laugardagur, júní 03, 2006

Halló Akureyrisssssss!!!!!

Krakkar krakkar

Jæja þá er kominn tími til smá tilkynningarskyldu. Ég sit núna á Café Amour á Ráðshústorginu því eins og áður sagði höfum við ekki fengið internetmálin í lag heima, vonandi reddast það samt, nenni nú ekki að hanga á kaffihúsi með tölvuna í kjöltunni í allt sumar.............eða jú annars, ég nenni því svosum alveg, en langar samt að hafa netið heima.

Ok, from the top. Á þriðjudagskvöldið rétt fyrir klukkan hálfellefu lagði ég í’ann, förinni var heitið til Akureyriss (eins og ég kýs að kalla pleisið). Ferðalagið gekk bara voða vel þrátt fyrir hellirigningu, fjölda flutningabíla, vonda vegi og ítrekaðar sjálfsvígstilraunir hinna ýmsu dýra. Við Hreðavatnsskála var það litil mús sem eflaust þjáist af borderline personality disorder því hún lagðist á miðja götuna og hótaði því að láta mig keyra yfir sig, hún var voða sæt og sem betur fer slapp ég við að myrða hana. Svo voru það vitaskuld hinar ýmsu fuglategundir, fuglar orðnir leiðir á lífinu og tilverunni og sáu ekki tilgang með þessu mundane lífi lengur sem settust á götuna og flugu í veg fyrir bílinn. Þetta verða að teljast nokkuð alvarlegar sjálfsvígstilraunir og því met ég svo að þessir fuglar eru í mikilli hættu á endurteknu sjálfskaðaatferli. Það er nú einu sinni þannig að það sem hefur hvað mest forspárgildi fyrir sjálfsvíg er fyrri tilraun til að taka eigið líf! Segið svo að maður hafi ekki lært neitt í geðlæknisfræði. Jæja alla vega, svo var það rebbinn, já rebbinn sagði ég! Í Öxnadalnum var það nebbla ótrúlega sætur og svona funky looking refur sem var að vasast á veginum þegar ég var að keyra þar. Hann var svolítið skrítinn, veit ekki hvort hann var freðinn eða hvað en hann hafði afskaplega viðkunnanlegt og vitleysislegt viðmót, mér þótti gaman að hitta hann. Hann bara skoppaði hring eftir hring á miðjum veginum og horfði á mig stórum augum. Ég held samt að hann hafi ekkert viljað taka eigið líf, hann bara vissi ekki betur því mér sýndist hann ekki vera skarpasta verkfærið í skúrnum. Meindýr eða ekki, refir eru sætir og ég held ég sé ekki að fara með rangt mál en þetta er í fyrsta skipti sem ég sé rebba hérna, alla vega svona up, close and personal. Ég ætla að hitta hann aftur og við höfum mælt okkur mót, hann er skemmtilegur persónuleiki, svolítið stefnulaus og svona það sem maður myndi kalla fiðrildi.

En þrátt fyrir hinn alþjóðlega I’m going to die – dag dýranna á Íslandi komst ég blessunarlega frá því að vera gerður hlutaðeigandi í sjálfsvígi nokkurs þeirra og ég renndi í hlað á Akureyri einhvern tímann milli tvö og hálfþrjú um nóttina. Í Tröllagilinu tók Þóra á móti mér en hún hafði fundið opna 10-11 verslun og keypt eitthvað snarl til að eiga í morgunmat. Hvítvínsflöskunni var skellt í frystinn og við tókum strax til við að koma okkur fyrir. Íbúðin okkar er uppi á níundu hæð og útsýnið eftir því, alveg brilljant. Þetta er líka voða fínt pleis, stór íbúð með tveimur svefnherbergjum og rúmgóðri stofu sem inniheldur 2 svefnsófa svo það er nóg rúm fyrir gesti. Við breyttum náttrúlega öllu strax, röðuðum húsgögnum upp á nýtt og settum okkar brag á þetta og þegar við vorum búnar að kveikja á kertum um allt átti að skála í hvítvín fyrir nýja heimilinu en....................enginn tappatogari til á heimilinu!!! HVAÐ ER ÞAÐ! HVAÐA STÓRUNDARLEGA MANNESKJA Á EKKI TAPPATOGARA!!!!!!!!!!!! Sem betur fer átti ég líka tvo bjóra svo við urðum að láta það nægja í skálina, ekki jafn fínt og hvítvín sen samt góðir bjórar, og það fyrsta sem sett var á to-do listann fyrir næsta dag var að fjárfesta í tappatogara. Við fórum ekki að sofa fyrr en um sexleytið um morguninn og vorum þá dauðuppgefnar

Dagur 2 fór í að heimsækja fjöldann allan af verslunum, kaupa mat, vín, TAPPATOGARA og fullt af kertum. Röðin var efrifarandi: Tiger, Rúmfatalagerinn, Byko, Bónus, Hagkaup, Nettó. Þetta var fínt, ég er ekki viss um að maður hefði náð öllum þessum búðum heima á jafngóðum tíma en hér er stutt á milli helstu staða.

