miðvikudagur, desember 31, 2008

Bleble 2008, halló 2009

Nýja árið er víst að koma og þá er best að slá þessu upp í kæruleysi og skella sér í rúnt umhverfis heiminn. UK-USA-Samoa-Nýja Sjáland-Ástralía-Indónesia-Malaysia-Singapore-Cambodia-Víetnam-Kína-UK. Bæti víst nokkrun nýjum löndum inn á listann og hugsa bara að ég nái þá aftur markmiðinu sem er að hafa komið til jafn margra landa og ég er gömul.

miðvikudagur, nóvember 19, 2008

Næstum búin....

....bara 2 dagar til viðbótar á bæklun og þá er ég búin í bili. FRÍÍÍÍ.............!!!!!!
Sofa til amk 10 á morgnana, nenna að gera eitthvað, fara til London að hitta Thomas, fara til Edin að hitta Ástu, kaupa jólagjafir, gera jólahreingerninguna (já ég veit, hlakka meira að segja til þess) og bara allt sem maður nennir ekki að gera þegar maður er úrvinda eftir vinnuna alltaf :)

Vei vei vei

miðvikudagur, október 29, 2008

Af bankaviðskipta(vinum)...eða ekki?

Mér leið ekki vel eftir bankaferðir mínar í dag, sármóðguð og svikin gekk ég út úr seinni bankanum og leið hálfpartinn eins og ég hefði verið misnotuð!!

Ég er að leggja land undir fót í byrjun desember og af ótta við frekara frjálst fall krónunnar ákvað ég að hafa vaðið fyrir neðan mig og reyna að sanka að mér eins og nokkrum pundum.

Fyrst lá leið mín í Banka A þar sem ég er með einn lítinn auman reikning (N.B. ekki virkur launareikningur) sem er ekki ofurmikil innistæða á en alltaf einhver hreyfing þó. Ég þurfti að vísu að framvísa farseðli til að mega kaupa pund og úr því að ég er viðskiptavinur bankans þá mátti ég kaupa pund fyrir 50 þúsund krónur íslenskar. Gekk þaðan út á einhvern hátt furðusátt þrátt fyrir þessar takmarkanir með 260 pund í vasanum.

Efaðist þó um að þetta skotsilfur myndi duga mér í 3 vikur í UK og gekk því nokkra metra og inn í Banka B. Þar kvaðst ég vilja kaupa pund og gaf upp kennitöluna mína. Gjaldkerinn tjáði mér það að ég mætti kaupa gjaldeyri fyrir 10.000 kall. Ég hváði og hún sagði mér það að úr því að ég er ekki viðskiptavinur bankans gæti ég ekki keypt fyrir meira. Þá hélt ég nú að ég myndi missa andlitið og sagði stúlkunni að víst væri ég viðskiptavinur bankans en banki þessi geymir nær alla þá peninga sem ég á í öllum heiminum. Hún fór eitthvað og athugaði málið, kom svo stuttu seinna og sagði að hún hefði getað séð það að ég væri með vörslureikning hjá þeim í eignastýringu en engar færslur inn eða út af reikningi þessum hefðu sést síðasta mánuðinn. Þetta þyrfti að vera virkur launareikningur til að ég teldist viðskiptavinur og fengi að kaupa gjaldeyri fyrir áðurnefndar 50 þúsund krónur sem alvöru "viðskiptavinum" bankans eru settar takmarkanir um. Ég fussaði og sveiaði í huganum en var hreinlega of sár og hvumsa yfir þessu til að segja nokkuð af viti, benti henni nú samt á að lokað hefði verið fyrir öll viðskipti á þessum vörslureikningi þegar landið fór á hausinn og þótt ég vildi hefði ég ekkert getað nálgast af þessum peningum eða búið til inn/út færslur af reikningnum í einhverjar vikur. Svo gekk ég út með andlitið í lúkunum!

