldið glöð yfir því að HM í handbolta hefst í dag, það er alveg ástæða til að vakna og drulla sér framúr rúminu niðrí sjónvarpssófa.

Friður.
xxx

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Það sem á daga lífs míns (sérstaklega sl. 6 ára) hefur drifið....

Jólin búin, nýtt ár í höfn. Vonum að það verði betra ár en það síðasta.

peace

miðvikudagur, desember 13, 2006

Akureyrisss hefur endurheimt mig

Sælir góðir hálsar

Ég er komin í vetrarríkið ógurlega Akureyrisss. Skrítið hvað er einhvern veginn miklu meiri vetur hér en heima. Er hér bara í nokkra daga að leysa af á FSA, það var nú ósköp gott að koma aftur á spítalann og vinna, sjá kunnuleg og vinaleg andlit og njóta þess svo að sitja ein á kaffi Amor með tölvuna mína og rauðvínsglas og reyna að finna eitthvað sniðugt á netinu að lesa. Kvíði því reyndar að koma mér aftur heim í Stekk, í snjóþyngslunum og upp allar brekkurnar með matarinnkaupin. Fékk nebbla heila stóra íbúð í húsi sem spítalinn á undir litlu mig. Annars er lítið að frétta af mér annað en Afríkuferðin er nú staðfest. Flugið keypt og búið að hrúga bóluefnunum í upphandleggina á mér. Nú er því bara að reyna að fá sem mesta vinnu hérna til að ég geti fjármagnað þetta einhvern veginn. Þetta verður ævintýri.

Meira seinna

xxxx

Hulda

mánudagur, desember 04, 2006

Landið sem gleymdist.....

....Gínea-Bissá eins og það útleggst á íslensku, hér kem ég. Já góðir hálsar, ég ætla þangað í lok janúar og ætla að eyða þar rúmlega 2 mánuðum af ævi minni. Ég er glöð með það, eftir að hafa veriið að reyna við ýmis Afríkulönd þá loksins er það staðfest.........ég er að fara. Er í það minnsta búin að fjárfesta í flugmiða. Veit hins vegar ekkert hvað bíður mín þar og þarf að hafa hraðann á að reyna að læra eitthvað í Crioluo eða hreinlega portúgölsku svo ég geti kannski gert mig á einhvern hátt pínulítið skiljanlega. Hlakka alla vega til langþráðs ævintýris sem verður líklega í senn erfitt en ánægjulegt. Nú er það bara Félag Læknanema sem þarf að fresta fyrirhugaðri árshátíð svo ég (ásamt fjölmörgum öðrum) geti tekið þátt í henni en ekki verið fjarri góðu gamni. Það er ekki hægt að missa af síðustu árshátíðinni sinni í deildinni. RECOGNIZE!!!!

föstudagur, nóvember 24, 2006

Senn er það á enda

Námið sko. Var í prófum í dag, í eiturefnafræði og í bráðalæknisfræði. Bjargaði einu mannslífi, eða dúkkulífi sko í prófinu mínu í dag. Þetta þýðir aðeins eitt, ég á aðeins eitt próf eftir í læknadeild! Bara eitt próf EVER!!!! Eitt próf og ekki meir og það próf er ekki fyrr en í maí. Þangað til verð ég bara í ruglinu, einhverjir litlir horbjóðskúrsar nú á næstu dögum, ein vika í göngudeild, 1 mánuður í frí, 2 mánuðir í Afríku vonandi, 1 mánuður í upplestrarfrí, 1 próf, útskriftarferð....................og loks útskift. Doctor yessssssssssss. Jólaundirbúningur á næsta leiti, aðallega bara að þrífa heimili mitt og hafa það náðugt, jú og vinna pínu á Akureyrisss! Helv.fínt.
Skál fyrir því og aftur, skál!

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Ég er farin....

....suður um höf. Eða eiginlega ekkert svakalega mikið suður, bara aðeins suður og pínu held ég austur. Ætla að fara á pöbbarölt með ma og sys og frænkum. Ætla að kíkja í búðir. Ætla aðallega að hafa það gott og gaman. Sé ykkur seinna.

mánudagur, nóvember 06, 2006

DanceMASTERS!!!!

Jæja gott fólk, nú er komið að því. Þið fáið nú að verða þess heiðurs aðnjótandi að upplifa eitt mesta, nei tvö mestu meistaraverk, í dansheimi 21.aldarinnar.

Við Sigrún höfum unnið lengi að þessu, þið getið ekki ímyndað ykkur hve margar klukkustundir og hve margir lítrar af blóði, svita og tárum þessi meistaraverk kostuðu okkur. Fjölskylda og vinir voru vanrækt, híbýli okkar ekki þrifin svo mánuðum skipti og vinnan á bak við afrekið kostaði okkur svo mikið að við höfum nú verið lýstar gjaldþrota og erum á svörtum lista úti um alla bæ.

Búið ykkur undir bombu. Athugið, hafið hljóðið á....það er algjört möst eins og maður segir.

Fyrst er það meyjardansinn, þar erum við goofballs

Svo tókum við annan pól í hæðina og dönsuðum sem sex gods, sem við erum náttúrulega.

