mánudagur, október 08, 2007

Riga, Vilnius og Edinborg


Kannski ekki alveg London, París, Róm en engu að síður mjög ánægjuleg ferð í þetta skiptið. Flugum út þann örlagadag 11.september til Edinborgar og svo þaðan til Riga þann 13.sept. Við fengum að sjálfsögðu höfðinglegar móttökur hjá Ragnari og Ying í höfuðborg Lettlands og vorum ekki lengi að koma okkur vel fyrir. Fengum reyndar báðar einhverja fjárans magapest fyrsta daginn okkar í Riga og kennum um flugvélamatnum sem við fengum í KLM vélinni fá Amsterdam til Riga.

Það var nefnilega þannig að það var yfirbókað í þá vél svo við gátum ekki tékkað okkur alla leið frá Edinborg heldur þurftum að hlaupa um eins og hauslausar hænum á Schiphol í leit að einhverjum til að tékka okkur inn svo við kæmumst örugglega með og einhver annar en við yrði að sitja eftir í Amsterdam. Við sátum í 3 og 4 röð í flugvélinni og það var víst einhvers konar business class, fannst þó sætin bara vera venjuleg sæti en við fengum annan mat þarna fremst heldur en restin af farþegunum. Það fylgdi máltíðinni meira að segja matseðill sem ég ætla að láta fylgja hér:



Savoury pastries filled with humus, date wrapped in bacon and Parmesan cream accompanied by green pesto


Black current (ég hélt reyndar alltaf að það ætti að vera blackcurrant en hvað um það) and raspberry dessert served with a mango and red pepper chutney.


Ég veit þetta hljómar voða fansí en þetta var ekkert svo spes á bragðið (hefði frekar viljað samlokuna sem hinir fengu) og svo var þetta ÓGEÐSLEGA EITRAÐ!!!

Svo fékk Ásta ekki töskuna sína þegar komið var til Riga og eftir nokkra eftirgrennslan komst starfsfólk flugvallarins þar að því að taskan hafði orðið eftir í Hollandi, hún skilaði sér þó sem betur fer strax daginn eftir svo þetta var ekki svo slæmt
Ojæja, jöfnuðum okkur nú á endanum af þessu og létum smá magapest ekki stoppa okkur, skoðuðum okkur aðeins um í Riga og fórum líka í tælenskt nudd. Fyndið að ég var í Tælandi í rúmlega 2 vikur í vor og fór aldrei í nudd en svo skelli ég mér bara til Lettlands til að fá thai-massage.


Nokkrar myndir frá fyrstu dögunum í Riga, sem er þekkt fyrir Art Nouvou enda er þar að finna margar mjög flottar byggingar og líka fullt af missmart konum með aubergine-litað hár, í hlébarðamunstursfötum og fullt af pleðri (á því miður engar myndir af þeim)




Veðrið var mjög gott fyrsta daginn, sól og hiti bara.

Skelltum okkur á Cuba-barinn eftir nuddið og fengum okkur einn ískaldan




Extreme close-up af Huldu í Riga


Eftir 3 daga í Riga sem við notuðum til að vera pínu veikar, ganga helling um og skoða, sötra Lettneskan bjór og borða tælenskan mat skelltum við okkur svo á Sky-bar á laugardagskvöldið til að fá að smakka besta Mojito borgarinnar sem var bara búinn!! Fengum samt bara einhverja aðra ljúffenga kokkteila og ekki skemmdi útsýnið fyrir en barinn er á efstu hæð á hóteli í miðborg Riga og þar er hægt að sjá panoramic útsýni yfir alla borgina. Slöppuðum svo af á sunnudaginn og á mánudagsmorgun lögðum við í langferðalag og keyrðum til Vilnius, Litháen.


Meira um næsta land í næstu færslu


mánudagur, september 10, 2007

Farin út á morgun.....