Mér finnst þetta vera þvílíkur dónaskapur og svik, og myndi ekki kalla þennan banka í dag vin minn frekar en þeir viðja kalla mig vin sinn. Þeir halda aleigu minni í gíslingu, nær allur peningur sem ég á er hjá þeim - ég fæ ekki að nálgast hann - og svo slengja þeir því framan í mig að ég er ekki viðskiptavinur þeirra og fái þar af leiðandi ekki að kaupa hjá þeim skitin 250 pund þrátt fyrir að vera með gildan farseðil í höndunum. Ég veit ekki hvað ég get annað gert en að fela bankanum umsjón með öllum mínum monningum til að teljast viðskiptavinur.

Langt síðan ég varð svona ofsalega hissa, þetta er nú meira kúkaástandið! Þetta var vægast sagt mjög súr upplifun, ekki bara fíaskóið hjá Banka B heldur líka bara það að fá ekki útlenska peninga nema fyrir fyrirframákveðna upphæð (sem gefur manni ekki marga útlenska peninga í dag) og gegn framvísun einhverrar sönnunnar þess að maður sé nú í alvörunni að fara til útlanda á næstunni. Það var eins og væri búið að hernema landið og fylgst með hverju fótmáli manns, ég stóð mig meira segja að því á leiðinni heim úr þessari fýluferð að líta tortryggin í kringum mig í leit að einhverjum sem væri að fylgjast með mér og skrá niður hvert mitt spor.

Ég geri mér fullvel grein fyrir því að ástandið er alls staðar í hassi og eflaust eru þessar takmarkanir á úttektum að einhverju leyti nauðsynlegar, þess vegna mætti ég á staðinn með nauðsynleg ferðagögn og skilríki og annað. Ég var samt illa svekkt yfir því að fá ekki að njóta sömu "fríðinda" og aðrir "viðskiptavinir"bankans þrátt fyrir að hafa verið í viðskiptum við hann í nokkurn tíma!!!

þriðjudagur, október 21, 2008

Þó að maður segi...

...Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi breyting veldur.

Þá þýðir það ekki að allt sé bara í lagi, helv... flugfélag!!!

fimmtudagur, október 16, 2008

Ég er.....

.........mögulega, kannski, hugsanlega ekki í svo mikilli klípu (á einn hátt) !

Á annan hátt er ég samt ennþá í klípu.......en hver er það ekki á þessum síðustu og verstu?

miðvikudagur, október 15, 2008

Ég er.....

.....í klípu!

Alltaf í klípu

þriðjudagur, september 16, 2008

Ég er því fegin að hafa ekki risaeiturkoppa á mínu heimili, Gústi er mér sammála - Fleiri færeyskar fréttir

...enn einn pistillinn úr færeyska Vikublaðinu, tékkið á síðustu línunni. Ógvusligur bruni hljómar eitthvað sem ég er ekki til í að fá!!
Risaeiturkoppur bitið hund til deyðis


Familjan hjá einum hermanni er flutt út úr húsinum, eftir at ein vandamikil eiturkoppur beit hund teirra til deyðis. Talan er um ein sonevndan kamel-eiturkopp, ið vanliga livir best í heitum og turrum umhvørvi.




Griffith-familjan stríðist fyri at fáa fatur á óbodna gestinum, sum kom í húsið í ryggsekkinum hjá hermanninum og húsbóndanum, Rodney, tá hann kom heim eftir lokna hertænastu í Afghanistan.Familjan hevur longu mist átta ára gomlu tíkina, Bella, ið mátti avlívast, eftir at eiturkoppurin beit hana. Lorraine Griffiths og børnini, ið eru 18, 16 og 4 ára gomul vórðu noydd at flyta úr húsunum í Colchester, Essex. Tey nokta at flyta inn aftur, fyrr enn RSPCA hevur funnið og tikið eiturkoppin.Hetta slagið av eiturkoppum kann gerast einar 22 cm til longdar og renna einar 16 km/t – tískil eru teir ógvuliga torførir at fáa fatur á.Frú Griffiths er vís í at eiturkoppurin kom til landið í ryggsekkinum hjá manni hennara, 32 ára gamla Rodney, sum kom heim í juni. Hann er síðani farin avstaðaftur til Afghanistan.Kamel-eiturkopparnir eru ikki lívshóttandi fyri menniskju. Verður tú bitin av einum slíkum, kanst tú vænta at fáa ógvusligan bruna

