þriðjudagur, júní 27, 2006

Uppvakningurinn talar!

Halló góðir hálsar, ég er vöknuð til lífsins aftur. Er búin að vera á vaktatörn og hef þar af leiðandi verið vakandi þegar aðrir eru sofandi og öfugt. Ég hef því ekki haft frá neinu að segja þar sem ég hef ekki alveg verið í takt við tilveruna. Ekki það að ég hafi frá miklu að segja núna, datt bara í huga svona að láta vita af mér.

Saga úr vinnunni: Á spítalanum þar sem ég vinn er sérfræðilæknir sem ég þekki ekki neitt, hef aldrei tekið í höndina á honum, ég veit hver hann er og hvað hann heitir en ég efast um að það sé gagnkvæmt. Í dag í hádeginu sat hann úti ásamt nokkrum unglæknum og snæddi hádegismat. Ég náði mér í grænt KEA skyr og tyllti mér hjá þeim, var eitthvað voða þreytt og hálf stundi þegar ég settist niður enda var ég eins og áður sagði að koma út úr viku vaktatörn og gekk ekki nægilega vel að snúa ofan af mér og rétta sólarhringinn af. Sofnaði semsagt klukkan hálfsex í morgun og var mætt í vinnuna fyrir átta svo það skyldi engan undra að ég fyndi til eilítillar þreytu. Ok, hér kemur fram hvað var sagt við þetta litla útiborð:

Karin (unglæknir): "Þú lítur nú ekkert voðalega vel út Hulda"
Ég: "Nei, ég er nú voðalega eitthvað þreytt og drusluleg, sofnaði ekki fyrr en hálfsex í morgun"
Fyrrnefndur læknir: "Mér finnst þú nú alltaf líta svona út"
Ég (algerlega kjaftbit og svaðalega hissa ég sem reyni alltaf að vera sæt og vel til fara í vinnunni): "Þetta var nú ekki mikið hrós!"
Fyrrnefndur læknir: "Nei"

............þá stóð ég upp og fór inn og settist hjá öðrum læknum. WHAT THE F***! Hvað er málið, hann var semsagt að segja að ég líti alltaf þreytulega, druslulega og illa út! Var ekki sátt, en hann er líka stórfurðulegur svo ég ætla ekki að taka þetta nærri mér en maður lifandi!

Nú er ég semsagt aftur komin í dagvinnu og er meira að segja í fríi næstu helgar. Það á mögulega að skella sér á landsmót hestamanna um helgina í Skagafirði og svo kannski bara á Ásbyrgismótið helgina eftir það. Svo kem ég suður í smá heimsókn því mín ástkæra systir ætlar að smella sér aðeins á Frón. Næ líklega að vera aðeins virkari í lífinu núna þegar ég get vakað á sömu stundum og annað fólk og ætla að reyna að gera eitthvað sniðugt og skemmtilegt. Látið endilega vita ef þið eigið leið um Akureyrisss, þá getum við alla vega hist í kaffisopa eða eitthvað. Hlakka svo til að hitta fullt af fólki þegar ég kem suður.

Keep it real...........be cool............RECOGNIZE!!!!
(djöfull er ég ógeðslega töff, jú og alltaf fín og ekki drusluleg!)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hulda mín, þú gætir ekki verið ósæt og drusluleg þó þú REYNDIR. Þessi læknir er greinilega eitthvað klikk og ber ekkert skynbragð á kvenlega fegurð. Jiminn, eymingja sjúklingarnir hans ef að þetta er dæmigert fyrir hans næmni í mannlegum samskiptum! Hlakka til að sjá ykkur systurnar.

Hulda sagði...

Æ takk beibs

HelgaSoffia sagði...

Bentu lækninum að fara til augnlæknis. Þú ert sæt og fín og hann getur bara litið sér nær.

Nafnlaus sagði...

Díses Hulda, hvað heitir þessi dúddi? Veistu hvar hann á heima?? Er hann kannski Akureyrispakk??

Oooohhh djöfull böggar svona hroka-mannfýla mig. Annars er hann ábyggilega bara skotinn í þér;) Hann hefur allavega greinilega fylgst með hvernig þú lítur út!!

Sakna þín sætirass:*

Nafnlaus sagði...

Snarmystiskt! Donakall er hann og blindur i ofanalag. Thu ert saetust af ollum! Sjaumst bradum!