miðvikudagur, júlí 18, 2007

Víkingur 2007



Eftir súperdúper hringferð um landið okkar góða með útlendinga tvo var haldin þvílík Víkingaveisla á Reynishólum. Nýja borðstofan okkar rúmaði auðveldlega 15 manns við matarborð og kom bara ljómandi vel út. Um helgina á Hólunum var einnig háð Víkingaspilstúrnament en eftir harða baráttu fór svo að Ninna og Árni báru sigur úr býtum. Hér koma nokkrar myndir frá leikunum.




Team Búmba Bomba

Team Rassgat

Team Grimmir

Team Búlga-Koff


Fagnaðarlætin á kantinum

5 ummæli:

Asta sagði...

Team Bumba var klárlega besta liðið, sama hver úrslitin voru. Allavega með flottasta fagnið.

Fóa Lidda sagði...

Ji hvað þetta hefur verið gaman hjá ykkur. Mikið kemur rauði liturinn vel út. Hlakka til að koma í sveitina. Knús og kossar frá Akureyrisss...

Sólveig sagði...

Vá! Gaman í sveitinni hjá þér Hulda mín. Verð klárlega að kíkja á hana við tækifæri. Hef séð alveg skammarlega lítið af suður og suðausturlandinu en það stendur allt til bóta... fer maður ekki að fá sumarfrí einu sinni á ári og svona? ;)

Hulda sagði...

alltaf velkomnar ljúfurnar, er einmitt á leiðinni í sveitina mína bráðum

Hulda sagði...

gaman að fá comment, veiii