föstudagur, ágúst 22, 2008

Klympíuveisla

Ahhhhhhhhh

Ég elska Ólympíuleikana with a passion!!!
Er búin að vera í sumarfríi í ágúst og hef náð að horfa á næstum alla dagskrá ólymíuleikanna, nema kannski skotfimi, badminton og eitthvað svoleiðis sem mér finnst ekkert skemmtilegt. Hér er vaknað klukkan 6 á morgnana til að missa örugglega ekki af neinu.

Í hléum á Klympíuleikunum eins og leikarnir hafa verið kallaðir á Hólunum er svo múrað og málað og unnið í garðinum.

Ég er líka alveg búin að ákveða það að 2012 þegar Klympíuleikarnir verða í London þá ætla ég að mæta á svæðið!!!

þriðjudagur, júní 10, 2008

Pistill úr færeyska Vikublaðinu

Bárður á Lakjuni 14.05.2008 - 08:50
Henrik Larsson ger comeback
’Henke’, sum hann eisini verður nevndur, hevur avgørt at gera eitt comeback á svenska landsliðnum.

Tað kom rættiliga óvæntað, fyri ikki at siga heilt óvæntað, tá svenski landsliðsvenjarin, Lars Lagerbãck, týsdagin kunngjørdi, at Henrik Larsson verður við í svenska landsliðshópinum, sum skal til EM í Schweiz/Eysturríki í summarHenrik Larsson, sum nú er vorðin 36 ár, hevur umboðað fleiri stórfeløg í Europa. Hann hevði nógv góð ár í Celtic í Skotlandi, áðrenn hann fór til Barcelona, har hann eisini kláraði seg sera væl. Eitt stutt skifti spældi hann eisini við Manchester United. Nú spælir hann so við Helsingborg í bestu svensku deildini, Allsvenskan. Larsson hevur ikki einas játtað at vera við í summar, hann vil eisini fegin vera við í komandi HM-undankapping.EM endaspælið í summar verður tað sætta hjá Henrik Larsson, og tað er svenskt met.

Hahahaha, færeyska er best í heimi! Linkinn á fréttina má finna hér

fimmtudagur, júní 05, 2008

Gústiminn

Það er eitthvað að honum Gústa mínum, hann er bólginn á hausnum og ekki eins og hann á að sér að vera. Hefur líklega krambúlerast eitthvað í slagsmálum eða eitthvað. Hann þarf víst að fara að hitta hann Dagfinn á morgun.........vonandi verður allt í lagi með hann.

Grey Gústi minn, hef eila bara miklar áhyggjur af honum litla skinninu.

föstudagur, maí 30, 2008

Nú er mér allri lokið....!!!

Ja hérna hér....úff!

Ég á það til að tárast aðeins, eða já hreinlega skæla, yfir bókum, bíómyndum, sjónvarpsþáttum og öðru. Þessi undarlega heðgun hefur reyndar færst heldur í aukana nú á seinni árum og svo sem ekki mikið við því að gera.....

......en í kvöld stóð ég sjálfa mig að því að skæla yfir bíómynd sem heitir "Húrra hóra" eða "Hurrah Hora" uppá sænsku......



....ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um það....???


p.s. ég hló sko alveg líka að myndinni, en samt...

miðvikudagur, maí 21, 2008

Af bjútíkvíns

Las frétt á visir.is í dag sem ber titilinn: "Fegurðardrottningar geta ekki verið fullkomnar" en þar er rætt við þá stúlku sem hafnaði í 2.sæti í Ungfrú Ísland keppninni 2006 og hún beðin um að um að gefa keppendum í ár góð ráð. Eitthvað er verið að spjalla við hana um hvað hún hafi verið að aðhafast undanfarið og segir hún meðal annars að hún hafi ekki nennt í útskriftarferðina sína og hefði frekar viljað fara og hitta vinkonu sína erlendis og ferðast aðeins með henni. Í lokin segir hún svo: „Við fórum til dæmis í dag til Parísar að skoða Effel turninn og Monu Lisu safnið sem var með eindæmum gaman."