1.júní var svo fyrsti vinnudagurinn, og mér líst bara vel á FSA, ég er samt ekki alveg viss hvort að 3 mánuðir dugi til að ég nái að rata þar, ég er alltaf að villast og finn mig þá í einhverjum nýjum hornum og skúmaskotum og hef ekki hugmynd um hvernig ég á að koma mér þangað sem ég ætlaði að fara, svo er ég bara alltíenu búin að gleyma hvert ég ætlaði og líður eins og ég sé i öðrum heimi, skil ekki neitt og þekki engan. Ég er í völundarhúsinu og hvar er David Bowie!

En okkur Þóru líst bara vel á, það er nóg að gera á spítalanum, fólk veikist víst og slasar sig hér líkt og annars staðar og við erum ótrúlega fullorðins, farnar að vinna sem læknar bara OMG!

Á meðan er allt í volli fyrir sunnan, læknanemar í verkfalli og LSH að springa á limminu, sjitt ég veit nú ekki hvar þessi endalausa barátta endar, það er pínu þreytandi að stöðugt að standa í endalausu stappi. Ég hvet alla til að lesa grein Kristjáns Guðmundssonar unglæknis í Morgunblaðinu í dag, þar segir hann loksins hvernig ástandið er á mjög afdráttarlausan hátt, tékkið á þessu. Það er baráttuhugur í fólki og það er kominn tími til að eitthvað breytist!

Jæja, þetta fer að verða gott, það er líka alveg spurning hvort fólk nennir yfir höfuð að lesa svona ótrúlega langa bloggfærslu. Núna eru tvær sunnandömur á leið í heimsókn til okkar Þóru en Sigrún og Guðný ákváðu bara að skella sér hingað úr því að málin standa eins og þau gera á LSH, verkfall og svona. Við erum í fríi um helgina og spáin er ógeðslega góð svo við skólasysturnar ætlum að gera eitthvað ótrúlega sniðugt og skemmtilegt, heimsækja skemmtilega staði og slúðra og hafa það gott.
Gestir verða velkomnir í sumar, svo ef þið viljið tékka á plesisnu hafið þá bara samband og þá finnum við góða helgi þegar enginn er á vakt og allir í fíling. Í sumar er Akureyriss the place to be!!

Over and out.
Friður.

P.s. ég kýs komment, ekki vera feimin börnin góð, langar að heyra í ykkur

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey hey til hamingju með að vera orðinn Akureyrískur læknir. Vonandi kemst ég til ykkar í sumar mér finnst alltaf gaman að koma norður. Ein spurning - á hvaða deild ertu að vinna?

Hulda sagði...

all over the place, ég er svona flakkari. ER núna á skurðdeildinni núna en á eftir á vera á lyflækningadeild og kvennadeild líka

Nafnlaus sagði...

helv... vakt! mig langar í partý í partýpleisinu ykkar á Akureyri! Þetta hljómar allt saman mjög vel hjá ykkur, hlakka til að koma í heimsókn og sjá slottið ykkar!

Nafnlaus sagði...

Nei æði að vera búin að frétta af statusnum, verst bara að hafa ekki náð að hitta þig áður en þú fórst. Kannski gerir það að verkum að maður reyni að kíkja norður en ég held ég geti samt sagt fyrir víst að Heiður mun ekki meika fjögurra klukkutíma ökuferð, that´s for sure!
Við sjáum til...ég mun kíkja hér inn reglulega og heyra af þér. Ég nennti sko alveg að lesa alla færsluna! góður penni.

kv.

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís! Til lukku með nýja pleisið og vinnuna :) Ég sko pottþétt eftir að skutlast til þín sumar og kaupa ís og fara í sund og borða á Greifanum og og og og....
Æði gæði heyrumst!!
Knús Jóhanna

Nafnlaus sagði...

Halló sætust og til hamingju með nýja tappatogarann! Segi eins og Íris, hefði viljað kveðja þig og óska þér góðs gengis á Akureyrinni, en það er eins og það er. Vonandi verða Eyfirðingar með heilbrigðasta móti í sumar, þannig að þú sleppir annað veifið út af spítalanum. Er farin að plana road trip norður yfir heiðar, það verður bara að koma í ljós hvort ég fæ makker eður ei. Verð að lýsa ánægju minni með þessa færslu hjá þér, það er svo fínt að fá að fylgjast með hvað drífur á daga vina sem eru í öðrum landshlutum, nú eða öðrum löndum. Hint hint, Ásta ;-) Bræbsborgarar biða að heilsa.

Hulda sagði...

ég hefði nú alveg viljað hitta ykkur líka áður en ég fór, svona er þetta þegar maður er í prófum fram í rauðan dauðann!!