Afmælisdagur að kveldi kominn. Hann var bara góður þessi. Fékk nýjan appelsínugulan kjól sem er rosalega fallegur, klæddi mig í hann og í appelsínugula skó og með appelsínugult kvenveski í stíl og fannst ég bara voða sumarleg og fín. Fékk svo bók um tælenskar siðareglur því ekki getur maður farið á framandi stað án þess að kunna basic mannasiði, það er til dæmis stranglega bannað að ota fótunum að fólki, sérstaklega er þó slæmt að ota fótum og tám í átt að höfði annarra. Það er hins vegar ákveðin huggun í því að vita að innfæddir koma ekki til með að skamma mann heldur munu þeir bara hlæja, maður á þó ekki að skilja það þannig að þeir séu að hlæja MEÐ manni því vissulega munu þeir vera að hlæja AÐ manni! Fékk líka fullt af kökum og góðgæti sem ég þurfti sjálf ekkert að hafa fyrir að baka heldur gat bara verið voða fín húsfrú og boðið gestum upp á kaffi og kaffibrauð eins og maður kallar það þegar maður er orðinn svona forn. Það er svo ljómandi að eiga svona myndarlegar og góðar frænkur sem hugsa svona vel um mann. Svo fékk ég fullt af símtölum og smsum og hafði ekki undan að svara og því færi ég öllum hér hinar bestu þakkir fyrir hlýjar kveðjur. Nú er ég orðin árinu eldri og klukkan gengin í nýjan dag, ætla því að horfa aðeins á sjónkann áður en ég fer að halla mér. Sacré Coeur sagði hún, já kveldúlfur nú er kominn í kerlinguna mína!
(Veit ekki alveg með ykkur en mér finnst eitthvað pínulega dónalegt við þessa síðustu línu! Skil ekki alveg afhverju, það væri bara alveg hægt, ef vildi maður, lesa út úr þessu hálfgerða kynferðislega tvíræðni, kveldúlfur ha, ja hérna og jæja!)
Þangað til næst
xxx
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Já! einmitt! Til hamingju með afmælið elsku besta Hulda mín! Knús kram og kossar til þín héðan frá Börsu. Mikið hlakka ég til að sjá þig í sumar.
Iss við erum eins og gott rauðvín, verðum betri með árunun :)
Ehaggi annas???
Kiss kiss
Lovvja, all the way around beibí! En enn og aftur: hvenær ferðu til Thaí?
ég fer 12.maí til Thai, húllum húllum hæ! bæ bæ :)
til hamingju með afmælið kæra hulda :-)
og gangi þér vel í lestrinum og góða ferð og skemmtun í útlöndunum!
bestu kveðjur af njálsgötunni
Takk Iðunn :) Gaman að sjá þig hér
Skrifa ummæli