.......til Edinborgar og til Riga. Aldri að vita nema ég bæti einhverjum löndum við í ferðinni og skelli mér yfir til Litháen, Eistlands eða jafnvel bara til Rússlands. Sjáum til ;)

mánudagur, september 03, 2007

Bannað að prumpa

Síðasta kvöldið okkar í Tælandi fór hópurinn allur saman út að borða á fansí restörant. Þar byrjaði veislan að 2ja tíma opnum bar svo þið getið ímyndað ykkur að það var tekið nokkuð hressilega á því hvað áfengisneyslu varðar. Fengum svo voða góðan og fínan mat og það var mikið hlegið, grátið og allt það sem örlagadjammi fylgir. Voða gaman og allt. En eitt fannst mér pínu fyndið, við vorum sótt á hótelið okkar á frekar fínum míní-rútum sem hver tók um 6 manns, þetta voru líklega fínustu bílarnir sem höfðum ferðast í þarna í Tælandi og almennt voru þeir bara ágætir. Þessir bílar komu semsagt (og bílstjórar með) til að fara með okkur á fyrrnefnda fína veitingastaðinn. Inni í bílnum mínum var þetta skilti:

................inni í þessum bíl mátti sumsé ekki leysa vind. Mig langar í svona skilti í minn bíl.

föstudagur, ágúst 10, 2007

Samwell - Elska þetta!!!!

Í útskriftarveislunni minni í júní var ég kynnt fyrir þessum gaur og vídeóinu hans.........lov it lov it lov it lov it......þetta er búið að vera aðalgrínið í allt sumar. Ég andast þetta er svo ógeðslega frábært. Fæ ekki nóg af Samwell og What What In The Butt. Þið verðið að horfa aftur og aftur og aftur.

Flathafragrautur

Í nótt dreymdi mig að Sölvi væri að kenna mér að búa til hafragraut. Það átti að setja haframjöl og vatn í pott, salta smá og svo að lokum átti ég að mylja niður flatkökur og strá yfir!

Hefur einhver smakkað svoleiðis? Verð að viðurkenna að því meira sem ég hugsa um þennan flathafragraut sem mig dreymdi því forvitnilegri þykir mér hann. Fengist meira að segja líklega alveg til að smakka hann.

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Auðkennislyklar eru ekki smartir

Afhverju eru auðkennislyklarnir fyrir heimabankanna svona horbjóðslega ósmartir? Mér finnst að maður ætti að geta valið hvernig auðkennislykill best hentar manni. Væri maður uppalingur þá gæti maður til að mynda fengið sér auðkennislykil úr svörtu gleri og burstuðu stáli. Væri maður ömmulingur þá gæti maður fengið sér auðkennislykil úr hvítu postulíni með blúndu og máluðum blómum á. Væri maður ég þá gæti maður fengið sér auðkennislykil sem væri eiturgrænn og appelsínugulur og í laginu eins og fínn hælaskór.

Þoli ekki þennan ljóta gráa kubb sem hangir í lyklakippu hverrar einustu manneskju hér á landi!!

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Víkingur 2007



Eftir súperdúper hringferð um landið okkar góða með útlendinga tvo var haldin þvílík Víkingaveisla á Reynishólum. Nýja borðstofan okkar rúmaði auðveldlega 15 manns við matarborð og kom bara ljómandi vel út. Um helgina á Hólunum var einnig háð Víkingaspilstúrnament en eftir harða baráttu fór svo að Ninna og Árni báru sigur úr býtum. Hér koma nokkrar myndir frá leikunum.




Team Búmba Bomba

Team Rassgat

Team Grimmir

Team Búlga-Koff


Fagnaðarlætin á kantinum

þriðjudagur, júní 05, 2007

Etteralltaðkoma!

Búin að gera alls konar síðan ég bloggaði síðast. Fara í próf, fara til Tælands, koma heim, ná prófi o.fl o.fl.

Er núna á Akureyriss, kem heim á föstudag, er svo að fara að útskrifast bara bráðum.

Hef ekki alveg tíma núna til að tala rosa mikið um hvað var rosalegt í Tælandi því ég er á vakt, en ég ætla sko alveg að gera það bráðum, og jafnvel að láta nokkrar myndir fylgja með.

