þriðjudagur, mars 25, 2008

Af verðbólgu, vöxtum og gengisfellingu

Jón Ásgeir segir að bankarnir séu súrefnið inn í atvinnulífið.
Jón Ásgeir virðist vita hvað hann syngur þegar verðbólgan er annars vegar.

Ég er að hugsa um að hringja í'ann..........ætla samt sko ekki að syngja í'ann (fyrir þá sem vita hvað það þýðir)

Ég ætla að spyrja hann: Heyrðu, Jón Ásgeir, hvað er verðbólga? Og hvernig minnkar það verðbólgu að hækka vexti? Hvað eru stýrivextir? Étur verðbólgan litlu börnin sín? Hvað ertu með í laun á mánuði?

Við erum að tala um 20% verðhækkun á matvælum......verst að það er eiginlega ekki hægt að hætta bara að borða.

1 ummæli:

HelgaSoffia sagði...

Maður getur kannski étið hattinn sinn... spurðu Jón Ásgeir hvort hann muni selja sultarólar á tilboði í Bónus í sumar - mig vantar nokkrar, helst hertar. Forhertar, sko, ég er svo léleg við að herða sjálf.