laugardagur, janúar 20, 2007

Indian Thriller

Fyrir ykkur öll sem eitt sinn voruð Michael Jackson aðdáendur, hér kemur indverska bollywood útgáfan. Vídjóið frammkallaði amk nokkrar brosviprur á þreytulegt andlit mitt á annars ömurlegum tíma lífs míns. Það er gott sem gleður, þó ekki sé nema pínkupons. Annars er ég líka soldið glöð yfir því að HM í handbolta hefst í dag, það er alveg ástæða til að vakna og drulla sér framúr rúminu niðrí sjónvarpssófa.

Friður.
xxx

7 ummæli:

Sveinbjorg sagði...

ohhh, ég vildi að ég gæti lummast með þér í HM sófanum. Þessi "fyrrum" handboltaþjóð sýnir bara leikina á einhverri prumpu stöð sem við náum ekki einu sinni! Þeir eru örugglega eitthvað bitrir að vera ekki með í ár....
kveðja frá Stokkhólmi

Nafnlaus sagði...

hæhæ, ég held þeir viti nú ekki einu sinni hvað handbolti er hérna í philly! Ég er náttla heldur ekki með sjónvarp hvort eð er... En ég fylgist bara með hérna á netinu sem ég ræni frá nágrönnunum :)
kv, Sigrún.

Nafnlaus sagði...

Ómæ þetta er rosalegt vídjó!
Annars er ég loksins búin að komast að því hvað kappinn heitir sem ég var að reyna að muna á laugardaginn... Atli Hilmarsson!!
Knús
Jóhanna

Fóa Lidda sagði...

Yes - en þetta var stutt gaman. Hefði alveg getað hugsað mér sunnudags-hittelsið reglulega næstu tvær vikurnar...

HelgaSoffia sagði...

Ég á ekki til orð - ekki orð! Hlakka til að sjá þig Hulda mín, bið að heilsa Ástu.

Nafnlaus sagði...

Frábær útrás - vantar link á bloggið hennar Sigrúnar!

Hulda sagði...

comment tekið til greina og hef nú þegar kippt þessu í liðinn