miðvikudagur, júlí 05, 2006

Svartasta Frakkland, eða Afríka eða?

Jæja smá update

Alda og Melkorka Mist komu í heimsókn til okkar um síðustu helgi og það var æðislegt að fá þær. Melkorka er sætust í heimi. Þóra var reyndar að vinna alla helgina greyið en ég og mæðgurnar gengum um allt hér á Akureyrisss, dunduðum okkur hitt og þetta, grilluðum fínan mat og drukkum ótæpilega af hvítvíni og bjór J Það var ósköp notalegt. Svo tók náttúrulega bara alvara lífsins við og vinnan góða. Við Þóra höfum svo verið reglulegir gestir á Rocco síðastliðin 2 kvöld til að fylgjast með boltanum, sjitt hvað þetta er búið að vera spennandi. Og svo átti ég línu kvöldsins núna áðan, Þóra minntist eitthvað á það að nær allir í franska liðinu væru þeldökkir þar sem við horfðum á þá uppstillta yfir þjóðsöngnum áður en leikurinn hófst og þá sagði ég:

“Já, það er nefnilega alveg ótrúlega mikið af svörtu fólki í Afríku” !!!%#!&..........smá mis hjá mér bara.

Annars er bara minnst að frétta af okkur, við ætlum nú að sjálfsögðu að tékka á Rock Star Supernova í kvöld úr því að hann Magni “okkar” (eins og hann er skyndilega orðinn, bara eins og handboltastrákarnir okkar) er að taka þátt. Það verður forvitnilegt að vita hvort hann missir titilinn ef honum gengur ekki nægilega vel. Um helgina erum við svo að spá í að kíkja í Ásbyrgi á frjálsíþróttamót og skreppa í Hljóðakletta og að Dettifossi. Við erum samt ekki alveg búnar að gera það upp við okkur því Þóra er að vinna á laugardaginn og svo eigum við svolítið erfitt með tilhugsunina að missa af úrslitaleiknum í HM.

Á döfinni hjá mér er svo menningarferð, þ.e.a.s. skreppiferð heim í höfuðborgina. Ásta systir kemur til landsins á sunnudaginn næsta og ég ætla að koma að hitta hana helgina 15/16 júlí, ætla meira að segja að reyna að kría út frí á föstudeginum svo að ég fái langa helgi, sjáum til hvernig það gengur. Það væri alla vega gaman að ná að hitta sem flesta, við Ásta erum búnar að ákveða það að sólin verður fyrir sunnan þessa helgi (ég tek hana með mér að norðan) og við ætlum að halda mikið til á svölunum heima hjá mömmu með bjór í hendi og yl í hjarta.

Yfir og út

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úje, ég ætla líka að taka með mér sól frá Edin. Allir velkomnir á svalirnar í sól og öl um næstu helgi. Hlakka til að sjá ykkur elskurnar mínar.

Hulda sagði...

Sólin er reyndar ekkert hérna á Akureyri núna, veit þar af leiðandi ekki hvort ég hef eitthvað til að taka með mér,Ásta þú reddar þessu bara

Nafnlaus sagði...

Hey ég skal reyna að taka eh sól með mér frá Ljubli.... en hvernig verður það verður ekki eitthvað surva geim... við verðum að hittast :)