Síjúleiter

laugardagur, maí 05, 2007

Klossaklessa


Þetta er uppáhaldspleisið hans Gústa míns um þessar mundir. Honum þykir afar sniðugt að liggja í klessu hjá klossunum með svona mjúka inniskó sem heimatilbúinn herðapúða. Þarna getur hann fylgst með öllu saman, þeim sem eru að koma og fara, þarna missir maður sko ekki af neinu. Skíttmeðða þó maður líti ekkert voða töff út, þetta er stategía, stundum er hún bara halló.

miðvikudagur, maí 02, 2007

Hey!!!



Hvað er eiginlega málið með'ennan Castro?

mánudagur, apríl 23, 2007

Jæja og þá eru árin orðin 27!

Afmælisdagur að kveldi kominn. Hann var bara góður þessi. Fékk nýjan appelsínugulan kjól sem er rosalega fallegur, klæddi mig í hann og í appelsínugula skó og með appelsínugult kvenveski í stíl og fannst ég bara voða sumarleg og fín. Fékk svo bók um tælenskar siðareglur því ekki getur maður farið á framandi stað án þess að kunna basic mannasiði, það er til dæmis stranglega bannað að ota fótunum að fólki, sérstaklega er þó slæmt að ota fótum og tám í átt að höfði annarra. Það er hins vegar ákveðin huggun í því að vita að innfæddir koma ekki til með að skamma mann heldur munu þeir bara hlæja, maður á þó ekki að skilja það þannig að þeir séu að hlæja MEÐ manni því vissulega munu þeir vera að hlæja AÐ manni! Fékk líka fullt af kökum og góðgæti sem ég þurfti sjálf ekkert að hafa fyrir að baka heldur gat bara verið voða fín húsfrú og boðið gestum upp á kaffi og kaffibrauð eins og maður kallar það þegar maður er orðinn svona forn. Það er svo ljómandi að eiga svona myndarlegar og góðar frænkur sem hugsa svona vel um mann. Svo fékk ég fullt af símtölum og smsum og hafði ekki undan að svara og því færi ég öllum hér hinar bestu þakkir fyrir hlýjar kveðjur. Nú er ég orðin árinu eldri og klukkan gengin í nýjan dag, ætla því að horfa aðeins á sjónkann áður en ég fer að halla mér. Sacré Coeur sagði hún, já kveldúlfur nú er kominn í kerlinguna mína!

(Veit ekki alveg með ykkur en mér finnst eitthvað pínulega dónalegt við þessa síðustu línu! Skil ekki alveg afhverju, það væri bara alveg hægt, ef vildi maður, lesa út úr þessu hálfgerða kynferðislega tvíræðni, kveldúlfur ha, ja hérna og jæja!)

Þangað til næst

xxx

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Meika ekki...........

...........þetta prófvesen! Langar miklu frekar að vera úti allan daginn og vera aldrei inni að reyna að lesa.

Ég hatennan skóla!

mánudagur, apríl 09, 2007

Komin............

....heim frá USA.

Búin að fara til Raufarhafnar og komin aftur þaðan

Í kvöld er það svo Björk og Hot Chip, og líka smá bónus...........Antony Hegarty úr Antony and the Johnsons skilst mér ætli nebbla að koma og taka smá syrpu með Björk, örugglega mjög töff blanda!!!!

þriðjudagur, mars 27, 2007

Farin.......

...........til USA!!!!!!!!!

Sjáumst síðar ;)

fimmtudagur, mars 22, 2007

Allt á afturfótunum..........

Um daginn bilaði uppþvottavélin uppúr þurru

Í gær var helv.... skattframtalið mitt með vesen.

Í dag kom maður að gera við uppþvottavélina og þegar ég er rétt búin að punga út 16 þús kalli fyrir viðgerðinni og ekki einu sinni búin að fá að prufukeyra nýviðgerða uppþvottavélina heldur rétt þar sem ég stend og er að raða inn í hana þá.............

............byrjar að hellast vatn úr loftinu hjá mér!!!!!!

Veit ekkert hvað ég á að gera í þessu, skil ekki hvaðan vatnið kemur (það er reyndar stórstormur úti en ég veit ekki til þess að hér hafi áður lekið) og ég er satt best að segja orðin drulluþreytt á þessari afturfótagöngu á öllu saman.

