föstudagur, júní 16, 2006

Vondur dagur

Dagurinn í dag er versti dagurinn minn á Akureyrisss hingað til. Ég er nebbla búin að vera með viðbjóðs gubbupest :(

Vaknaði í nótt, óglatt og illt í malla, gubbaði og gubbaði..........oj. Komst ekki einusinni í vinnuna mína :( Þóra fór og keypti handa mér Sprite, ég drakk það og skilaði svo því sem ég hafði drukkið, það var gult á litinn þegar ég skilaði því.........oj.

Nú líður mér samt betur, held ég sé bara svei mér að jafna mig. Það er aðeins eitt gott við þessar andstyggilegu gubbupestir........þær eru fljótar að ganga yfir.

Annars var gærkvöldið yndislegt, veðrið var bara til fyrirmyndar og við Þóra röltum á Strikið og fengum okkur góðan mat að borða, svo á Bláu könnunna þar sem við fengum gott kaffi.

Veðrið í dag hefur hins vegar verið í takt við ólguna í maganum á mér, hávaðarok og vesen. Það er eitthvað aðeins að róast núna.......eins og mallakúturinn minn.

Finnst ykkur ekki skemmtilegt að heyra um ástand meltingarvegar míns?? Jæja, ætla að leggjast upp í sófa og horfa á einhverja dauðyflismynd. Svo er rosaleg sjónvarpsdagskrá: Dr.Phil, Beverly Hills 90210, Melrose Place, One Tree Hill, Bachelorette 3 og fleira ótrúlega sniðugt. Ætla að vera couch potato og jafna mig.

Ég er í fríi um helgina og svo tekur við næturvaktatörn næstu viku og næstu helgi. Annars skilst mér að ég sé í fríi fyrstu 3-4 helgarnar í júlí fyrir ykkur sem viljið heimsækja mig, það gæti þó eitthvað breyst, því vaktaplanið er ekki alveg tilbúið. Svo ætla ég líka að koma heim einhverja af þessum helgum því ástkær systir mín ætlar að heimsækja heimahagana og ég ætla að koma heim og hitta hana. Er alla vega að vinna síðustu helgina í júlí og svo einhverjar 2 helgar í ágúst eftir því sem ég best veit að svo stöddu.

Ef eitthvert ykkar langar að kíkja í heimsókn á mig þá er auðveldasta leiðin bara að hafa samband við mig og athuga hvort helgin sem þið hafið í huga er fríhelgi því eins og ég sagði geta enn orðið breytingar á þessu vaktaplani mínu. Það er sko ekki tilbúið alveg fyrir júlí held ég og engan veginn reddí fyrir ágúst.

Over and out..........ást,
Huldapulda gubbupési

Engin ummæli: