mánudagur, febrúar 12, 2007

Hæ elskurnar, þið fáu en yndislegu hræður sem nennið að lesa mig

Smá rapport.
Nú er ég stödd heima hjá Kidda í Brighton. Við systur flugum í gær frá París til London og áttum notalegt kvöld í gær heima á Kingsland Road með Ósk og Toby og svo kom Sunnslan seint í gærkvöldi heim frá Danmörku. París var yndisleg, ég held það sé óhætt að segja að við höfum gengið í það minnsta um 50 kílómetra á meðan á dvöl okkar stóð þar, bókstaflega tókum borgina á labbinu. Ég vil nýta tækifærið og þakka Helgu Soffíu og Sölva fyrir dásamlega gestrisni, frábæra leiðsögn um borgina en þó umfram allt yndislegan og mjög svo þarfan félagsskap. Við elskum ykkur. Æðislegt var einnig að hitta Ragnar og Ying sem komu frá Lux til að vera með okkur, það var frábært að eyða tíma með ykkur öllum. Um hádegisbilið í dag tókum við frænkur okkur svo til og skelltum okkur í lest til Brighton. Eftir rölt meðfram sjónum þar, borgara og bjór stendur nú til að fara í fína dressið og gíra sig upp fyrir tónleika. Erum nebbla á leið á tónleika með Bonnie Prince Billy hér í kvöld, ætlum svo að crasha heima hjá Kidda og koma okkur aftur til London einhverntímann á morgun. Á miðvikudaginn (valentínusardaginn) förum við systur svo aftur norður til Edinborgar og næ ég nokkrum dögum þar með henni áður en ég snáfa aftur heim en Ásta verður eftir heima hjá sér. Hlakka til að sjá ykkur og sendi ykkur ástarkveðjur, maður er nú eitthvað orðinn svo voðalega væminn og viðkvæmur þessa dagana. Það er amk ekki erfitt að gera sér grein fyrir því góða og þeim góðu sem maður á að eftir allt sem gengið hefur á.

Friður

xxxxx

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að það er gaman hjá ykkur:) Hey það er að byrja hipphop/krump námskeið í kram húsinu tvisvar í viku í sex vikur og ég er nokkuð viss um að ég fari.... Langar þig?

Nafnlaus sagði...

Hæ sæsan mín!
Gaman að heyra hvað það sé búið að vera yndislegt hjá ykkur. Hlakka til að fá þig heim.
Þóra Kristín

Nafnlaus sagði...

Flott að heyra að ferðin var góð, ekki slæmt að taka slakan í París. Hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim.
Koss og knús
Jóhanna

Nafnlaus sagði...

vúhú gaman að heyra frá þér! Ógsla flott hjá ykkur. Ohhh mig langar á skemmtla tónleika. Mig langar að gera eitthvað skemmtlegt, hlakka til að hafa HOUSEpartí! Þóra Elísabet hefur tekið eitthvað upp í fjarveru þinni og ég lét hana fá arytmíur svo hún tók atenólól og fer í holter seinna í vikunni. Secret powers, power pussy ha ha ha
Kl er 5 og ég var að leggja það á minnið að N er aprox. EN og að maður á ekki að keyra með strák út í fen því þá kemur lófi úr dýki og maður öskrar AK og þegar keyrt er í burtu dregur strákurinn upp skálmina og segir "Yndi, er með hásin!" og hún er sko stór.
Veistu hvað ég er að tala um?
Nei ekki ég heldur, jú annars, Gigt.
(Naproxen, Díklófak, Indimethasin við mikilli gigt)
Lovjú and lovjú longtæm
XXXXX

Nafnlaus sagði...

leiðréttist
DÍKLÓFENAK

mein gott ha ha knebe politi

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég hefði viljað koma með á tónleikana. Hlakka til að sjá þig.

Nafnlaus sagði...

Hei huldukonan mín, ég vissi ekki einu sinni að þú værir að blogga!

Gott að heyra að þið systur hafið átt góðar stundir í little Britain, ekki veitti af.

Ég er hér á síðustu dropunum í embættisprófalestri, klára um miðjan næsta mánuð.

Heyri í þér þegar ég losna úr prísundinni.

Kristbjörg

HelgaSoffia sagði...

Við elskum ykkur líka alveg óskaplega mikið og það var alveg yndislegt að hafa ykkur hjá okkur.