mánudagur, maí 22, 2006

Snjór og mjólk

Veðrið hér er hið undarlegasta mál. Í gærmorgun settist ég út á litla skjólgóða hellupallinn minn því það var glampandi sól og ég nennti ekki að sitja inni og lesa. Ég dreif mig þess vegna út með púða til að sitja á og námsbók að lesa. Lofthitinn var nú ekkert sérstaklega mikill en þegar sólin skín og ekki er of hvasst þá verður alltaf algjör steik á litla pallinum mínum svo mér leið bara rosalega vel á stuttbuxum og hlýrabol. Þá fór alltíeinu að snjóa á mig ! Reyndar bara pínulítil snjókorn en þau hrundu á mig í þessari glampasól og mér fannst það bara voða notalegt. Aldrei hef ég verið í sólbaði í snjókomu áður ;) Nú er hins vegar kominn fimbulkuldi, rok og engin sól. Þá er best að vera bara inni hjá sér. Jæja, kominn tími til að kynna ykkur fyrir öðrum vini mínum nú þegar þið hafið kynnst Emil, þessi nýji vinur heitir Hitoshi og honum finnst mjólk vera best í heimi, muuuuuu, tékkið á honum, hann er töff. Friður og út

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ pæ.
Kommenta af því að þú sagðir á mánudagskveldið að komment gleddu þig og ég, verandi góð vinkona, vil gleðja ;-) Varðandi þetta skítaveður sem veður yfir mann dag eftir dag; þetta er ekki rollu bjóðandi, hvað þá viðkvæmri kuldaskræfu eins og mér sjálfri og ég lýsi hér með eftir þessum loftslagsbreytingum sem allir veðurfræðingar þusa endalaust um!

Nafnlaus sagði...

Yes - tek undir með síðasta ræðumanni. Hulda var planið ekki örugglega að það yrði bara gott veður fyrir norðan í sumar?