fimmtudagur, mars 01, 2007

Klipping í dag, Lisa á morgun



Á morgun ætla ég að fara með Þóru minni á tónleika með Lisu Ekdahl. Hef einu sinni farið á tónleika með henni áður og það var frábært. Kynntist Lisu fyrst þegar ég bjó í Kaupmannahöfn og það var alltaf verið að spila sama diskinn með henni á einu af uppáhaldskaffihúsunum okkar Sveinbjargar þar sem vi eyddum ófáum stundunum og drukkum ófá tonnin af bjór. Síðan hefur Lisa átt greiða leið í geislaspilarann minn og hlakka ég mikið til morgundagsins. Ekki skemmir nú fyrir að félagsskapurinn verður með því besta sem fyrirfinnst, þið vitið það sem þekkið hana að hún Þóra mín er snillingur!



Ég lét klippa um það bil helminginn af hárinu mínu af í dag.............I feel so light!
xxx

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða skemmtun á tónleikunum elskurnar. Ég hlakka til að sjá nýju klippinguna, alltaf gott að létta aðeins á sér :)
Knús
Jóhanna

Sveinbjorg sagði...

Lísa best, ég er þó ekki alveg búin að falla eins mikið fyrir nýjasta disknum hennar en hún er samt æði.
Góða skemmtun á tónleikunum og svo förum við að sjást bráðum.

með síðustu kveðjunum frá Stokkhólmi
Sveinbjörg

Hulda sagði...

Nei Sveinbjörg, það er rétt, nýjasta platan er ekki alveg jafn ávanabindandi og margar aðrar. En gaman á tónleikum með henni samt, síðast þegar ég fór þá spilaði hún eiginlega mest af plötunni okkar :)

Nafnlaus sagði...

Hæ Hulda, mikið ofboðslega er orðið langt síðan við hittumst! Góða skemmtun á ferðalaginu... :)
Kveðja frá krullunni

Hulda sagði...

Já Óli, það er orðið heldur langt um liðið? En hvaða ferðalag ertu að tala um? Ég er löngu komin heim úr því? :)

Nafnlaus sagði...

Hæ, það er langt síðan að ég hef heyrt í þér. Væri til í að sjá þig með stutt hár. Er langt í það að þú komir hingað til Akureyrar?
Kv, Ásdís

Nafnlaus sagði...

Elsku Hulda mín!

Hef hugsað mikið til þín síðustu vikur og mánuði þrátt fyrir að himin og höf hafi verið á milli okkar.

Er nú komin heim á klakann og vil endilega fá að hitta þig aðeins.

Kv.Sólveig