miðvikudagur, maí 21, 2008

Af bjútíkvíns

Las frétt á visir.is í dag sem ber titilinn: "Fegurðardrottningar geta ekki verið fullkomnar" en þar er rætt við þá stúlku sem hafnaði í 2.sæti í Ungfrú Ísland keppninni 2006 og hún beðin um að um að gefa keppendum í ár góð ráð. Eitthvað er verið að spjalla við hana um hvað hún hafi verið að aðhafast undanfarið og segir hún meðal annars að hún hafi ekki nennt í útskriftarferðina sína og hefði frekar viljað fara og hitta vinkonu sína erlendis og ferðast aðeins með henni. Í lokin segir hún svo: „Við fórum til dæmis í dag til Parísar að skoða Effel turninn og Monu Lisu safnið sem var með eindæmum gaman."

Monu Lisu safnið???

hahahahha, fyndin stúlka

2 ummæli:

Asta sagði...

Ahhhh, en krúttó! Bj´tíkvíns eru sætar.

HelgaSoffia sagði...

... heimsborgari