miðvikudagur, mars 21, 2007

Skattur Schkmattur!!

Arggggggggg..........ég hata skattframtalið mitt. Einmitt þegar ég held að ég sé búin að redda þessu öllu, breyta því sem er rangt, uppreikna það sem þarf að uppreikna.......þá kemur einhver skítavillumelding og get ekki lagað neitt. Og ég sem ætlaði að vera dugleg og skila á tíma get engann veginn reddað þessu án þess að tala við mér vitrari menn og þurfti því að sækja um fjárans frestinn! Annars finnst mér herra skattur ekkert hafa verið að vanda sig að auglýsa skiladaginn sérstaklega, var í smá vinkonuhitting í gær og þar voru heilar 3 vinkonur sem ekki höfðu hugmynd um að skila ætti í dag. O jæja. Best að reyna að gera eitthvað af viti svo ég eigi ekkert eftir þegar ég fer til USA í næstu viku. Grunar einhvernveginn að helgin verði ekki jafn pródúktíf og hún átti að vera því það er bara alltaf verið að bjóða mér í einhver gilli um helgina. Sjáum hvað setur. Nenni alla vega ekki þessu skattarugli lengur...........held ég bara sleppi því að skila í ár!

Hefur annars einhver prófað það? Gerist eitthvað stórt og agalegt ef maður bara hreinlega skilar ekki? Pælum aðeins í þessu? Rebel rebel, uppreisn.

Recognize!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bíddu... skattaskyrsla? Kvaetha?

dúddúrúúú...

Unknown sagði...

Neinei ekkert svakalegt gerist, þeir reikna bara á þig himinháartekjur og rukka þig svo. Búmm íbúðin á uppoð innan nokkra daga ef þú borgar ekki eða kærir útreikninginn :)