fimmtudagur, mars 22, 2007

Allt á afturfótunum..........

Um daginn bilaði uppþvottavélin uppúr þurru

Í gær var helv.... skattframtalið mitt með vesen.

Í dag kom maður að gera við uppþvottavélina og þegar ég er rétt búin að punga út 16 þús kalli fyrir viðgerðinni og ekki einu sinni búin að fá að prufukeyra nýviðgerða uppþvottavélina heldur rétt þar sem ég stend og er að raða inn í hana þá.............

............byrjar að hellast vatn úr loftinu hjá mér!!!!!!

Veit ekkert hvað ég á að gera í þessu, skil ekki hvaðan vatnið kemur (það er reyndar stórstormur úti en ég veit ekki til þess að hér hafi áður lekið) og ég er satt best að segja orðin drulluþreytt á þessari afturfótagöngu á öllu saman.

Og mitt í þessu rugli öllu saman, á meðan ég er eitthvað að laga til í náttborðinu hennar mömmu, þá finn ég eitthvert ljótt nýaldarkjaftæðis bókamerki og á því stendur:

"Happiness is the result of total appreciation of all that life gives you at every moment"

Eriði á grínast í mér? Seriously!?! Seriously??????????

Púff, er eins og sprungin blaðra. Djöfuls rugl.

4 ummæli:

Asta sagði...

Æ nei hjartagullið mitt. Þetta er ljótt að heyra! Algert glat bara. Ég vona bara að þú sért að taka út eitthvað ólukkuskeið núna svo að ferðalagið þitt gangi eins og smurt.

Fílaði Seriously???? upphrópunina þína. Mjög Gray´s Anatomy.

Sjáumst bráðum beibígörl, vonandi ganga hlutirnir á framfótunum héðanaf.

Knús,
Stórasys

Nafnlaus sagði...

Fyrst að þetta hefur gengið svona illa þá getur þetta aðeins farið batnandi. Það held ég allavega:)Heyri í þér bráðlega:)

HelgaSoffia sagði...

Betra að taka allt svona út á skömum tíma en það dreifist yfir langt skeið, þá er þetta ´ver end dönn viþ. Það er min fíkósófía - en ég var einmitt kölluð Fílósófía i den þegar ég snappaði yfir svona dögum. Já, foreldrar mínir hafa alltaf haft gaman af því að smíða brandara á kostnað barnanna sinna. Það er víst hollt.

Unknown sagði...

úbbs ég veit ég er sein og þú lend í amríku núna en blása inn, blása út, blása inn, blása út, blása inn, blása út. hafðu það gott þarna úti :)