Á Akureyrisss býr skrítið fólk, áðan var ég að ganga að heiman niður á Glerártorg því ég þurfti að komast aðeins í Rúmfatalagerinn. Ég var að labba á göngustíg sem er ca 3 metrar að breidd og á móti mér kemur maður á hjóli. Hann var með hjálm á hausnum og barn með hjálm í barnastól á bögglaberanum. Þegar það eru um það bil 100 metrar á milli okkar stöðvar hann, stendur kyrr klofvega yfir hjólinu og bíður. Ég var vinstra megin á göngustígnum og tölti áfram mína leið, þegar ég færist nær manninum á hjólinu færi ég mig yfir á hægri hluta stígsins til að fara framhjá honum. Í þann mund sem ég er að ganga framhjá honum segir hann við mig:
“Ég vona að þú keyrir ekki eins og þú labbar”
Hulda: “Ha!”
Maður á hjóli með hjálm: “Ég vona að þú keyrir ekki sömu megin og þú labbar”
Það tekur mig örskamma stund að átta mig á því hvað hann er að meina og segi svo loks:
“Nei, nei nei, bara þegar ég er í Bretlandi” ?!?................eða.........
......hvað er málið, ég var að labba í rólegheitum, hann rétt silaðist áfram því hann var að hjóla upp mjög bratta brekku með barn aftaná (mér sýndist hann ekkert ráða neitt sérstaklega vel við þetta), það var enginn annar á stígnum sem var 3 metrar eða svo á breidd! Samt stoppaði hann og beið í nokkrar mínútur því hann sá mig á öfugum vegarhelmingi, hann óttaðist líklega harðan árekstur. Þetta fannst mér stórundarlegt.
Alla vega, það fer nú bara óttalega vel um mann hérna á Akureyrisss þrátt fyrir undarlegt fólk. Það er drullumikið að gera í vinnunni, enda er maður bara orðinn doktor hérna. Þetta er samt mjög gaman þrátt fyrir að vera krefjandi starf, og ég hef komist að því að ég kann meira en ég hélt, ætli ég hafi ekki bara lært eitthvað síðastliðin 5 ár þrátt fyrir allt, eilífan tossaskap og svoleiðis.
Síðustu helgi fengum við Þóra heimsókn að sunnan, Guðný og Sigrún skólasystur okkar renndu sér hingað úr því að nú er Akureyrisss the place to be. Við fórum í sund og grilluðum okkur dýrindis mat, sem við drukkum með fullt af hvítvíni og svo tók bjórinn við. Þegar meltunni var lokið ætluðum við að kíkja aðeins á kaffihús, bara svona rólegt. Þau plön fóru fyrir lítið því kvöldið endaði með þvílíku örlagafylleríi og djammi að við vorum í sjokki daginn eftir þegar við áttuðum okkur á því. Það var rosalega gaman samt, við vorum allar alveg ótrúlega skemmtilegar og okkur fannst við fyndnastar í heimi. Sjaldan hef ég hlegið jafn mikið og verið með jafnmikinn fiflaskap, ég var með mikla strengi í maganum daginn eftir vegna hláturs (hér fyrir norðan segjum við ekki harðsperrur, heldur strengir). Eftir að hafa lagt mann í einelti (sem ég held honum hafi ekki þótt alltof leiðinlegt, ælta samt ekki að segja ykkur hver það var) lentum við í einhverju vafasamasta eftirpartýi sem ég hef á ævinni komist í. Ég veit eiginlega ekki almennilega hvernig við enduðum þar því við þekktum engan þarna og vissum ekkert hvar við vorum. Þar kynntumst við hins vegar Malibu Barbie en hún er svona anorexic, tanorexic lady of forty-something með platínu-peroxíð blonde hár og í pínkulitlum sumarlegum hekluðum kjól. Enn eitt undur Akureyrisss!
Fer ekki út í smáatriði með kvöldið, það var amk mjög skemmtilegt, eitt það skemmtilegasta í mjög langan tíma! Daginn eftir fórum við svo og gengum í Dimmuborgum og heimsóttum Sólveigu skólasystur okkar í sveitina en hún er frá bænum Baldursheimum, við bara rétt kíktum á hlaðið til hennar og drifum okkur svo aftur heim.
Takk fyrir komuna stelpur, gaman gaman, og fleiri velkomnir í heimsókn.
Á þriðjudagskvöldið fórum við Þóra svo á landsleik í handbolta (aftur, Akureyrisss er tha place to be, landsliðsþjálfarinn héðan og fyrri leikurinn við Dani var hér í KA-heimilinu, og svo er líka besti leikmaðurinn í þýsku deildinni, Guðjón Valur, fyrrum KA-maður)
Það var óxla gaman á leiknum, smá nostalgía og mikið öskur. Ekki skemmdi fyrir að horfa að fullt af gullfallegum sveittum karlmönnum í boltaleik, þ.á.m. tilvonandi eiginmann minn (einn af fjölmörgum að vísu). Smá update um danska handboltamenn:
Leikmaður númer 19, Jesper Noddesbo, heitir í mínum huga Smukkeste Smörrebröd, stórmyndarlegtur línumaður er hann kappinn. Kannski ég giftist honum bara frekar? (úff, þetta er að verða erfitt, ég ætla að giftast svo mörgum mönnum!)
Leikmaður númer 5, sem ég man ekki hvað heitir er herra flaming gay og hann er skotinn í leikmanni númer 21.
Nú er annarri vinnuviku lokið, ég í helgarfríi og Þóra á vakt. Skurðlækningarnar búnar í bili, og lyflækningarnar hefjast hjá mér á mánudaginn þar sem ég verð fram í miðjan júlí. Svo gríp ég reglulega inn í slysalækningarnar með henni Þóru en hún er slysalæknir númer eitt hér á Akureyrisss. Í kvöld ælta ég að grilla eitthvað gott handa henni þegar hún kemur heim af vaktinni.
Ef þú þekkir mig láttu þá í þér heyra, ekki vera ókunnugur!
Áfram Ísland!!!!!!!!!