mánudagur, júní 19, 2006

Talandi um að dansa rassinn úr buxunum!

Evolution of dance

Fann þetta á heimasíðu skólasystur minnar og ákvað að stela því. Hvað ég gæfi ekki fyrir að geta dansað eins og þessi maður !!!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vó! Mesta snilld í heimi ever. Finnst eins og ég þurfi núna að fara að æfa nokkur múv til að geta verið svona flottur dansari. Held ég sleppi því samt, var að flytja inn í nýja íbúð í gær og vil ekki hræða hana Noru, nýju finnsku sambýliskonuna mína.

Kannski ég kíki svo aðeins á pöbbinn á eftir að tékka á leiknum. Heja Sverige segi ég, hér á Skotlandi er alveg snarbannað að halda með Englandi og veslings Svíarnir þurfa að slá í gegn í fótboltanum eftir að hafa TAPAÐ FYRIR OKKUR Í HANDBOLTANUM hehehehe.

Nora er mér víst ósammála í þessu, vill Svíum bara illt, enda eru þeir erkióvinir Finna, svipað og með Skota og Englendinga.

Knús beibígirl, sjáumst bráðum

Hulda sagði...

Já ok þetta er díll Ásta, þú heldur með Svíunum úr því að við bjuggunum nú hjá þeim í smá tíma en ég verð hér á Akureyrisss og held með móðurjörð minni Englandi, við bjuggum nú líka hjá þeim ;)
P.s. var á 16 tíma vakt í nótt, svaf 3 tíma á vaktinni og hef ekkert getað sofið eftir að ég kom heim.......hvað er málið, eins og mér finnst gott að sofa!

Ally sagði...

Hæ fann bloggið þitt í gegn um heimasíðuteljarann minn, en hann sér hverjir linka á mig;)
Gaman að lesa lýsingarnar á mínum gamla heimabæ, hehehe...
Verð að kíkja á ykkur næst þegar ég kem norður.
Hilsen

HelgaSoffia sagði...

Hahahaha! Þetta minnir mig á snilldaratriði í Napoleon Dynamite. En gaman að hafa loksins fundið bloggið þitt ég var alltaf að leita að huldublomid.blogspot.com. Freudian slip hahaha!

Nafnlaus sagði...

Ok, veit það eru sennilega allir búnir að sjá þetta... en ég get alltaf horft á þetta aftur:D

http://www.youtube.com/watch?v=csR4de6EIoQ

Nafnlaus sagði...

Vá! Hann er ekkert smá geggjaður, var alltaf að bíða eftir samt að hann myndi hreinlega missa buxurnar niðrum sig...eins og var aðeins vísað í í titlinum, en þetta var þess virði að bíða og horfa