föstudagur, maí 26, 2006

Próf dauðans frá helvíti and more

Þetta átti að koma inn í gærkvöldi en það er stundum vesen að setja inn færslur heima á kvöldin, skil ekki af hverju

Semsagt fimmtudagur 25/05 06 klukkan eitthvað seint um kvöld:

Sælinú þið örfáu hræður sem lesið þetta fábrotna svokallaða blogg mitt. Nú er ég stödd í krísu í lífi mínu, er að fara í lokapróf á laugardag og á mánudag og á jafnframt eftir tonn að verkefnum sem ég hef á milli 8 og 16 á morgun til að vinna og skila því annars fæ ég ekki próftökurétt. Veit ekki alveg hvernig ég ætla að toga það af en sjáum til, mér finnst einhvernveginn að röðin sé komin að mér að fá að upplifa kraftaverk eftir allt djöfuls stappið sem ég hef staðið í þetta árið. Er búin að vera að bíða í kraftaverkaröðinni allt of lengi og fá bara kastað í mig tómötum og úldnum eggjum og ég er ekki einu sinni að biðja um stórt kraftaverk, bara oggopoggopínulítið kraftaverk. Jæja, það sem ég vildi sagt hafa er að ég verð líklega ekki mjög virk í bloggheimum næstu 4-5 daga eða svo, þó er aldrei að vita nema soðna steikta hugsýkisgeðsjúka heila mínum detti skyndilega eitthvað agalega sniðugt í hug og þá mun ég vitaskuld deila því með ykkur. Vildi samt gefa ykkur þann fyrirvarann á að ég segi bara alls ekki neitt. Annars fór ég og sótti móður mína upp í hesthús í gær þegar klukkan var komin nokkuð yfir miðnætti því hún var í hinu árlega partýi sem fylgir hesthúsinu hennar. Og já greinilega alltaf jafnmikið fjör þar á bæ. það er eitthvað svo dýrmætt að sjá mömmuna sína sem maður er alltaf svolítið að passa upp á skemmta sér svona ofboðslega vel umkringda fullt af góðu fólki sem er alltaf svo gott við hana og vill voða mikið hjálpa henni í þessari hestamennsku sem hefur reynst henni misvel hingað til. Ég er svo ánægð með hana og mér finnst svo gott að vita af henni í þessum góða félagsskap og ég er ótrúlega rosalega ánægð með nýja hestinn hennar. Loksins er hún búin að fá gæðahrossið sem hún á skilið, ótrúlega vel ættaða og geðgóða eðalmeri sem ber nafnið Askja og mamma er algjörlega ástfangin af því hún er svo góð og skemmtileg. Vildi bara segja ykkur frá þessu því ég brosti allan hringinn og fékk hlýtt í hjartað þegar ég fór og náði í mömmu og allir sátu saman inni í húsi drulluvel kenndir, syngjandi sig hása við gítarspil. Og mamma vildi bara ekkert fara heim svo ég hafði ekki hjarta í mér að draga hana úr þessari gleði þannig að ég söng bara með þó ég væri með hugann við bækurnar sem ég átti að vera að lesa í dag. Mamma mín er yndisleg og mér þykir vænt um hana. Ég á líka yndislegustu systir í heimi sem mér þykir líka ofboðslega vænt um. Heyrinú, ég bara orðin akút væmin. Jæja nóg af þessu, heyri í ykkur bráðum, vonandi að ég skrifi línu fyrr en seinna, það verður amk gefin skýrsla um flutninginn mikla norður í land. Talandi um flutninga, til hamingju með nýja húsið Árdís og Guðjón!!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÆÆÆ, kelli mín. Slæmt að heyra hvað þú ert undir mikilli pressu. Ég er nú samt nokkuð viss um að þú eigir eftir að massa þetta, verandi snillingurinn þú. Gaman að heyra að mamma hafi verið í góðum fíling og mikið er ég egin að húnsé loksins komin með almenilegan hest!

Mér þykir líka risavænt um þig - ykkur báðar. Þið eruð bestar.

UUU - ein spurning - Guðjón og Árdís, nýtt hús? Vabeha?

Nafnlaus sagði...

Hmmm...já við Gussi eru sem sagt búin að selja Bræbó og kaupa okkur hús á Framnesvegi. Öllum okkar aðstandendum til talsvers léttis þarf ekki að gera neitt þar inni, það er fullkomið eins og það er. Fáum afhent 15. ágúst sem passar ágætlega því þá verður Þórir kominn heim. það væri bara ekki eins að flytja án hans ;-)

Nafnlaus sagði...

Snilld. Til hamingju með það.

Nafnlaus sagði...

Ég þakka hamingjuóskirnar frá ykkur systrum. Það verður nú líka nett skrítið að flytja án ykkar. Þið heppnar að vera báðar með pottþéttar fjarvistasannanir! Og við heppin að í þetta sinn þarf ekki að setja saman neitt Ikeadót, ef svo hefði verið hefðum við þurft að borga undir ykkur í bæinn;-)