Síðasta kvöldið okkar í Tælandi fór hópurinn allur saman út að borða á fansí restörant. Þar byrjaði veislan að 2ja tíma opnum bar svo þið getið ímyndað ykkur að það var tekið nokkuð hressilega á því hvað áfengisneyslu varðar. Fengum svo voða góðan og fínan mat og það var mikið hlegið, grátið og allt það sem örlagadjammi fylgir. Voða gaman og allt. En eitt fannst mér pínu fyndið, við vorum sótt á hótelið okkar á frekar fínum míní-rútum sem hver tók um 6 manns, þetta voru líklega fínustu bílarnir sem höfðum ferðast í þarna í Tælandi og almennt voru þeir bara ágætir. Þessir bílar komu semsagt (og bílstjórar með) til að fara með okkur á fyrrnefnda fína veitingastaðinn. Inni í bílnum mínum var þetta skilti:
................inni í þessum bíl mátti sumsé ekki leysa vind. Mig langar í svona skilti í minn bíl.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Má eg vera memm i pøntun a svona snilldarlimmida;) Odla gaman ad heyra i ther um daginn! Gott ferdalag,krammer Sigga
Ef ég sé svona límmiða í Lettlandi, þá kaupi ég einn handa þér líka Sigga. Knús og kossar
mig langar líka í svona límmiða.... og mig langar aftur til Tælands....
ooooooooooo, mig líka, lagnar aftur til Tæ beibí
Skrifa ummæli