Monu Lisu safnið???

hahahahha, fyndin stúlka

föstudagur, maí 09, 2008

Sturta óttans!

Varúð!!!

Tæplega 30 klukkustunda vaka, heitt vatn og sápa getur verið lífshættuleg blanda.

Note to self: leggja sig fyrst, sturta sig svo!

fimmtudagur, maí 08, 2008

Sennilega besta grín í heimi....

......er að ganga um götur Reykjavíkurborgar og breyta hliðaspeglum á bílum sem verða á förnum vegi þannig að þeir snúi alveg inn að bílrúðunum! Arg, ég einmitt andast alltaf úr hlátri þegar ég sest inn í bílinn minn og ætla að líta í hliðarspegilinn áður en ég keyri út úr stæðinu og sé þá ekkert nema smettið á sjálfri mér......EKKI, hlæ barasta ekki neitt heldur andvarpa, stíg út úr bílnum og laga speglana mínum.

Get ekki ímyndað mér að hliðarspeglagrínarinn sitji í felum og fylgist með (og hlær að) gremju bílstjóranna þegar þeitt uppgötva að þeir hafa orðið fyrir barðinu á honum.

Ég hef nebbla orðið fyrir barðinu á hliðarspeglagrínaranum, er samt ánægðari með hann heldur en hoppaonábílþakagrínaranum sem ég varð fyrir barðinu á síðasta sumar en sá óprúttningi náungi skemmdi bara sæta litla bílinn minn á meðan ég var fjarri góðu gamni í útlöndunum.

Þá kýs ég hliðarspeglagrínarann miklu frekar.

Afsakið færsluna, er bara að nálgast 24 tímana í vöku og sit heima hjá mér að berjast við að sofna ekki því ég þarf að mæta á mjög svo leynilegan og mikilvægan fund áður en ég get fengið mér eftirvaktalúrinn minn. Er alveg orðin stjörf og er að reyna að drepa tímann, sökum andleysis datt mér ekkert sniðugra í hug til að setja hér inn.

Leiter

sunnudagur, maí 04, 2008

Fransk Löksoppa

Súpur sem eru tilbúnar í bréfum og maður blandar bara vatni eða vatni og mjólk við geta oft verið alveg ágætur kvöldverður. Það er hins vegar ekki Franska lauksúpan frá Knorr, þvílíkur viðbjóður. Æltaði að fá mér voða góðan kvöldmat, súpu, salat og bollur en þessi lauksúpa var bara alls ekkert góð.

Nema það sé bara reginmisskilningur hjá mér að mér finnist frönsk lauksúpa góð!!! Ég held mér finnist hún góð en man samt bara eftir því að hafa borðað slíkt þrisvar sinnum og hefur bara fundist hún góð í eitt af þeim skiptum. Ég hugsa að ég gefi lauksúpunni samt fleiri sénsa því 1 af þessum 3 skiptum var núna áðan, ofannefnd pakkasúpa, og eitt var í Lettlandi og þá var búið að hella heilli dós af dilli út í súpuna því það er víst eina kryddið sem þeir eiga nóg af þar og nota því óspart.
Hlakka til næstu frönsku lauksúpureynslu............ætla samt að bíða aðeins, er enn með óbragðið af þeirri síðustu í munninum

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Hmmmmmmmmmmm

Nú vel ég alltaf kassa nr.2 og þá er glaðningurinn alltaf í kassa nr.1

Þetta er bara svindliprump!!

laugardagur, apríl 19, 2008

Kassi 2, en ekki 3, eða 1, eða 2 eða????

