föstudagur, nóvember 24, 2006

Senn er það á enda

Námið sko. Var í prófum í dag, í eiturefnafræði og í bráðalæknisfræði. Bjargaði einu mannslífi, eða dúkkulífi sko í prófinu mínu í dag. Þetta þýðir aðeins eitt, ég á aðeins eitt próf eftir í læknadeild! Bara eitt próf EVER!!!! Eitt próf og ekki meir og það próf er ekki fyrr en í maí. Þangað til verð ég bara í ruglinu, einhverjir litlir horbjóðskúrsar nú á næstu dögum, ein vika í göngudeild, 1 mánuður í frí, 2 mánuðir í Afríku vonandi, 1 mánuður í upplestrarfrí, 1 próf, útskriftarferð....................og loks útskift. Doctor yessssssssssss. Jólaundirbúningur á næsta leiti, aðallega bara að þrífa heimili mitt og hafa það náðugt, jú og vinna pínu á Akureyrisss! Helv.fínt.
Skál fyrir því og aftur, skál!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já skál sömuleiðis bráðumdoktorlitlasys!

Ég er að fala á St Andrew´s day Ceilidh á eftir. Það er víst agalega grand dæmi, allir í sparigallanum og boðið upp á mat og drykk. Ég hlakka nú aðallega til að láta pilsklædda pilta svefla mér í hringi. Það er held ég eitt af heimsins mestu fjörum.

Knús í bili
X X X

Nafnlaus sagði...

Já skál sæta :)

Sveinbjorg sagði...

skolskál!

Nafnlaus sagði...

Skál og sleikur!