Ég hvet ykkur öll til að sýna þolinmæði og gefa ykkur góðan tíma til að horfa á bæði myndböndin, það er nokkuð ljóst að þvílíka hæfileika sjáið þið aldrei aftur. Ég vona að þið haldið meðvitund og líðið ekki útaf vegna ótvíræðra yfirburða okkar Sigrúnar á dansvettvanginum.

RECOGNIZE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

DIY

Iðnaðarmenn iss piss, maður gerir þetta nú bara sjálfur. Stolt get ég sagt frá því að klukkan 8 á laugardagskvöldið byrjuðum við Árdís framkvæmdir heima hjá henni og við unnur hörðum höndum alveg til klukkan 11 á sunnudagmorgun. Rifum í sundur, grunnuðum, máluðum og það sem var aðal - og líka langflottast.....veggfóðruðum með gull veggfóðri. Hef sjaldan séð svona fallegt. Maður þarf sko ekkert að fá einhverja menn til að gera eitthvað fyrir sig, oftast er nú bara hægt að gera þetta sjálfur!!

En djöfull var ég sósuð á sunnudaginn, var með undarlegan skjálfta og varð ekki mikið úr verki. En ég var stolt af listaverkinu á Framnesveginum :)

föstudagur, nóvember 03, 2006

TGI Friday.......

...........hef eiginlega ekki meira að segja í bili!

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Hey þið ónytjungar!!!!

Ég meina samt ekkert með þessu, þið eruð öll voðalega dugleg í flestu en ekki í einu! Bar Sveinbjörg er búin að pinna sig á gestakortið mitt, enginn annar!!!
Viljiði?!?....

Lesi lesi lesi...lesi útí sveit

Er búin að vera að spekúlera í hvaða bók ég á að lesa næst og fór því inn á Kistuna til að skoða hriflur þar. Alltíeinu var ég komin með bókalista upp á margar blaðsíður. Margt sem ég ætla mér að lesa en ég er samt í alveg sama bobba og ég var áður. Ég veit nebbla ekkert hvað ég á að lesa næst sko þó ég viti hvað ég ætli að lesa einhverntímann og nú er úr svo mörgu að velja. Síðast las ég Flugdrekahlauparann og hann lét mig gráta, nú er ég að lesa Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku og hún er að láta mig hlæja. Þarf að minna nýja tilfinningu fyrir næstu bók.

Gæti ég setið heima allan daginn undir sæng og úti væri rok og rigning og rosa læti og ég ætti alltaf heitt á könnunni yrði ég agalega glöð og notaleg kona.

Endilega komið með ábendingar um næstu lesningu mína því eins og þið vitið þá þjáist ég af valkvíða in extremis.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Drungi hversdagsleikans

Jæja, þá er maður kominn aftur á heilsugæsluna. Það er ekkert svo mikið slæmt en ég er og verð alltaf spítalakona. Þar á ég heima, þar vil ég vera. Ég á í rómantísku sambandi við spítalann. Æji, annars er allt heldur grátt og guggið hér á landi, erfitt að koma sér framúr í kuldanum og myrkrinu og erfitt að koma sér uppí rúm á kvöldin í kuldanum og myrkrinu því þá er svo helvíti notalegt að sitja við fullt af kertaljósi og lesa góða bók. Þið heyrið hvað ég lifi hröðu og ævintýralegu lífi!

Næst á dagskrá er ferðalag, ferðalag með mömmu, að hitta Ástu, og líka að hitta Ósk, Sunnu og Toby og fá að gista heima hjá þeim.

Svo koma jólin, samt ekki alveg strax.

Afríka lætur ekkert að sér kveða, sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Nú er það nýjasta Mósambík og Rauði krossinn......

Heil og sæl vinir

mánudagur, október 09, 2006

Ég hef engu gleymt þó að ég tali ekki um það....

.....og láti sem ekkert sé......

Jæja góðir hálsar, nú er ég sem stendur á krossgötum. Ég er að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að halda áfram með þetta blessaða blogg eður ei. Finnst eitthvað svo hjákátlegt að vera að reyna að finna eitthvað að segja til að pósta hérna á þessa forláta síðu. Samt er eitthvað skemmtilegt við þetta.

Krít var yndisleg, var samt rænd, en einhverntímann er allt fyrst er það ekki? Fer þangað aftur seinna og hefni mín. Kom heim beint í fullt af asnalegum prófum og hef síðan verið í heilsugæslu. Er sem stendur á Selfossi og fór meira að segja á Hraunið í dag, aldrei komið þangað áður.

Hef ekki fengið svör frá Tanzaníu enn, vonandi fer eitthvað að skýrast í þeim málum sem fyrst, er samt svo nýbúin að senda umsóknina og þetta getur tekið tímann sinn.

Jæja nóg í bili, sjáum til hvort færslurnar verða fleiri :)


......það er víst best geymt sem er tengt sorg eða trega, þögnin mitt eina vé.

