Ég er alltaf að hugsa þessa dagana um hitt og þetta sem mig langar til að kaupa mér. Mér langar í fínan ipod og dock með góðum háltölurum sem eru nettir en samt með góðum hljómgæðum. Mig langar í hitt og mig langar í þetta. Mig langar í alls konar hluti sem ég þarf ekkert endilega á að halda og get alveg hæglega lifað án. Mig langar samt ekkert í nýjan gsm síma, ótrúlegt en satt, gemsinn minn er nebbla töff þó hann sé gamall.
Á meðan aðrir eru í neysluverkfalli virðist hugur minn æstur að senda mig á einhvers konar neyslufyllerí! Mig langar, mig langar, kaupa, kaupa. En svo hugsa ég, nei nei Hulda mín, þetta er nú bölvaður óþarfi, þetta er bruðl, vertu ekki að þessu. Og þá get ég aldrei ákveðið..........kaupa, eða ekki kaupa!
Mig langar í alls kyns dótarí, kannski ég kaupi mér eitthvað smá af því?
Annars fjárfesti ég í flakkara um daginn til að ég geti tekið back-up af harða diskinum mínum. Fólk skiptist nebbla í 2 fylkingar: þeir sem hafa lent í því að harði diskurinn þeirra crashaði og misstu allt út af tölvunni sinni, og þeir sem eiga eftir að lenda í því að harði diskurinn þeirra crashar og þeir missa allt út úr tölvunni. Ég tilheyri sko fyrri fylkingunni, og það var ömurlegt þegar einn daginn harði diskurinn ákvað að hætta að existera og ég tapaði öllum gögnunum mínum. Þrátt fyrir þessa lífsreynslu hef ég samt tekið mér ár í að réttlæta það fyrir sjálfri mér að bruðla peningum í utanáliggjandi harðan disk svo ég geti átt almennilegt back-up. En ég lét loks undan neyslufylleríisheilanum mínum og keypti græjuna. Og græjan er nægilega stór til að ég geti tekið back-up af minni tölvu, mömmu tölvu og Ástu tölvu. Ótrúlega töff.
Jæja, best að ég haldi baráttunni áfram í huga mínum um hvað mig langar í, hvað ég vilji kaupa, og hvað ég ætti nú ekkert að vera að kaupa því það er djöfuls bruðl og óþarfi.
Maður er ruglaður í hausnum!!