Afhverju eru auðkennislyklarnir fyrir heimabankanna svona horbjóðslega ósmartir? Mér finnst að maður ætti að geta valið hvernig auðkennislykill best hentar manni. Væri maður uppalingur þá gæti maður til að mynda fengið sér auðkennislykil úr svörtu gleri og burstuðu stáli. Væri maður ömmulingur þá gæti maður fengið sér auðkennislykil úr hvítu postulíni með blúndu og máluðum blómum á. Væri maður ég þá gæti maður fengið sér auðkennislykil sem væri eiturgrænn og appelsínugulur og í laginu eins og fínn hælaskór.
Þoli ekki þennan ljóta gráa kubb sem hangir í lyklakippu hverrar einustu manneskju hér á landi!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Minn væri í laginu eins og rauðvínsflaska;)
Og minn væri sennilega vínrauð orchedia ;)
ég naglalakkaði minn hvítan og vínrauðan - hann er núna bara þolanlega smart. Mæli eindregið með þessu.
Skrifa ummæli