sunnudagur, maí 04, 2008

Fransk Löksoppa

Súpur sem eru tilbúnar í bréfum og maður blandar bara vatni eða vatni og mjólk við geta oft verið alveg ágætur kvöldverður. Það er hins vegar ekki Franska lauksúpan frá Knorr, þvílíkur viðbjóður. Æltaði að fá mér voða góðan kvöldmat, súpu, salat og bollur en þessi lauksúpa var bara alls ekkert góð.

Nema það sé bara reginmisskilningur hjá mér að mér finnist frönsk lauksúpa góð!!! Ég held mér finnist hún góð en man samt bara eftir því að hafa borðað slíkt þrisvar sinnum og hefur bara fundist hún góð í eitt af þeim skiptum. Ég hugsa að ég gefi lauksúpunni samt fleiri sénsa því 1 af þessum 3 skiptum var núna áðan, ofannefnd pakkasúpa, og eitt var í Lettlandi og þá var búið að hella heilli dós af dilli út í súpuna því það er víst eina kryddið sem þeir eiga nóg af þar og nota því óspart.
Hlakka til næstu frönsku lauksúpureynslu............ætla samt að bíða aðeins, er enn með óbragðið af þeirri síðustu í munninum

7 ummæli:

osk sagði...

Frönskt lauksúpa er ein uppáhaldssúpan mín, þetta hlýtur bara að vera prump frá Knorr. Ég mæli með lauksúpunni á veitingastaðnum Ítalíu, ég bragðaði mína fyrstu lauksúpu þar og varð aðdáandi strax. Don´t give up on it just yet!

Nafnlaus sagði...

heyrðu heyrðu heyrðu!
klárlega malla ég franska lauksúpu með lambalifrinni, steikta lauknum, kartöflumúsinni og lambalifrarkæfunni. Og baka brauð með ;)
Lærði að gera (að því er mér finnst) rosalega góða lauksúpu þegar ég vann á kaffihúsi hér í den

HelgaSoffia sagði...

Oj pakka lauksúpa! Það er fjarska lítð mál að laga sér lauksúpu og svo er hún svo ódýr líka. Annars er bara allt gott að frétta héðan í Tarragona þar sem ég á gaspacho súpu í ísskápnum.

Nafnlaus sagði...

Usss thessi knorr hefur bara verid eitthvad prump, frønsk lauksupa er rusalega god! Einusinni fekk eg svakalega goda gratinerada franska lauksupu a Cafe Paris... en thad var fyrir mørgum arum sidan thegar vid vorum saklausir menntskælingar;)Krammer Sigga i Odense

Nafnlaus sagði...

Var að lesa athyglisvert blogg þitt um kassana! Síðan ég byrjaði hef ég alltaf merkt í nr. 2 --> vinn rosalega sjaldan, svo sendir hún móðir mín mér email og segir að ég eigi að velja kassa nr.1 þennan daginn og þá kemur "vinningur var í kassa nr.2" --> þetta er bara bull og vitleysa!

Asta sagði...

Einhvern tímann bjó ég líka til franska lauksúpu. Hún var fjarska góð, minnir mig. Svo langar mig að búa til gazpacho en það verður að bíða þangað til ég kemst í almennilegt eldhús - maður verður nebbla að hafa blender.

Vildi ég væri enn á Spáni - þar er hægt að fá ágætis gazpacho á fernum. Þessa Knorr pakkalauksúpu þarf klárlega að forðast!

Hulda sagði...

já næst þegar mig langar í lauksúpu þá ætla ég bara að skreppa á vegamót eða ítalíu og fá mér súpu þar, eða bara bíða eftir því að Helga Soffía komi heim og bið hana þá bara að búa solleis til handa mér. Eldaði mér næsta dag hakk og spagetti, það klikkar nú aldrei