þriðjudagur, september 05, 2006

Crete bestast

Hey beibs

Er a Kritinni med Thoru vinkonu. Erum i filinginum bestasta og mestasta. Vorum ad fa okkur tattoo og komumst ad tvi i sameiningu ad vid erum low class og thora er unfaithful hora. Annrs er allt tad bestasta hedan. Erum ad fara ad sigla og snorkla a morgun, ef tad verdur runnid af okkur. ae, forum samt to vid verdum fullar. Bae bae Hulda og Thora trailor trash pakk!!!!

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Boohoo

Mér leiðist, það eru allir hættir að nenna að kommenta :(
Annars kem ég heim á föstudaginn, fer í brúðkaup á laugardaginn, pakka niður aftur á sunnudaginn og fer í 1 viku í afslappilsisferð. Úff hvað það verðu gott og notalegt, smá frí áður en alvara lífsins hefst á ný.

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Furðuverk, fáránlegt og fávitar

Það er til fjall í Kína sem lítur út eins og brjóst, veit ekki hvað það heitir en það er töff. Þetta fjall er place of worship hjá þeim sem búa þarna.


Svaka geirur!

Að menn skuli eyða tíma og peningum í jafn fáránlega hluti og að framleiða sérstaklega vatnsmelónur sem eru kassalaga í stað þess að vera hnöttóttar.

Tesco ætlar að flytja þessar melónur inn til Bretlands frá Brasilíu og þeir segja að vegna nýrrar lögunnar verði mikið auðveldara og aðgengilegra að borða þessar melónur því það er hægt að bera þær fram í löngum ræmum í stað þess að þurfa að hafa melónuna í bátum. Mikið er ég fegin, ég nebbla set það fyrir mig að melónan er í bátum og get því ekki borðað hana því þa er svo óaðgengilegt og erfitt.

Nú get ég farið að borða vatnsmelónur eins og vindurinn því það verður hægt að fá þær kassalaga!

Þessi Serbi var nú aldeilis sniðugur. Hann hafði verið að drekka Rakia með félögunum og horfa á sjónhverfingamann í imbanum sem var svona sverðgleypir. Þá fengu Serbinn og vinir hans nú aldeilis góða hugmynd. Úr varð veðmál upp á tíu pund sem endaði með því að þurfti að drífa manninn á slysó þar sem þessi röntgenmynd var tekin af honum. Ég læt fylgja hér frekari frásögn af málinu og smá viðtal við snillinginn og vin hans.

He had to be rushed to the local hospital after swallowing a knife with an eight inch blade, eight nails, two spoons and a couple of clothes pegs to win the ten pound bet.


His friend Aleksander Tadic, 25, said: "He stood in the corner of the room and was holding this stuff above his head and swallowing it with his head tilted back, and we all thought it was just part of the act. We had no idea he was really swallowing it. He must have been really drunk to have managed to get it down his throat without gagging. I can't believe he really swallowed all that junk - I thought he was just pretending and then hiding it in his pockets or something.
"We only realised there was something wrong when he collapsed and we checked to see where the knife and nails were hidden and could not find them. Then we realised he really had swallowed them."


Doctors at the city hospital in Uzice in southwest Serbia carried out an X-ray to locate the metal objects.
Dr Maja Gulan said: "He was lucky. His stomach or intestines were not significantly injured. It could have been very different. Doctors successfully removed all the items in a five-hour operation."


Dankovic who is still being kept in hospital, said: "I don't remember a thing until I woke up here in hospital with a sore throat and 30 stitches on a cut on my abdomen. My girlfriend has told me she hopes they got everything out, we are planning to fly on holiday next month and she doesn't want me getting stopped by the airport metal detector."

Frábært!!!

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Af auglýsingum.........

Fréttablaðið mánudaginn 21.ágúst:

"Til sölu nýtt og ónotað, bensín, hlaupahjól, 43cc, rafstartað. Verð 43 þús. Uppl. í s.xxxxxxx"

Það tók mig smá tíma að fatta þennan, fyrst hugsaði ég bara: "Nice one! Gott hjá honum að selja nýtt og ónotað bensín!"

Ríkisútvarpið einhverntímann um daginn þegar ég lá í móki í sólinni:

"Rennihurðafataskápatilboð"

Borgar maður per orð eða? Eða var þessi bara að reyna að spara krónurnar með því að sleppa stafabilum?

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Bobby beibí Ewing

Var að horfa á sjónvarpsþátt um daginn þar sem menn voru að rífast og ýmislegt var sagt í hita augnabliksins. Aðstæður voru semsagt þannig að maður A og maður B áttu í einhverjum erjum og maður C lenti eiginlega á milli. Maður A var svo að rífast við mann C úr því hann hafði átt að hafa stanðið með manni B í stað þess að vera manni A hliðhollur og maður A var ósáttur og sagði við mann C um mann B: "And who do you choose? You choose a man that looks like a gay Bobby Ewing!"

..........Bíddu nú við hugsaði ég þá, hefur maður A aldrei séð Bobby Ewing, það er nú ekki eins og hann líti út fyrir að vera æðislega þráðbeinn!!!! Dveljum aðeins við þessa hugsun, ég læt hérna fylgja mynd af hinum umrædda Bobby


Obb, bobb, Bobby!!!

Good times, Hulda