Og mitt í þessu rugli öllu saman, á meðan ég er eitthvað að laga til í náttborðinu hennar mömmu, þá finn ég eitthvert ljótt nýaldarkjaftæðis bókamerki og á því stendur:

"Happiness is the result of total appreciation of all that life gives you at every moment"

Eriði á grínast í mér? Seriously!?! Seriously??????????

Púff, er eins og sprungin blaðra. Djöfuls rugl.

miðvikudagur, mars 21, 2007

Skattur Schkmattur!!

Arggggggggg..........ég hata skattframtalið mitt. Einmitt þegar ég held að ég sé búin að redda þessu öllu, breyta því sem er rangt, uppreikna það sem þarf að uppreikna.......þá kemur einhver skítavillumelding og get ekki lagað neitt. Og ég sem ætlaði að vera dugleg og skila á tíma get engann veginn reddað þessu án þess að tala við mér vitrari menn og þurfti því að sækja um fjárans frestinn! Annars finnst mér herra skattur ekkert hafa verið að vanda sig að auglýsa skiladaginn sérstaklega, var í smá vinkonuhitting í gær og þar voru heilar 3 vinkonur sem ekki höfðu hugmynd um að skila ætti í dag. O jæja. Best að reyna að gera eitthvað af viti svo ég eigi ekkert eftir þegar ég fer til USA í næstu viku. Grunar einhvernveginn að helgin verði ekki jafn pródúktíf og hún átti að vera því það er bara alltaf verið að bjóða mér í einhver gilli um helgina. Sjáum hvað setur. Nenni alla vega ekki þessu skattarugli lengur...........held ég bara sleppi því að skila í ár!

Hefur annars einhver prófað það? Gerist eitthvað stórt og agalegt ef maður bara hreinlega skilar ekki? Pælum aðeins í þessu? Rebel rebel, uppreisn.

Recognize!!

föstudagur, mars 16, 2007

Hugleiðangur

Hugleiðangur, hugarangur, hugleiðingar, leiðangur.

Úti er hrikalega fallegt núna, það er dimmt og kyrrt og það kyngir niður snjó. Svona flottum stórum snjókornum sem fá að falla í friði. Á morgun finnst mér þetta samt örugglega ekkert svo fallegt þegar ég þarf að vaða í gegnum snjó og slabb til að fara í vinnuna :) .......en akkúrat núna er fallegt og þá um að gera að njóta þess.

Á sunnudaginn næsta, 18.mars, er afmælisdagur mömmu. Á sunnudaginn er líka Mother's day í Bretlandi, ekki í Ameríku samt og þ.a.l. ekki á Íslandi heldur því samkvæmt upplýsingum á netinu höldum við mæðradag hér á sama tíma og Kaninn, sem er annan sunnudag í maí. En í Bretlandi er Mother's day á næsta sunnudag, og ég er líka Breti skilst mér, þó að ég sé Íslendingur. Þegar ég heyrði í Ástu systir um daginn sagði hún mér frá því að hún hefur verið að segja vinum sínum að vera extra góðir við mæður sínar á sunnudaginn. Mér finnst þetta fallegur boðskapur og ætla því að taka undir það sem systir mín bestasta segir. Við fáum víst ekki að óska mömmu til hamingju með daginn á sunnudaginn og úr því að það er nú líka Mother's day í Bretlandi þá skulu allir sem eiga mömmur vera extra góðir við þær og gera eitthvað sérstakt fyrir þær, hversu stórt eða smátt sem það kann að vera. Mömmur eru yndislegar verur, það borgar sig að láta þær vita af því öðru hverju því þá verða þær svo ofsalega glaðar. Það er nú alltaf þess virði að gleðja mömmuna sína.

Lofið okkur því........næsti sunnudagur........mömmudagur..........ok?


