mánudagur, nóvember 06, 2006

DanceMASTERS!!!!

Jæja gott fólk, nú er komið að því. Þið fáið nú að verða þess heiðurs aðnjótandi að upplifa eitt mesta, nei tvö mestu meistaraverk, í dansheimi 21.aldarinnar.

Við Sigrún höfum unnið lengi að þessu, þið getið ekki ímyndað ykkur hve margar klukkustundir og hve margir lítrar af blóði, svita og tárum þessi meistaraverk kostuðu okkur. Fjölskylda og vinir voru vanrækt, híbýli okkar ekki þrifin svo mánuðum skipti og vinnan á bak við afrekið kostaði okkur svo mikið að við höfum nú verið lýstar gjaldþrota og erum á svörtum lista úti um alla bæ.

Búið ykkur undir bombu. Athugið, hafið hljóðið á....það er algjört möst eins og maður segir.

Fyrst er það meyjardansinn, þar erum við goofballs

Svo tókum við annan pól í hæðina og dönsuðum sem sex gods, sem við erum náttúrulega.

Ég hvet ykkur öll til að sýna þolinmæði og gefa ykkur góðan tíma til að horfa á bæði myndböndin, það er nokkuð ljóst að þvílíka hæfileika sjáið þið aldrei aftur. Ég vona að þið haldið meðvitund og líðið ekki útaf vegna ótvíræðra yfirburða okkar Sigrúnar á dansvettvanginum.

RECOGNIZE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I see the potential!
Þið eruð groovy gellur - you go girls!

Nafnlaus sagði...

Svo er mar líka hung like a horse (",) !!!
Sigrún studmuffin

Nafnlaus sagði...

Meiriháttar performance! Mér finnst við hæfi að þið fáið ykkur snúning á Framnesveginum. Sé þetta fyrir mér; þið tvær dansandi fyrir framan Gullvegginn. Legg hér með inn pöntun.

Nafnlaus sagði...

Þetta er horbjóðslega fyndið. Þið eruð æði!!! Þóra Kristín

Nafnlaus sagði...

ég vil opna fansíðu ykkur til heiðurs - er þegar búin að hafa samband við framleiðendur So You Think You Can Dance og þeir eru á leiðinni til landsins í þessum skrifuðu orðum

WORD!

Nafnlaus sagði...

Lekkerding!!!!

Nafnlaus sagði...

Þetta var hinn mesti snillatilli! Gaman líka hvað þú ert aftur orðin dugleg að blogga. Kannski maður ætti að taka litlu sys sér til fyrirmyndar;)

Líka hrikastolt af ykkur Árdísi að veggfóðra. Girl power, það hel ég nú! Eins og Grýlurnar sungu forðum daga; Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður?

Við geturm sko líka borða í vegg með Black og Decker, en ekki geta þeir gullveggfóðrað, seiseinei!

Sjáumst bráðum beibígörl.

Knús,
Ásta