fimmtudagur, júlí 26, 2007

Auðkennislyklar eru ekki smartir

Afhverju eru auðkennislyklarnir fyrir heimabankanna svona horbjóðslega ósmartir? Mér finnst að maður ætti að geta valið hvernig auðkennislykill best hentar manni. Væri maður uppalingur þá gæti maður til að mynda fengið sér auðkennislykil úr svörtu gleri og burstuðu stáli. Væri maður ömmulingur þá gæti maður fengið sér auðkennislykil úr hvítu postulíni með blúndu og máluðum blómum á. Væri maður ég þá gæti maður fengið sér auðkennislykil sem væri eiturgrænn og appelsínugulur og í laginu eins og fínn hælaskór.

Þoli ekki þennan ljóta gráa kubb sem hangir í lyklakippu hverrar einustu manneskju hér á landi!!

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Víkingur 2007



Eftir súperdúper hringferð um landið okkar góða með útlendinga tvo var haldin þvílík Víkingaveisla á Reynishólum. Nýja borðstofan okkar rúmaði auðveldlega 15 manns við matarborð og kom bara ljómandi vel út. Um helgina á Hólunum var einnig háð Víkingaspilstúrnament en eftir harða baráttu fór svo að Ninna og Árni báru sigur úr býtum. Hér koma nokkrar myndir frá leikunum.




Team Búmba Bomba

Team Rassgat

Team Grimmir

Team Búlga-Koff


Fagnaðarlætin á kantinum