Svo fá þær bara annan mæðradag í maí ;)


xxxxxxx

miðvikudagur, mars 14, 2007

Mig langar, mig langar, mig langar

Ég er alltaf að hugsa þessa dagana um hitt og þetta sem mig langar til að kaupa mér. Mér langar í fínan ipod og dock með góðum háltölurum sem eru nettir en samt með góðum hljómgæðum. Mig langar í hitt og mig langar í þetta. Mig langar í alls konar hluti sem ég þarf ekkert endilega á að halda og get alveg hæglega lifað án. Mig langar samt ekkert í nýjan gsm síma, ótrúlegt en satt, gemsinn minn er nebbla töff þó hann sé gamall.

Á meðan aðrir eru í neysluverkfalli virðist hugur minn æstur að senda mig á einhvers konar neyslufyllerí! Mig langar, mig langar, kaupa, kaupa. En svo hugsa ég, nei nei Hulda mín, þetta er nú bölvaður óþarfi, þetta er bruðl, vertu ekki að þessu. Og þá get ég aldrei ákveðið..........kaupa, eða ekki kaupa!

Mig langar í alls kyns dótarí, kannski ég kaupi mér eitthvað smá af því?

Annars fjárfesti ég í flakkara um daginn til að ég geti tekið back-up af harða diskinum mínum. Fólk skiptist nebbla í 2 fylkingar: þeir sem hafa lent í því að harði diskurinn þeirra crashaði og misstu allt út af tölvunni sinni, og þeir sem eiga eftir að lenda í því að harði diskurinn þeirra crashar og þeir missa allt út úr tölvunni. Ég tilheyri sko fyrri fylkingunni, og það var ömurlegt þegar einn daginn harði diskurinn ákvað að hætta að existera og ég tapaði öllum gögnunum mínum. Þrátt fyrir þessa lífsreynslu hef ég samt tekið mér ár í að réttlæta það fyrir sjálfri mér að bruðla peningum í utanáliggjandi harðan disk svo ég geti átt almennilegt back-up. En ég lét loks undan neyslufylleríisheilanum mínum og keypti græjuna. Og græjan er nægilega stór til að ég geti tekið back-up af minni tölvu, mömmu tölvu og Ástu tölvu. Ótrúlega töff.

Jæja, best að ég haldi baráttunni áfram í huga mínum um hvað mig langar í, hvað ég vilji kaupa, og hvað ég ætti nú ekkert að vera að kaupa því það er djöfuls bruðl og óþarfi.

Maður er ruglaður í hausnum!!

sunnudagur, mars 11, 2007

Miranda Bailey sagði..........:

............."Remember that no man defines who you are"


Þessu skyldi engin kona gleyma!

Grey's anatomy er ógeðslega töff! Svo töff að það er hægt að vitna í karakterana!

Töff!

fimmtudagur, mars 01, 2007

Klipping í dag, Lisa á morgun



Á morgun ætla ég að fara með Þóru minni á tónleika með Lisu Ekdahl. Hef einu sinni farið á tónleika með henni áður og það var frábært. Kynntist Lisu fyrst þegar ég bjó í Kaupmannahöfn og það var alltaf verið að spila sama diskinn með henni á einu af uppáhaldskaffihúsunum okkar Sveinbjargar þar sem vi eyddum ófáum stundunum og drukkum ófá tonnin af bjór. Síðan hefur Lisa átt greiða leið í geislaspilarann minn og hlakka ég mikið til morgundagsins. Ekki skemmir nú fyrir að félagsskapurinn verður með því besta sem fyrirfinnst, þið vitið það sem þekkið hana að hún Þóra mín er snillingur!



Ég lét klippa um það bil helminginn af hárinu mínu af í dag.............I feel so light!
xxx

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Hellir eða Lög?

Ég sá Nick Cave á Bonnie Prince Billy tónleikunum, hann gekk rétt framhjá mér. Hann býr í Brighton og ég veit um mann sem veit hvar NC kaupir beyglurnar sínar. Nick Cave er meira töff en Jude Law (þó ég hefði nú alveg viljað hitta hann líka) en Hellirinn er samt meira töff. Það er miklu meira töff að drekka og dópa óxla mikið heldur en að halda framhjá með barnfóstrunni.