Ég hef síðastliðnar vikur eða mánuði tekið þátt í einhverri vitleysu á nuid.is þar sem maður á að velja einn kassa af 3, velja svo já takk, nei takk eða kýsa að svara ekki og svo fær maður að vita hvort maður hefur unnið eitthvað. Samkvæmt núinu hefur maður alltaf séns á að vinna einhverja utanlandsferð og er það eingöngu vegna þess sem ég nenni að standa í þessu. Ég hins vegar, líkt og Guðrún Lilja vinkona mín, hef aldrie unnið neitt slíkt en fæ stundum glaðning, eins og þeir kalla það, sem iðulega er afsláttur annað hvort af einhverri grennandi snyrtimeðferð á snyrtistofum bæjarins eða afsláttur af einhverju ruslfæði á búllum bæjarins.............þeir ættu kannski aðeins að hugsa þetta til enda.


Alla veg þá vel ég alltaf.............já alltaf............kassa nr 3...........og iðulega kemur svarið, því miður eniginn glaðningur í þetta skiptið, glaðningurinn var í kassa nr 2, ekki nr 3. (Glaðningurinn er nátturúlega ekki alveg alltaf utanlandsferð sko en oftast einhver afsláttur). Svo þurfa þeir alltaf að tilkynna mér það að í síðustu viku hafi einhver random manneskja, sem þeir nefna á nafn, valið einhvern ákveðinn kassa og unnið ferð til Prag/Barcelona/London etc........einsog mér sé ekki skítsama þó að María einhver eða Jóna einhver hafi unnið eitthvað sem mig langar í.

Alltaf segja þeir samt að glaðningurinn hafi verið í kassa 2 en ekki 3. Núna ætla ég að breyta um taktík...........ég ætla núna alltaf að velja kassa 2 og aldrei kassa 3...........sjáum hvað setur............kannski segja þeir mér nú að glaðningurinn hafi alltaf verið í kassa 1 en ekki 2, sjáum til............ég leyfi ykkur að fylgjast með. Og já, ég geri ráð fyrir því að þið séuð agalega spennt að vita um framvindu mála!

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Barcelona hér kem ég

Ég er til allrar hamingju að leggja land undir fót og ætla til Barcelona á næstunni. Það finnst mér gott. Ég hef nokkrum sinnum komið til borgar þessarar og alltaf fundist stórfínt að vera þar, síðast var ég þar sumarið 2001 en þá bæði hóf ég og lauk interrail-ferðalagi mínu á heimsókn til Barca þar sem ég ásamt ferðafélgögum mínum fékk gistingu þar hjá Helgu Soffíu vinkonu minni sem þá bjó þar. Nú býr Helga þar aftur ásamt sínum ektamanni Sölva og það er einmitt það besta við þessa ferð mína sem brátt kemur að, að ég er að fara að heimsækja þau bestu og ekki síður að hitta systur mína bestu sem einnig er á leið til Barcelona bestu. Er einhvern veginn alveg farin að sjá dagana fyrir mér og það heldur mér gangandi núna. Ekki skemmir svo staðsetningin fyrir en í öllum sannleika sagt þá held ég að tilhlökkunin væri alveg jafn mikil ef þau byggju á Kópaskeri, því annars ágæta þorpi. Rólegheit, sötur, spjall, afslappelsi, góður matur og smá vorfílingur í besta hugsanlega félagsskap er semsagt það sem koma skal hjá mér.
Mér er farið að þykja færsla þessi vera heldur háfleyg og hef því hug á að fleygja mér í bólið, það eru víst nokkrir vinnudagar til stefnu áður en herlegheitin hefjast.

Lifið heil.........og.........."Recognize!!!!!!!!"

fimmtudagur, apríl 03, 2008

Daft Punk - Harder Bodies Faster Stronger. HAhahahahahaha, fyndar píur og ótrulega hæfileikaríkar að mínu mati

Mér finnst þetta algjör snilld, velti því samt stundum fyrir mér hvað þurfti margar tilraunir til að ná þessu í einni rimmu. Núna er vandamálið hins vegar að um leið og ég heyri þetta lag fer ég að flissa eins og asni!! LOVIT!
Samt ótrúlegt að detta þetta í hug, álhauspokarnir fullkomna alveg dæmið. hahahahaha

þriðjudagur, mars 25, 2008

Af verðbólgu, vöxtum og gengisfellingu

Jón Ásgeir segir að bankarnir séu súrefnið inn í atvinnulífið.
Jón Ásgeir virðist vita hvað hann syngur þegar verðbólgan er annars vegar.

