miðvikudagur, júní 14, 2006

Aðgerðaleysi og andleysi...púff!

Netið komið í lag heima í kotinu okkar við Tröllagilið.......vibbí! Nú þarf ég ekki lengur að hanga tímunum saman á kaffihúsum þar sem ég neyðist alltaf til að kaupa mér eitthvað bara til þess eins að komast á netið.

Af mér er hins vegar ósköp lítið að frétta núna, það er rosalega mikið að gera í vinnunni og ég hleyp um allan spítalann (sem ég rata reyndar ekkert á og veit ekki einu sinni hvar ég kemst á klóið) eins og hauslaus hæna með fokking 4 síma í vösunum og alltaf er einhver þeirra hringjandi. Þegar ástandið er svona og veðrið jafn leiðinlegt og það er þá verð ég bara voðalega heimakær og nenni ekki að gera neitt þegar í kem heim úr vinnunni. Er líka heldur ekki alveg búin að fatta hvað ég get gert hérna á Akureyrisss til að stytta mér stundir og svo þekki ég heldur ekki marga. Við Þóra erum nebbla alveg á skjön með vaktirnar okkar núna, ég á dagvöktum og hún á næturvöktum og svo í næstu viku þá snýst þetta við þannig að næsta hálfa mánuðinn hittumst við voðalega lítið nema bara rétt á vaktaskiptum. Ég sakna bara hennar Þóru minnar.

Annars er ég alveg sátt, það fer svo vel um mig hérna heima. Ég veit fátt betra núna en að setjast í sófann með rauðvínsglas og læknisfræðibók og rifja upp.........OMG, algjört brjóstumkennanlegt nörd. Ég tók ekki þátt í kvennahlaupinu og nennti ekki að vera með í sjómannadagsgleði. Held ég þurfi kannski að fara að komast eitthvað út í náttúruna, er pínulítið andlaus eitthvað.

En almáttugur, ég er að gera mér grein fyrir því að þessi bloggfærsla er lítið annað en upptalning á því sem ég hef ekki gert hérna, leiðinlegt og óspennandi svo ég ætla að hætta núna. Reyni að hafa eitthvað meira spennandi að segja ykkur næst.

Talk to me guys, getting kinda lonely here!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú verður að senda mér vaktaplanið þitt svo ég geti skroppið á Akureyrisss til þín. Væri sko alveg til í smá rauðvínsglas upp í sófa... ég skal jafnvel hlýða þér yfir ;) alla vega búin með LAT103!!
Risaknús
jojobeibi