mánudagur, febrúar 12, 2007

Hæ elskurnar, þið fáu en yndislegu hræður sem nennið að lesa mig

Smá rapport.
Nú er ég stödd heima hjá Kidda í Brighton. Við systur flugum í gær frá París til London og áttum notalegt kvöld í gær heima á Kingsland Road með Ósk og Toby og svo kom Sunnslan seint í gærkvöldi heim frá Danmörku. París var yndisleg, ég held það sé óhætt að segja að við höfum gengið í það minnsta um 50 kílómetra á meðan á dvöl okkar stóð þar, bókstaflega tókum borgina á labbinu. Ég vil nýta tækifærið og þakka Helgu Soffíu og Sölva fyrir dásamlega gestrisni, frábæra leiðsögn um borgina en þó umfram allt yndislegan og mjög svo þarfan félagsskap. Við elskum ykkur. Æðislegt var einnig að hitta Ragnar og Ying sem komu frá Lux til að vera með okkur, það var frábært að eyða tíma með ykkur öllum. Um hádegisbilið í dag tókum við frænkur okkur svo til og skelltum okkur í lest til Brighton. Eftir rölt meðfram sjónum þar, borgara og bjór stendur nú til að fara í fína dressið og gíra sig upp fyrir tónleika. Erum nebbla á leið á tónleika með Bonnie Prince Billy hér í kvöld, ætlum svo að crasha heima hjá Kidda og koma okkur aftur til London einhverntímann á morgun. Á miðvikudaginn (valentínusardaginn) förum við systur svo aftur norður til Edinborgar og næ ég nokkrum dögum þar með henni áður en ég snáfa aftur heim en Ásta verður eftir heima hjá sér. Hlakka til að sjá ykkur og sendi ykkur ástarkveðjur, maður er nú eitthvað orðinn svo voðalega væminn og viðkvæmur þessa dagana. Það er amk ekki erfitt að gera sér grein fyrir því góða og þeim góðu sem maður á að eftir allt sem gengið hefur á.

Friður

xxxxx

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Tilraun til endurlifgun salar

Jæja þá, eftir atburði síðastliðins rúms mánaðar eða svo þá tókum við systur þá ákvörðun að drífa okkur í ferðalag. Markmiðið með þessari ferð var og er að komast burt frá öllu því sem við höfum verið að standa í heima og burt frá því sem enn bíður okkar þar. Aðalmarkmiðið er að reyna að láta okkur líða vel, hafa það gott og gaman og ekki síst að vera innan um gott fólk sem okkur þykir afskaplega vænt um. Í morgun flugum við því til Glasgow eftir 1 klukkustundar svefn og frá Glasgow tókum við rútu beinustu leið til hinnar yndislegu borgar Edinborgar. Hér höfum við verið að dúlla okkur við ýmislegt í dag og stijum nú í íbúðinni hennar Ástu fyrir framan tv í afslappelsi með pizzu á leið í ofninn og heljarinnar umpökkun í gangi fyrir næsta ferðalag. Stefnan er nefnilega tekin til Parísar á morgun. Við byrjum á því að taka lest frá Waverley til Newcastle þaðan sem við eigum pantað flug til Parísar síðdegis á morgun. Þar munu taka á móti okkur Helga Soffía og Sölvi Björn vinir okkar og komum við til með að eiga næstu 6 dagana með þeim og hlökkum mikið til. Þá verður stefnan tekin næst til London, Brighton og Edinborgar aftur. Meira seinna, þegar ég hef eitthvað að segja.

xxx

laugardagur, janúar 20, 2007

Indian Thriller

Fyrir ykkur öll sem eitt sinn voruð Michael Jackson aðdáendur, hér kemur indverska bollywood útgáfan. Vídjóið frammkallaði amk nokkrar brosviprur á þreytulegt andlit mitt á annars ömurlegum tíma lífs míns. Það er gott sem gleður, þó ekki sé nema pínkupons. Annars er ég líka soldið glöð yfir því að HM í handbolta hefst í dag, það er alveg ástæða til að vakna og drulla sér framúr rúminu niðrí sjónvarpssófa.

Friður.
xxx

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Það sem á daga lífs míns (sérstaklega sl. 6 ára) hefur drifið....

Jólin búin, nýtt ár í höfn. Vonum að það verði betra ár en það síðasta.

peace