Ég er að hugsa um að hringja í'ann..........ætla samt sko ekki að syngja í'ann (fyrir þá sem vita hvað það þýðir)

Ég ætla að spyrja hann: Heyrðu, Jón Ásgeir, hvað er verðbólga? Og hvernig minnkar það verðbólgu að hækka vexti? Hvað eru stýrivextir? Étur verðbólgan litlu börnin sín? Hvað ertu með í laun á mánuði?

Við erum að tala um 20% verðhækkun á matvælum......verst að það er eiginlega ekki hægt að hætta bara að borða.

föstudagur, mars 14, 2008

Þetta er algjört möst sí - Ken Lee - Bulgarian Idol (WITH ENGLISH TRANSLATION)

Smá viðbót svona á föstudegi, súra hausnum mínum fannst þetta amk rosalega fyndið. Andaðist úr hlátri alveg

Svar við óskum um bloggfærslur

Sælar, ég lofa því að ég mun blogga meira þegar ég hætti að vera súr í hausnum. Er á vaktaviku núna og er ótrúlega rugluð eitthvað. Ósk gisti hjá mér í nótt og hún var að segja mér að í morgun hefði ég legið með opin augun, verið að horfa undarlega í kringum mig og flissa alltaf annað slagið, flissa svona letilega, og á meðan var Gústi að labba á hausnum á mér.
Ég man nú ekkert eftir þessu, vildi að ég vissi hvað mig var að dreyma því það virðist hafa verið fyndið og skemmtilegt.

Næturvaktaviku minni lýkur á mánudagsmorgun og í framhaldi af því hlýtur að fara að rofa eitthvað til í kollinum á mér.

Ég mun snúa aftur.

Hasta la Vista beibí...........eða eins og skáldið spænska Terminator sagði: Sayonara beibí!!

mánudagur, mars 03, 2008

Vó maður

Var að sjá að Evran er komin í hundraðkallinn.......er það kannski búið að vera solleis lengi eða?
Ég er svo aldeilis hlessa og hlussa.

hahahahahhahaha

laugardagur, mars 01, 2008

Humm....?

Ég er eggjamaðurinn, þeir eru eggjamennirnir
Ég er rostungurinn, goo goo g'joob

eða á það að vera:

Ég er eggmaðurinn, þeir eru eggmennirnir
Ég er etc.........

.............og þetta er alls ekki það skrítnasta í þessum texta. Hef aldrei almennilega pælt í því en ég eiginlega skil ekki neitt um hvað þetta lag er eiginlega...........held ég..........

Please clarify

sunnudagur, febrúar 17, 2008

AB

Vinkona mín á tvíbura sem ganga undir nöfnunum A og B. Ætli vinkona mín framleiði AB-mjólk í sínum brjóstum?

laugardagur, febrúar 09, 2008

Vá....

.....Paula Abdul er snargeðveik, eða snardópuð!
Það er þáttur á ITV sem heitir Hey Paula! og hún er bara alltaf full....eða eitthvað. Crazy lady!!!

Vetrarþögn

Ég er enn á lífi, ég hef bara ekkert að segja, eða alla nenni ekki að skrifa það niður þegar ég hef eitthvað að segja. Er í bloggpásu um óákveðinn tíma, kannski ég hafi eitthvað að segja einhvern tímann seinna. Er orðinn Landspítalastarfsmaður núna fyrir þá sem ekki vita það, oft mikið að gera. Líf mitt í hnotskurn þessa dagana í vonda veðrinu: Vinna, sofa, vinna, sofa, vinna, sofa.......svo kannski er það bara alveg skiljanlegt að ég hafi ekki mikið að segja.
Bæ í bili