föstudagur, nóvember 24, 2006

Senn er það á enda

Námið sko. Var í prófum í dag, í eiturefnafræði og í bráðalæknisfræði. Bjargaði einu mannslífi, eða dúkkulífi sko í prófinu mínu í dag. Þetta þýðir aðeins eitt, ég á aðeins eitt próf eftir í læknadeild! Bara eitt próf EVER!!!! Eitt próf og ekki meir og það próf er ekki fyrr en í maí. Þangað til verð ég bara í ruglinu, einhverjir litlir horbjóðskúrsar nú á næstu dögum, ein vika í göngudeild, 1 mánuður í frí, 2 mánuðir í Afríku vonandi, 1 mánuður í upplestrarfrí, 1 próf, útskriftarferð....................og loks útskift. Doctor yessssssssssss. Jólaundirbúningur á næsta leiti, aðallega bara að þrífa heimili mitt og hafa það náðugt, jú og vinna pínu á Akureyrisss! Helv.fínt.
Skál fyrir því og aftur, skál!

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Ég er farin....

....suður um höf. Eða eiginlega ekkert svakalega mikið suður, bara aðeins suður og pínu held ég austur. Ætla að fara á pöbbarölt með ma og sys og frænkum. Ætla að kíkja í búðir. Ætla aðallega að hafa það gott og gaman. Sé ykkur seinna.

mánudagur, nóvember 06, 2006

DanceMASTERS!!!!

Jæja gott fólk, nú er komið að því. Þið fáið nú að verða þess heiðurs aðnjótandi að upplifa eitt mesta, nei tvö mestu meistaraverk, í dansheimi 21.aldarinnar.

Við Sigrún höfum unnið lengi að þessu, þið getið ekki ímyndað ykkur hve margar klukkustundir og hve margir lítrar af blóði, svita og tárum þessi meistaraverk kostuðu okkur. Fjölskylda og vinir voru vanrækt, híbýli okkar ekki þrifin svo mánuðum skipti og vinnan á bak við afrekið kostaði okkur svo mikið að við höfum nú verið lýstar gjaldþrota og erum á svörtum lista úti um alla bæ.

Búið ykkur undir bombu. Athugið, hafið hljóðið á....það er algjört möst eins og maður segir.

Fyrst er það meyjardansinn, þar erum við goofballs

Svo tókum við annan pól í hæðina og dönsuðum sem sex gods, sem við erum náttúrulega.

Ég hvet ykkur öll til að sýna þolinmæði og gefa ykkur góðan tíma til að horfa á bæði myndböndin, það er nokkuð ljóst að þvílíka hæfileika sjáið þið aldrei aftur. Ég vona að þið haldið meðvitund og líðið ekki útaf vegna ótvíræðra yfirburða okkar Sigrúnar á dansvettvanginum.

RECOGNIZE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

DIY

Iðnaðarmenn iss piss, maður gerir þetta nú bara sjálfur. Stolt get ég sagt frá því að klukkan 8 á laugardagskvöldið byrjuðum við Árdís framkvæmdir heima hjá henni og við unnur hörðum höndum alveg til klukkan 11 á sunnudagmorgun. Rifum í sundur, grunnuðum, máluðum og það sem var aðal - og líka langflottast.....veggfóðruðum með gull veggfóðri. Hef sjaldan séð svona fallegt. Maður þarf sko ekkert að fá einhverja menn til að gera eitthvað fyrir sig, oftast er nú bara hægt að gera þetta sjálfur!!

En djöfull var ég sósuð á sunnudaginn, var með undarlegan skjálfta og varð ekki mikið úr verki. En ég var stolt af listaverkinu á Framnesveginum :)

föstudagur, nóvember 03, 2006

TGI Friday.......

...........hef eiginlega ekki meira að segja í bili!

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Hey þið ónytjungar!!!!

Ég meina samt ekkert með þessu, þið eruð öll voðalega dugleg í flestu en ekki í einu! Bar Sveinbjörg er búin að pinna sig á gestakortið mitt, enginn annar!!!
Viljiði?!?....

Lesi lesi lesi...lesi útí sveit

Er búin að vera að spekúlera í hvaða bók ég á að lesa næst og fór því inn á Kistuna til að skoða hriflur þar. Alltíeinu var ég komin með bókalista upp á margar blaðsíður. Margt sem ég ætla mér að lesa en ég er samt í alveg sama bobba og ég var áður. Ég veit nebbla ekkert hvað ég á að lesa næst sko þó ég viti hvað ég ætli að lesa einhverntímann og nú er úr svo mörgu að velja. Síðast las ég Flugdrekahlauparann og hann lét mig gráta, nú er ég að lesa Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku og hún er að láta mig hlæja. Þarf að minna nýja tilfinningu fyrir næstu bók.

Gæti ég setið heima allan daginn undir sæng og úti væri rok og rigning og rosa læti og ég ætti alltaf heitt á könnunni yrði ég agalega glöð og notaleg kona.

Endilega komið með ábendingar um næstu lesningu mína því eins og þið vitið þá þjáist ég af valkvíða in extremis.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Drungi hversdagsleikans

Jæja, þá er maður kominn aftur á heilsugæsluna. Það er ekkert svo mikið slæmt en ég er og verð alltaf spítalakona. Þar á ég heima, þar vil ég vera. Ég á í rómantísku sambandi við spítalann. Æji, annars er allt heldur grátt og guggið hér á landi, erfitt að koma sér framúr í kuldanum og myrkrinu og erfitt að koma sér uppí rúm á kvöldin í kuldanum og myrkrinu því þá er svo helvíti notalegt að sitja við fullt af kertaljósi og lesa góða bók. Þið heyrið hvað ég lifi hröðu og ævintýralegu lífi!

Næst á dagskrá er ferðalag, ferðalag með mömmu, að hitta Ástu, og líka að hitta Ósk, Sunnu og Toby og fá að gista heima hjá þeim.

Svo koma jólin, samt ekki alveg strax.

Afríka lætur ekkert að sér kveða, sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Nú er það nýjasta Mósambík og Rauði krossinn......

Heil og sæl vinir