mánudagur, nóvember 06, 2006

DIY

Iðnaðarmenn iss piss, maður gerir þetta nú bara sjálfur. Stolt get ég sagt frá því að klukkan 8 á laugardagskvöldið byrjuðum við Árdís framkvæmdir heima hjá henni og við unnur hörðum höndum alveg til klukkan 11 á sunnudagmorgun. Rifum í sundur, grunnuðum, máluðum og það sem var aðal - og líka langflottast.....veggfóðruðum með gull veggfóðri. Hef sjaldan séð svona fallegt. Maður þarf sko ekkert að fá einhverja menn til að gera eitthvað fyrir sig, oftast er nú bara hægt að gera þetta sjálfur!!

En djöfull var ég sósuð á sunnudaginn, var með undarlegan skjálfta og varð ekki mikið úr verki. En ég var stolt af listaverkinu á Framnesveginum :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey, þú mátt veggfóðra hjá mér þegar þú kemur í heimsókn!!